Fréttablaðið - 30.09.2017, Síða 120

Fréttablaðið - 30.09.2017, Síða 120
E lstu verkin á sýningunni eru beinskeytt þjóð-félagsstúdía á þeim hefðum og venjum sem við höfðum samþykkt að fara eftir. Ákveðið viðbragð við samfélagslegu áreiti. Ég hafði fundið mína leið til að tjá mig,“ segir Anna Líndal, mynd- listarmaður og kvenréttindakona, stödd á Kjarvalsstöðum þar sem hún opnar yfirlitssýningu í dag. Heimilisfriður heitir eitt af verk- unum og um það segir hún þessa sögu: „Þegar ég dvaldi í vinnustofu í Bergen í Noregi sá ég litla serví- ettu með handsaumuðum fuglum og korni og setningunni „Molar eru líka brauð“ – á norsku. Mér fannst það mögnuð tilhugsun að konur væru að sauma út í frítíma sínum að þær ættu að sætta sig við mylsnuna í þjóðfélaginu. Ég upp- lifði það þannig. Upp frá því varð þessi hringur til. Hann er dæmi- gerður fyrir margt sem kemur til mín út frá undrun. Þannig má segja að undrunin leiði mig áfram.“ Marglit tvinnakefli vekja athygli í öðrum enda salarins. „Ég hélt sýningu 1996 sem hét Kortlagn- ing hversdagslífsins. Þar fjallaði ég mikið um stöðu konunnar og tvinnakeflaverkið er í raun lof- söngur til framlags kvenna í sam- félaginu, öll þau ósýnilegu störf sem þær hafa innt af hendi.“ Í nýrri verkunum er Anna enn að kortleggja. Nú er það landið. Með Jöklarannsóknafélaginu kveðst hún hafa farið tuttugu og tvo leiðangra upp í Grímsvötn frá árinu 1986 og skráð niðurstöður rannsóknanna með sínum hætti. Meðal annars hefur hún gert sín eigin landakort af svæðinu þar sem hæðarlínurnar eru handsaumaðar með kontórsting og allt sem mælt var með vélknúnu farartæki er markað með sikksakkspori sauma- vélar. Form skúlptúrs á gólfinu vísar til vatns og lands sem myndaðist í Grímsvatnagígnum í gosi 2004 og vídeóverk styður við hann. Sömu- leiðis fá karlmennirnir sinn óð í vídeó verki. „Ég dáist að hæfileikum karla til að geta gert við hvaða tæki sem er og fengið allt til að virka,“ segir hún brosandi. Í hillum úti á gólfi er Samhengis- safnið. Í því eru ýmsir sjaldgæfir hlutir sem tengjast ferðum Önnu um veröldina, þurrkaðar jurtir, skuggamyndir í poka og fleira for- vitnilegt. Safn sem varðveitir ótal sýnishorn úr ýmsum heimshornum og eru vitnisburður um túlkun hennar á umhverfinu. Ég dáist að hæfi- leikum karla til að geta gert við hvaða tæki sem er og fengið allt til að virka. Undrunin leiðir mig áfram anna líndal myndlistarkona kortleggur margt í samfélagi okkar af mikilli list eins og sjá má í vestursal kjarvalsstaða þar sem yfirlitssýning á verkum hennar verður opnuð í dag. TónlisT HHHHH Hafdís Vigfúsdóttir og svanur Vilbergsson fluttu verk eftir Ravel, Debussy, ibert og Poulenc. Salurinn í Kópavogi miðvikudagur 27. september Þeir sem vilja fá eitthvað andlegt með ostborgaranum í hádeginu ættu að kíkja við í menningarhúsin í Kópavoginum á miðvikudögum. Þar er ýmislegt á seyði. Ljósmynda- spjall í Héraðsskjalasafninu, bóka- upplestur í Bókasafninu, leiðangur um myndlistarsýningu í Gerðarsafni, tónleikar í Salnum og margt fleira. Á miðvikudaginn lagði ég leið mína í síðastnefnda húsið og hlýddi á Haf- dísi Vigfúsdóttur flautuleikara og Svan Vilbergsson gítarleikara. Tón- listin sem þau báru á borð var svo sannarlega fögur. Fyrst á dagskránni var Pavane fyrir látna prinsessu eftir Ravel, í útsetn- ingu Konrad Ragossnig. Eins og óteljandi tónverk á borð við menú- ett, gavotte, saraböndu og passa- kalíu þá er pavane gamall dans, mjög hægur. Þetta er þó engin danstónlist og hún er ekki heldur helguð neinni sérstakri prinsessu. Stemningin er samt tregafull og vissulega væri hægt að dilla sér við hana ef slíkt væri í boði. Hafdís var þó langt frá því að stíga dansspor á sviðinu, hún virtist satt best að segja ekki vera komin í gang þarna í upphafi. Hljómurinn í flautunni var loðinn, túlkunin mátt- laus og ekki sérlega sannfærandi. Svanur fylgdi hins vegar ásættan- lega, en heildarútkoman var engu að síður flöt. Miklu betri voru Mouvements per- petuels eftir Poulenc. Hraðar flautu- tónarunur voru jafnar og flæðandi, fullkomlega áreynslulausar. Gítar- leikurinn var líka léttur og leikandi, gæddur fjölbreyttum litbrigðum. Nokkuð síðri var prelúdían Stúlk- an með hörgula hárið eftir Debussy, hér í útsetningu Stefan Nesbya. Rétt eins og Pavane eftir Ravel er þetta upphaflega píanótónsmíð, þrungin nostalgíu og náttúrustemningu. Haf- dís mótaði laglínurnar ekki af nægi- legri innlifun, það vantaði ljóðrænu í túlkunina, eins og flautuleikarinn hefði ekkert að segja með tónlistinni. Hvar var sálin í verkinu? Gítarhljóm- ar Svans voru engu að síður fallegir, en það dugði ekki til. Kraftmeiri tónlist fór Hafdísi greinilega betur, því Entr’acte eftir Ibert var glæsileg. Flautuleikurinn var fullur af tilfinningu og tilkomu- miklum hápunktum. Sömu sögu er að segja um stórbrotinn gítarleikinn, sem var auk þess skreyttur alls konar blæbrigðum. Þetta var flott. Lokalagið var líka ágætt, annar dans eftir Ravel, að þessu sinni Hab- anera. Túlkunin var skemmtilega lokkandi, litrík og spennandi, stefin seiðandi, hljómarnir fagurlega mót- aðir. Þau Hafdís og Svanur eru auð- heyrilega fínir tónlistarmenn, en þau hefðu mátt liggja meira yfir rólegri þáttum dagskrárinnar. Jónas Sen niðuRsTaða: Oftast ágætur flutningur á fallegri tónlist. Falleg tónlist í hádeginu Þau Hafdís og Svanur eru auðheyri- lega fínir tónlistarmenn, segir í dómnum. Fréttablaðið/VilHelm Önnu líndal verður margt að yrkisefni í myndlistinni. Hún segir flest verka sinna vera viðbragð við einhverju að utan. Fréttablaðið/ernir Heimilisfriður nefnist verkið á gólfinu. Í litlu dúkana hefur anna saumað út myndir og setningar. ein setninganna er: molar eru líka brauð. Á veggnum á bakvið er tvinnakeflaverk sem anna segir lofsöng til framlags kvenna í sam- félagið, allra þeirra ósýnilegu starfa sem þær hafa innt af hendi. tilbrigði kallar anna þetta verk. Þar koma þræðir við sögu. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 3 0 . s e P T e m b e R 2 0 1 7 l a u G a R D a G u R56 m e n n i n G ∙ F R É T T a b l a ð i ð menning 3 0 -0 9 -2 0 1 7 0 4 :2 0 F B 1 3 6 s _ P 1 3 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 D E 1 -7 3 6 8 1 D E 1 -7 2 2 C 1 D E 1 -7 0 F 0 1 D E 1 -6 F B 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 3 6 s _ 2 9 _ 9 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.