Fréttablaðið - 30.09.2017, Side 71
Sveitarfélagið Vogar auglýsir lóðir til úthlutunar fyrir íbúða
byggingar. Um er að ræða s.k. miðsvæði, fyrsta áfanga.
Í þessum áfanga verður úthlutað lóðum undir fjölbýlishús
(5 hús með 6 íbúðum hvert, 2 hús með 20 íbúðum hvort),
parhús (5) og einbýlishús (5). Umsóknareyðublöð ásamt
úthlutunarskilmálum og gjaldskrá er að finna á heimasíðu
sveitarfélagsins, www.vogar.is
Umsóknarfrestur er til 21. október 2017, og skal umsóknum
á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt fylgigögnum skilað til
skrifstofu sveitarfélagsins, hvort heldur er með rafrænum
hætti (tölvupóstur, umsókn á heimasíðu) eða með því að
póstsenda gögnin á Sveitarfélagið Voga, Iðndal 2, 190 Vogar.
Séu fleiri en ein umsókn um hverja lóð verður dregið úr
gildum umsóknum.
Skila skal greiðslumati með umsókn.
Lágmarksupphæð er sem hér segir:
Einbýlishús: kr. 40.280.000,- pr. lóð.
Parhús: kr. 40.280.000,- pr. lóð.
Fjölbýlishús I og II: kr. 134.400.000,-
Vogar eru staðsettir nokkurn veginn mitt á milli höfuðborgar
svæðisins og Keflavíkurflugvallar. Í sveitarfélaginu búa nú
um 1.230 íbúar. Megin áherslur atvinnulífsins eru á vettvangi
matvælaframleiðslu. Í Vogum er starfræktur heildstæður
grunnskóli (1. – 10. bekkur), ásamt leikskóla. Sundlaug,
íþróttahús og íþróttamannvirki eru einnig til staðar.
Öflugt íþróttastarf er á vegum Ungmennafélagsins Þróttar,
sveitarfélagið starfrækir einnig félagsstarf fyrir unglinga og
eldri borgara.
Vogum, 29. september 2017,
Ásgeir Eiríksson
bæjarstjóri
Úthlutun byggingalóða
í Sveitarfélaginu Vogum
GARÐATORGI 7 • SÍMI 525 8500 • GARDABAER.IS
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með
kynningu á breytingum eftirfarandi
deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1.mgr.
43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Víkurgata 4-31. Tillaga að breytingu á
deiliskipulaginu Urriðaholt - Vesturhluti.
• Tillagan gerir ráð fyrir eftirfarandi
breytingum á einbylishúsum við Víkurgötu:
Grunnflötur byggingarreits án bílgeymslu í
húsagerði E3 stækkar úr 100 m2 í 120 m2.
Hæðarfjöldi breytist í "2 hæðir" úr "2-3
hæðir" í húsagerð E3. Hámarkshæð lækkar
um 3 metra. Húsagerð á lóðum Víkurgötu
19 og 21 breytist úr húsagerði E1b í E1a.
Viðmiðunarbyggingarmagn minnkar.
Ákvæði um að heimilt sé að fylgja
skilmálum fyrir húsagerði 11b á lóðum með
húsagerði E1a er felld út gildi. Kennisnið
E1a, E1c og E4 eru óbreytt.
Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum
Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 29. september
til og með 10. nóvember 2017. Þær eru einnig
aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar
www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er
gefinn kostur á að gera athugasemdir við
tillögurnar. Frestur til þess að skila inn
athugasemdum rennur út fimmtudaginn 10.
nóvember 2017.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur
Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og
undirritaðar. Þeir sem ekki gera
athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn
frest teljast samþykkir þeim.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar
AUGLÝSING UM
DEILISKIPULAG
Í GARÐABÆ
Stofnfundur Hollvinafélags
Kvennaskólans
Stofnfundur Hollvinafélags Kvennaskólans í Reykjavík er
boðaður sunnudaginn 1. október kl. 16 í fundarsal skólans,
stofu M19 í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1. Á fundinum
verður hægt að skrá sig í félagið. Lögð verða fram drög að
samþykktum félagsins og stjórn þess verður kjörin. Allir
fyrrverandi nemendur, starfsmenn og velunnarar skólans eru
velkomnir.
Hjalti Jón Sveinsson skólameistari
ATVINNU- / LAGERHÚSNÆÐI
Til leigu bjart og snyrtilegt 120 fm. atvinnu/lagerhúsnæði
vestast á Kársnesi.
Eingöngu fyrir snyrtilega og hreinlega starfsemi.
Uplýsingar í síma 669 9837
VERSLUNARSTJÓRI
JACK & JONES í Kringlunni leitar að kraftmiklum, skipulögðum
og jákvæðum einstaklingi til að gegna starfi verslunarstjóra.
Um er að ræða fullt starf í skemmtilegu og lifandi umhverfi.
Helsta hlutverk verslunarstjóra er að halda utan um daglegan
rekstur, bera ábyrgð á sölu og þjónustu við viðskiptavini og
ásýnd verslunarinnar og leiða hóp starfsmanna.
HÆFNISKRÖFUR:
• Reynsla af verslunarstjórn er kostur
• Þjónustulund
• Reynsla af sölustörfum
• Hæfni í mannlegum samskiptum
Framundan eru breytingar á versluninni þar sem hún
verður stækkuð og fær nýja ásýnd.
Umsóknarfrestur er til og með 8. október nk. Hægt er að
sækja um starfið á www.bestseller.is. Allar frekari upplýsingar
veitir Sólrún Hjaltested mannauðsstjóri í síma 5754000.
Ánægðir viðskiptavinir
eru okkar besta auglýsing
Sérfræðingar í
ráðningum
lind@fastradningar.is
mjoll@fastradningar.is
FAST
Ráðningar
www.fastradningar.is
ATVINNUAUGLÝSINGAR 21 L AU G A R DAG U R 3 0 . S E P T E M B E R 2 0 1 7
3
0
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:2
0
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
E
1
-E
E
D
8
1
D
E
1
-E
D
9
C
1
D
E
1
-E
C
6
0
1
D
E
1
-E
B
2
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
3
6
s
_
2
9
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K