Fréttablaðið - 30.09.2017, Page 116
Listaverkið
Hún Elsa María
Kolbeinsdóttir teikn-
aði og litaði þessa
mynd af hamingju-
samri kisu undir
regnboga.
Kristín Hildur Karlsdóttir á heima
á Hvanneyri í Borgarfirði og er tíu
ára og elst í sínum skóla.
Kristín Hildur, í hvaða skóla ertu?
Ég er í Grunnskóla Borgarfjarðar,
Hvanneyrardeild.
Eru margir í þeirri deild? Þeir eru
tuttugu og fjórir, ef ég man rétt og
þeir eru allir vinir mínir.
Ekki eru þeir allir jafngamlir þér?
Nei, ég held að ég sé elst í skólanum,
ég er elst í mínum bekk og á næsta
ári þarf ég að fara annaðhvort í
Borgarnesskóla eða í skólann á
Kleppjárnsreykjum.
Ertu lengi í skólanum á hverjum
degi? Ég er ýmist frá hálf níu til tvö
eða frá níu til korter í þrjú í skólan-
um. Þar borða ég bæði morgunmat
og hádegismat.
Hvað finnst þér skemmtilegast
að læra í skólanum? Mér finnst
skemmtilegast að læra ensku, hönn-
un og smíði.
Er langt síðan þú byrjaðir að læra
ensku? Já, eiginlega. Ég var svona
þriggja ára þegar ég sagði fyrsta
enska orðið, segir mamma. Svo
byrjaði ég að tala ensku þegar ég
var fimm ára.
Hvað gerir þú svo fyrir utan skól-
ann? Leik við vini mína, eða er í
tölvunni eða spila á píanóið. Það
eru samt ekkert mjög margir hér á
Hvanneyri sem ég leik við en það
eru nokkrir uppi í sveit og þangað
fer ég stundum.
Hvað var það skemmtilegasta sem
þú gerðir í sumar? Það skemmti-
legasta var að leika við vini mína og
fara til pabba sem býr á Kópaskeri
og hitta bestu vinkonu mína sem
býr þar í sveitinni rétt hjá. Svo var
líka æðislegt að vera við giftinguna
hennar mömmu.
Hvað langar þig að verða þegar
þú verður stór? Mig langar að
verða bóndi, því ég er mjög hrifin
af dýrum og mig langar að eiga fullt
af þeim.
Langar að
verða bóndi
Kristín Hildur er ánægð með lífið í sveitinni. Fréttablaðið/Ernir
Það skemmtiLeg-
asta var að Leika
við vini mína og fara tiL
pabba sem býr á kópaskeri.
Sá þriðji hleypur
Tveir og tveir þátttakendur para sig
saman, dreifa sér um leikvöll eða
sal og stilla sér upp þannig að annar
stendur fyrir framan hinn.
Eitt parið byrjar á miðju svæðinu
og sá sem stendur framar hleypur
af stað en hinn reynir að ná honum.
Sá sem er að flýja getur bjargað sér
með því að stoppa fyrir aftan eitt-
hvert annað par. Þá þarf sá fremri af
því pari að hlaupa af stað og komast
aftur fyrir annað par áður en honum
er náð og þannig koll af kolli.
Ef einhver er gómaður áður en
hann getur bjargað sér verður hann
sá sem eltir en hinn flýtir sér að
komast á bak við eitthvert parið.
Svona getur leikurinn gengið þar
til frímínúturnar eru búnar, allir
eru uppgefnir eða samtaka um að
hætta.
Leikurinn
„Þar fór í ver,“ sagði Konráð. „Okkur liggur á en þurfum
að komast í gegnum þetta völundarhús fyrst.“ Hann
dæsti og bætti við vonsvikinn, „við verðum of sein.“
„Of sein, of sein,“ sagði Kata pirruð. „Hvað gerir til að vera
aðeins of sein?“ bætti hún við. En Lísaloppa og Konráð
voru ekki sammála. Þau vildu mæta á réttum tíma.
Konráð
á ferð og flugi
og félagar
269
Getur þú hjálpað þeim að komast í gegnum völundarhúsið?
??
?
3 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r52 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
krakkar
3
0
-0
9
-2
0
1
7
0
4
:1
9
F
B
1
3
6
s
_
P
1
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
D
E
1
-6
4
9
8
1
D
E
1
-6
3
5
C
1
D
E
1
-6
2
2
0
1
D
E
1
-6
0
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
3
6
s
_
2
9
_
9
_
2
0
1
7
C
M
Y
K