Fréttablaðið - 14.10.2017, Qupperneq 8
Leikskólastigið
hefur þróast hratt
sem skólastig og of hratt til
að geta staðið
undir sér.
Haraldur Freyr
Gíslason, for-
maður Félags leik-
skólakennara
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og
friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði
nr. 577/2016. Veittir verða veita styrkir úr sjóðnum til:
viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og
mannvirkjum, og öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa
menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.
byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa
og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær.
sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í
samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr.
575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan
verndarsvæða í byggð.
Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna
byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs
ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar.
Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna
á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is.
Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2017. Umsóknir sem berast
eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja.
Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af
hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á
leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur
friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar
Íslands (undir Gagnasafn) og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni
Reykjavíkur/Árbæjarsafni.
Suðurgötu 39,101 Reykjavík
Sími: 570 1300
www.minjastofnun.is
husafridunarsjodur@minjastofnun.is
Minjastofnun Íslands
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr
húsafriðunarsjóði
fyrir árið 2018
+ Frekari upplýsingar fást hjá Hópadeild Icelandair í síma 505-0406
eða með því að senda tölvupóst til hopar@icelandair.is.
AÐVENTUFERÐ ELDRI BORGARA
TIL KAUPMANNAHAFNAR
117.800 kr. á mann í tvíbýli og
139.500 kr. á mann í einbýli
19.–22. nóvember I 26.–29. nóvember 2017
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
8
61
12
1
0/
17
Innifalið í verðinu er flug, flugvallarskattar, gisting í þrjár
nætur með morgunverði á Absalon Hotel (4 stjörnur)
og allur akstur erlendis. Einnig er innifalin skoðunarferð
um gamla bæinn með Sigrúnu Gísladóttur, heimsókn í
Jónshús, „Julefrokost“ á Restaurant Grøften og síkja sigling
með djassbandi Michaels Bøving. Ferðirnar eru skipulagðar
í samráði við Emil Guðmundsson. Íslensk fararstjórn.
Kjaramál „Þetta leysir engan vanda
til frambúðar. Ég veit að borgin gerir
sér grein fyrir því,“ segir Haraldur
Freyr Gíslason, formaður Félags
leikskólakennara, um þá ákvörðun
borgarráðs að veita leikskólakenn-
urum og öðru starfsfólki leikskóla
borgarinnar 20 þúsund króna ein-
greiðslu sem lið í aðgerðum til að
mæta manneklu og efla mannauð.
Kostnaður við þessar eingreiðslur
eru 27,3 milljónir króna auk 11
milljóna sem varið verður til sam-
bærilegra greiðslna til starfsfólks
frístundaheimila og sértækra félags-
miðstöðva.
„Þetta er sennilega hugsað sem
umbun fyrir það álag sem hefur verið
á starfsfólkinu,“ segir Haraldur, innt-
ur eftir því hvort þessir tugir milljóna
fari ekki fyrir lítið þegar þeir skila sér
aðeins í 20 þúsund króna eingreiðslu
til hvers starfsmanns. „Önnur sveitar-
félög mættu taka sér Reykjavíkur-
borg til fyrirmyndar að þessu leyti og
veita starfsfólki umbun. Vandamálið
er ekki bundið við borgina,“ segir
Haraldur og bendir á að umræðu
um bætt starfsumhverfi sé ekki
lokið hjá borginni. Í þeirri umræðu
leggi leikskólakennarar áherslu á
að fækka börnum í leikskólunum,
fjölga undirbúningsstundum og færa
starfsumhverfið nær því sem þekkist
á öðrum skólastigum. Aðspurður um
hvort það fari ekki á skjön við kröfur
samfélagsins og áherslur stjórnmála-
manna að fækka börnum á leikskól-
um, segir Haraldur að ekki verði bæði
sleppt og haldið. „Leikskólastigið
hefur þróast hratt sem skólastig og
of hratt til að geta staðið undir sér.
Svo koma kröfur samfélagsins um að
leikskólarnir taki inn yngri og yngri
börn. Það hefur aukið á vandann.
Það átta sig kannski ekki allir á því
hvað það er stutt síðan börn voru
ekkert almennt í leikskólum.
Fyrir 1994 voru bara tilteknir for-
gangshópar sem fengu heilsdagspláss
í leikskólum. Við þurfum að spyrja
okkur hvort við ættum ekki að hægja
á vextinum á meðan við aukum
nýliðun.“ adalheidur@frettabladid.is
Lausnin sé að fækka
börnum á leikskólum
Formaður Félags leikskólakennara segir ákvörðun borgarráðs um að veita
leikskólakennurum 20 þúsund króna eingreiðslu til að mæta manneklu í leik-
skólum ekki leysa neinn vanda. Svarið sé frekar að fækka börnum á leikskólum.
Of mörg börn eru á hverjum leikskóla að mati Haraldar. Fréttablaðið/VilHelm
1 4 . o K t ó b e r 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
4
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
5
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
D
F
8
-C
6
1
4
1
D
F
8
-C
4
D
8
1
D
F
8
-C
3
9
C
1
D
F
8
-C
2
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
1
2
s
_
1
3
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K