Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2017, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 14.10.2017, Qupperneq 10
Gerðu betri kaup hjá okkur! Hringdu núna í síma 511 2777 w w w . b e t r i b i l a k a u p . i s Ármúla 4-6, Reykjavík|Firðinum, Hafnarfirði|511 2777 - sala@betribilakaup.is 2017 Kia Niro Hybrid Verð frá 3.650.000 kr. 2017 BMW 330e Verð frá 4.595.000 kr. 2017 Toyota RAV4 Hybrid Verð frá 4.590.000 kr. 2017 Toyota Auris Hybrid Verð frá 2.990.000 kr. 2018 Volvo XC60 T8 Verð frá 7.050.000 kr. 2018 Volvo V90 T8 Verð frá 7.740.000 kr. 2018 Volvo XC90 T8 Verð frá 7.650.000 kr. 2018 Volvo S90 T8 Verð frá 7.550.000 kr. 2016 Volvo XC90 Inscription Verð frá 7.650.000 kr. 2015 Outlander Verð frá 3.650.000 kr. 2017 Outlander Sport Verð frá 4.040.000 kr. 2017 Reunault Twingo Verð frá 1.650.000 kr. 2017 Toyota Yaris Hybrid Verð frá 2.490.000 kr. 2017 Toyota C-HR Hybrid Verð frá 4.150.000 kr. 2017 Kia Optima Hybrid Verð frá 3.990.000 kr. 2016 BMW X5 xdrive40e Verð frá 7.200.000 kr. Sparaðu og pantaðu allar tegundir beint frá verksmiðju! www.facebook.com/betribilakaup.is Samfélag Það eru tíu ár síðan Þuríður Harpa Sigurðardóttir lenti í alvarlegu slysi sem kollvarpaði tilverunni. Hún er lömuð frá brjósti og notar hjóla- stól. Hún býr og starfar á Sauðárkróki, þar sem hún er framkvæmdastjóri Ný prents. Samhliða starfi hefur hún lokið diplómanámi í fötlunarfræðum frá HÍ og er varaformaður Sjálfs- bjargar. Nýlega tók hún þá ákvörðun að bjóða sig fram til formennsku í Öryrkjabandalagi Íslands. „Nú langar mig til að beita mér í þágu þessa þjóðfélagshóps sem ég tilheyri í dag sem er öryrkjar. Það að verða fötluð gaf mér innsýn í að öryrkjar búa við allt annan veruleika en ég hafði haldið. Ég uppgötvaði að velferðarkerfið okkar er mjög glopp- ótt. Stjórnvöld virðast loka augunum fyrir því að fyrir öryrkja og fatlað fólk er dýrara að lifa vegna t.d. lyfjakostn- aðar, læknisþjónustu, hjálpartækja o.fl. Við borgum meira en aðrir, bara fyrir það að vera á lífi.“ Hún rifjar slysið upp. „Þetta var á fallegu vorkvöldi í apríllok 2007. Ég stóð upp frá vinnu minni og hljóp út, ég ætlaði að hjálpa sambýlismanni mínum að fara með hross í sumar- haga. Ég var með hross í taumi og reið meri sem var fyrir stuttu komin til okkar. Þegar við komum yfir gömlu brúna í Hegranesinu tryllist merin sem ég var á. Það endaði með því að ég kastaðist af baki og lenti á bakinu á steini,“ rifjar Þuríður Harpa upp. „Ég lá þarna og horfði á fæturna við hliðina á mér án þess að geta hreyft þá. Á augnabliki varð ég lömuð. Ég hefði getað lamast ofar, ég hefði getað dáið, ég var í raun mjög heppin,“ segir Þuríður Harpa. Nýtt hlutskipti Hún lá í þrjár vikur á spítala og eftir það tók við endurhæfing í fimm mánuði á Grensás. Í októbermánuði, hálfu ári eftir slysið, kom hún aftur á heimili sitt á Sauðárkróki þar sem hún þurfti að takast á við nýtt hlut- skipti með fjölskyldu sinni. Börn Þur- íðar Hörpu eru þrjú og voru á þessum tíma 12, 14 og 20 ára gömul. „Ég var með þau yngri heima, þetta var mikið fyrir fjölskylduna að takast á við. Það er ekki bara einn sem lendir í svona áfalli, það er öll fjölskyldan, vinir og allt samfélagið í kring. Áður skokkaði ég, fór á skíði og reið út, var heilsuhraust og hafði aðeins farið á spítala til að eignast börnin. Slysið tók mig algerlega úr umferð, setti mig á nýjan stað og í nýja átt. Mér fannst kerfið þungt og það var erfitt að koma heim í þessu ástandi, því þá horfðist maður í augu við áfallið. Þarna hefði fagaðili þurft að halda utan um ferlið, sem var að læra að lifa aftur í breyttu lífi. En það voru engin slík úrræði. Mér finnst að fag- legur stuðningur við einstaklinga og fjölskyldur sem lenda í áföllum ætti að vera sjálfsagður hluti af bataferli. Ekki er nóg að einblína á að lækna eða endurhæfa líkamann heldur verður að hlúa að sálinni og sálræna þættinum því hann er afar stór ef ekki stærsti hlutinn.“ Þuríður Harpa segir að áfallið hafi reynst allri fjölskyldunni erfitt. Ekki síst fyrrverandi sambýlismanni henn- ar. „Það kom á daginn að slysið varð honum jafnvel meira áfall en mér. Leiðir okkar skildu þremur árum eftir slysið. Ég hafði ekki gert mér fyllilega grein fyrir því hversu mikið áfallið var fyrir aðra í kringum mig,“ segir hún. „Skilnaðurinn var mér erfiður og sennilega hefur fyrra áfallið magnast upp við það seinna. Skilnaður er jafnvel að sumu leyti verri missir en dauðsfall. Þetta verður svo erfið sorg og upplifunin mikil höfnun. Það er ekki í boði að halda minningu þess elskaða á lofti og það er erfitt.“ Vinnan var fasti punkturinn Það var lán að Þuríður Harpa gat sinnt starfi sínu eins og áður. „Vinnan varð fasti punkturinn og krakkarnir mínir, ég hafði því um nóg að hugsa. Í fyrstu fékk ég heimilishjálp frá félagsþjónustunni en sá aðili sem sinnir heimilishjálp hefur takmarkað starfssvið, þetta þjónustuform hent- aði mér ekki. Sveitarfélagið úthlutaði mér beingreiðslusamningi og þannig gat ég ráðið manneskju til að aðstoða mig á heimilinu. Á þessum tíma var verið að stofna NPA miðstöðina og þegar ég kynnti mér hvað NPA (not- endastýrð persónuleg aðstoð) var, undraðist ég að fyrirkomulagið væri ekki til hér, við erum áratugum á eftir nágrannalöndunum. Þegar sveitarfélögum gafst tækifæri til að innleiða NPA sem tilraunaverk- efni voru fá sem gerðu það. Sveitar- félagið Skagafjörður axlaði ábyrgð og innleiddi verkefnið strax. Ég veit ekki annað en að það hafi gengið vel. Aðili sem fær NPA nýtur mannréttinda, verður virkur í samfélaginu og hefur tækifæri til að lifa til jafns við aðra, á endanum skilar NPA okkur verðmæt- ara samfélagi og það er mikils virði fyrir Ísland,“ segir Þuríður Harpa. „Fólk lendir í alvarlegum slysum, veikist eða fæðist með sjúkdóm. Það velur sér ekki það hlutskipti að vera öryrki. Fjölskylda þarf virka leið- sögn og aðstoð við að takast á við breytingu sem óhjákvæmilega verður þegar svona gerist og eftirfylgni heil- brigðiskerfisins verður að vera meiri,“ segir Þuríður. „Aðstandendur fara að þjást af stoðkerfisvandamálum og geðrænu álagi s.s. þunglyndi, kvíða, depurð, áfallastreituröskun.  Það á ekki að leggja svo þungar byrðar á fjölskyldur að þær kikni undan þeim, en það er kerfið að gera í dag með því að stíga ekki inn með faglega aðstoð til fjölskyldna, og þetta á við um marga sjúkdóma s.s. MS, MND, heilablóðfall og geðræna sjúkdóma,“ segir Þuríður Harpa og beinir orðum sínum að næstu ríkisstjórn. Fatlað fólk sé minna virði „Aðgengi að samfélaginu er ekki gott og skilaboðin til fatlaðs fólks og öryrkja eru að þeir eigi minni rétt, séu minna virði. Ég vona að ný ríkisstjórn setji það sem helsta framkvæmdar- verkefni að leiðrétta og lagfæra málin gagnvart öryrkjum og fötluðu fólki, að hafa mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Þjóðfélagið okkar þarf á því að halda að félagslegum þáttum verði sinnt.“ Hún þurfti að kenna samstarfs- fólki og viðskiptavinum á Nýprenti að umgangast sig aftur. „Menn þorðu ekki inn á skrifstofu til mín, vissu ekki hvernig þeir áttu að díla við mig. Ég þurfti að bjóða fólki sérstaklega að koma inn til mín,“ segir hún og brosir þegar hún rifjar það upp að hún setti hjólastól hinum megin við skrifborð- ið. „Fólki fannst þetta skrýtið en menn létu sig hafa það að setjast í hann.“ Þuríður Harpa segir að þó hún hafi sigrast á aðstæðum í sínu lífi syrgi hún þann hluta af sjálfri sér sem ekki er til staðar lengur. „Það að lamast hefur kennt mér margt, og nú veit ég hvað fólk getur verið yndislega gott og líka hvað fólk getur átt ömurlega bágt. Ég veit hvað dægurþras og óþarfa pirringur er tilgangslaus og mikill óþarfi. Ég hef öðlast dýrmætan skilning og ég hef sannarlega stækkað sjóndeildar- hringinn, og þó það takist ekki alltaf hjá mér þá reyni ég að lifa betur, elska meira og njóta betur því lífið er í dag en kannski ekki á morgun.“ kristjanabjorg@frettabladid.is Fatlaðir þurfi að borga meira fyrir að vera á lífi Þuríður Harpa þurfti að venja viðskiptavini og samstarfsfólk við fötlunina og setti því hjólastól hinum megin við skrifborðið. Fréttablaðið/HaNNa Áður skokkaði ég, fór á skíði og reið út, var heilsuhraust og hafði aðeins farið á spítala til að eignast börnin. Í apríl 2007 lenti Þuríður Harpa Sigurðardóttir í alvarlegu slysi þegar hún datt af hestbaki og lamaðist frá brjósti. Hún gagnrýnir að enn sé ekki búið að lögfesta NPA sem gerir fólki kleift að öðlast sjálfstæði. 1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 1 2 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 8 -C 1 2 4 1 D F 8 -B F E 8 1 D F 8 -B E A C 1 D F 8 -B D 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.