Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.10.2017, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 14.10.2017, Qupperneq 26
Kolbrún Benedikts-dóttir varahéraðssak-sóknari er nýkomin úr fríi á Ítalíu með eiginmanni sínum, Hauki Agnarssyni. Á Ítalíu safnaði hún kröftum eftir vinnutörn í málssókn gegn Thomas Møller Olsen sem var í lok septem- ber dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana og fyrir fíkniefnalagabrot. Kolbrún segir það hafa verið gott að hvíla sig aðeins eftir málið. Réttarhöldin hófust í sumar en svo var gert hlé á þeim í nokkrar vikur. „Málið var í huga mér allan þann tíma. Þó að réttarhöldunum hefði verið frestað. Það var mjög gott að ná hvíld og sólskini fyrir veturinn,“ segir Kolbrún og segir það hafa glatt sig við heimkomuna hvað það er gott haustveður í Reykjavík þessa dagana. Útsýnið frá Kjarvalsstöðum út á Klambratún sýnir það. Haust- litirnir eru margbrotnir. Nánast bein útsending Fjölmiðlar og almenningur fylgdust grannt með málinu. Fréttaflutning- ur af réttarhöldunum var ítarlegri en áður í íslensku samfélagi. Kolbrún segir jákvætt að fjöl- miðlar fylgist með þótt það geti verið vandkvæðum bundið. „Það hafa áður komið upp mál þar sem maður situr í dómssal með miklum fjölda fjölmiðlafólks. Það hafa þó aldrei borist svo miklar og nákvæmar lýsingar í fjölmiðla. Það er jákvætt að fjölmiðlar fylgist með störfum réttarins því það verður til þess að almenningur kynnist réttar kerfinu og því hvernig réttar- höld fara fram. En það getur orðið flókið í ákveðnum málum. Sérstak- lega þegar það eru svona miklar textalýsingar á framburðum vitna sem eru að gefa skýrslu fyrir dómi,“ segir Kolbrún og jafnar því nánast við beina útsendingu úr réttarhald- inu. „Sem getur verið vandasamt. Fólk situr heima og getur skoðað á netinu hvað sagt er og fær aukið aðgengi og skilning á réttarkerfinu. En það er verra þegar vitni sem bíða þess að gefa skýrslu sitja frammi og lesa hvað fer fram. Þannig var þetta stundum í hrun- málunum. Fólk sat frammi, las fram- burð annarra á netinu, vitnaði svo í hann þegar það kom inn í réttar- sal og gaf skýrslu,“ bendir Kolbrún á og segir að stundum óski ákæru- valdið eftir því að fjölmiðlar bíði með fréttaflutning sinn. „Það hefur verið gott samstarf við fjölmiðla þegar eftir því er óskað.“ Upplýsingaréttur almennings Kolbrún segir samskipti við fjöl- miðla um dómsmál að aukast. „Það hefur lengi verið hræðsla í okkar stétt. Hvað megi segja og hvað megi ekki segja. Það vill enginn brjóta trúnaðarskyldu. En upplýsinga- réttur almennings er á sama tíma alltaf að verða sterkari. Lögreglan er að opna á samskipti, við hjá ákæru- valdinu erum líka að gera það en þurfum að vanda okkur að brjóta ekki trúnað. Við erum öll að læra á það að auka aðgengi almennings að upplýsingum, erum að stíga okkar fyrstu skref. Erlendis fær fólk þjálfun í þessu. En við þurfum að sjóast í þessu, við jafnt sem fjölmiðlar. Og svo án þess að vera með hroka, þá er bara mjög erfitt að lesa dóma. Eg var búin að vera eitt ár í íslensku áður en ég ákvað að leggja fyrir mig lögfræði í Háskólanum. Ég skildi ekki dómana! Það er ekkert skrýtið að það sé erfitt fyrir fólk að lesa þá og það er þá okkar hlutverk að skýra hvað í þeim felst.“ Sextán ár er meginreglan Refsiramminn var fullnýttur og meira en það í héraðsdómi. Kol- brún segir það meginregluna í manndrápsmálum. „Á síðustu tíu til fimmtán árum hafa menn nærri því undantekningarlaust fengið sextán ár fyrir dómi. Ég man eftir undantekningu á þessu. Það er í máli manns sem fékk ellefu ár fyrir að kyrkja sambýliskonu sína. Það er sérstakt að lesa dóminn með hlið- sjón af því hvaða ástæður réttlættu styttri dóm,“ segir Kolbrún en í dómnum var vísað í afbrýðisemi mannsins vegna framhjáhalds konu hans sem hefði valdið því að hann missti stjórn á sér. „Annars er meginreglan sextán ár. Hvort sem um er að ræða skipu- lagðan verknað, verknað þar sem játning liggur fyrir eða verknað sem er framinn tilviljunarkennt, kannski í æðiskasti. Þá virðist ekki skipta máli hvort menn játa eða neita sök og reyna að varpa henni á aðra. Það virðist ekki skipta máli, sextán ár eru dómafordæmin. Dómur í þessu máli sýnist mér þó vera þyngri. Ég les það á milli lína í dómsorðum því vanalega er gefinn afsláttur af dómi þegar það er dæmt fyrir fleiri brot. En við sjáum til hvernig þetta fer í áfrýjun til Hæstaréttar.“ Um kannabis og refsingar Kolbrún hefur starfað sem saksókn- ari í tólf ár. Á þessum tíma hefur reynslan mótað skoðanir hennar á réttarkerfinu og ýmsum samfélags- legum málefnum. Talið berst að afglæpavæðingu fíkniefna. „Ég get ekki vísað í rannsóknir en get lýst minni reynslu. Ég hef horft upp á svo marga fara í gegnum réttar kerfið sem hafa gert hræðilega hluti í geðrofi vegna langvarandi kannabisneyslu. Það er ákveðinn ruglingur í umræðunni. Sumir tala um að eigin neysla eigi ekki að vera refsiverð. Raunin er sú að engum er refsað fyrir neyslu, aðeins vörslu, en það fer enginn í fangelsi vegna vörsluskammta. Málin sem fólk situr inni fyrir eru vegna brota sem eru framin í neyslu, auðgunar- og ofbeldisbrot. Þá eru sumir sem vilja lögleiða neysluskammta og aðrir sem vilja bara lögleiða kannabis, svo fólk geti hreinlega flutt inn allt það hass sem það vill. Staðreyndin er þessi, það er eng- inn dæmdur í fangelsi fyrir að vera með einhver grömm af hassi á sér, refsingin er sekt. Þeir lenda hins vegar á sakaskrá. Mér finnst alveg mega skoða það að breyta því, að svona brot fari ekki á sakaskrá.“ Manneskjur eins og ég og þú Kolbrún er oft spurð að því hvernig henni líði eiginlega að mæta í dóms- sal fólki sem hefur framið alvarlega glæpi. Hvort hún sé ekki hrædd eða full viðbjóðs. „Þetta eru engin skrímsli, það eru engin skrímsli til. Ég er oft spurð hvort ég sé hrædd eða hvernig mér Megum ekki brynja okkur Kolbrún Benediktsdóttir sótti Thomas MØller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi, til saka. Hún ræðir um starf sitt, þróun í meðferð kynferðisbrotamála og þá skoðun sína að fangelsin séu full af fólki sem þurfi að hjálpa. „Málið var í huga mér allan þann tíma. Þó að réttarhöldunum hefði verið frestað,“ segir Kolbrún um tímann í sumar eftir að málsmeðferð var frestað. Fréttablaðið/aNtoN briNK Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Ég er oft spurð hvort Ég sÉ hrædd eða hvern- ig mÉr líði eiginlega. en við megum eKKi gleyma því að þótt þetta sÉ fólK sem hefur framið hræðilega glæpi, þá er það mannesKjur. mann- esKjur eins og Ég og þú. 1 4 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 4 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 5 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 D F 8 -C B 0 4 1 D F 8 -C 9 C 8 1 D F 8 -C 8 8 C 1 D F 8 -C 7 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 1 3 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.