Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 6
Helgarblað 27.–30. janúar 20176 Fréttir Nýjar vörur Verður ekki skylt að fjölga í borginni Jón Gunnarsson boðar frumvarp sem afnemur skyldu Reykjavíkurborgar til að fjölga borgarfulltrúum Í þingmálaskrá ríkisstjórnar Sjálf- stæðisflokks, Viðreisnar og Bjartr- ar framtíðar, þar sem tiltekið er hvaða mál ríkisstjórnin hyggst leggja fram á þinginu, er með- al annars að finna frumvarp Jóns Gunnarssonar, samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, til breytinga á sveitarstjórnarlögum. Frumvarp- ið miðar að því að afnema skyldu Reykjavíkurborgar til að fjölga borg- arfulltrúum eftir næstu sveitarstjórn- arkosningar. Samkvæmt núgildandi lögum frá árinu 2011 er borginni skylt að fjölga aðalmönnum í borgar- stjórn úr 15 í að minnsta kosti 23 eft- ir kosningarnar 2018 en samkvæmt lögunum er heimilt að fjölga þeim upp í allt að 31. Skiptar skoðan- ir eru meðal borgarfulltrúa um frumvarpið. Unnið að málinu í forsætis- nefnd DV greindi frá því í desember síð- astliðnum að unnið væri að því inn- an forsætisnefndar borgastjórnar að kanna með hvaða hætti best yrði staðið að fjölgun borgarfulltrúa í fjár- hagslegu tilliti en að óbreyttu myndi launakostnaður vegna fjölgunar borgarfulltrúa um átta auka launa- kostnað borgarinnar um 92 milljónir rúmar á ári. Brugðið var upp tveimur sviðsmyndum. Sé horft á aðra sviðs- myndina myndi kostnaður borgar- innar hækka um tæpar 19 milljónir en samkvæmt hinni myndi kostnað- urinn lækka um rúmar 28 milljónir. Dagur enginn sérstakur tals- maður fjölgunar Verði frumvarp Jóns Gunnarsson- ar, sem leggja á fram í mars kom- andi, hins vegar lögfest breytist stað- an. Samkvæmt frumvarpinu yrði borginni í sjálfsvald sett hvort af fjölgun borgarfulltrúa yrði. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að skiptar skoðanir hafi verið um fjölg- unina innan borgarstjórnar. „Ég hef litið þannig á að Alþingi eigi að setja þennan ramma, það var Alþingi sem ákvað það einróma á sínum tíma að fjölga ætti borgarfulltrúum. For- sætisnefnd borgarstjórnar hefur ver- ið að vinna til samræmis við það. Borgarstjórn tók á sínum tíma ekki afstöðu með eða á móti frumvarp- inu um fjölgun borgarfulltrúa heldur eftirlét það einstökum borgarstjórn- arflokkum og borgarfulltrúum. Það hafa verið skiptar skoðanir um þetta mál þannig að verði þetta að lögum munum við taka umræðuna upp að nýju.“ Dagur segir að í sínum huga skipti meira máli hvernig störf borg- arstjórnar séu skipulögð heldur en hversu margir borgarfulltrúar sinni þeim. „Ég hef ekki verið neinn sér- stakur talsmaður þess að fjölga borg- arstjórnarfulltrúum. Ég held að talan skipti ekki öllu máli heldur hvern- ig starfið er skipulagt. Í dag eru fjöl- margir varaborgarfulltrúar og aðrir fulltrúar virkir í starfi borgarstjórn- ar og það hvernig þeir hlutir eru út- færðir skiptir ekki minna máli.“ Sjálfstæðismönnum líst vel á Halldór Halldórsson, oddviti Sjálf- stæðisflokksins, fagnar því að stefnt sé að því að leggja frumvarpið fram. „Okkur líst mjög vel á þetta, borgar- fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, mjög vel. Við skrifuðum einmitt þing- flokki Sjálfstæðisflokksins bréf fyr- ir nokkrum mánuðum þar sem við hvöttum til að viðlíka frumvarp Sig- ríðar Andersen yrði samþykkt. Af því varð ekki en við fögnum þessu. Breyti Alþingi þessum lögum þarf borgar- stjórn að taka afstöðu til þess hvort hún haldi sig við þá stefnu að fjölga borgarfulltrúum. Þetta þarf að ger- ast hratt, það er stuttur tími til stefnu. Undirbúningsvinna forsætisnefndar borgarstjórnar hefur gengið út frá því að borgarfulltrúum verði fjölgað í 23.“ Halldór segir að sjálfstæðismenn muni beita sér fyrir því, verði frum- varpið samþykkt, að borgarfulltrúar verði áfram 15. „Það hefur verið okk- ar afstaða. Við höfum ekki séð ástæðu til að fjölga borgarfulltrúum. Þetta er eina sveitarfélagið á landinu þar sem allir borgarfulltrúar eru í fullri vinnu og varaborgarfulltrúar á launum að hluta. Því hefur verið haldið fram að hægt sé að spara það mikið í öðrum kostnaði að aukakostnaður vegna fjölgunar borgarfulltrúa verði ekki verulegur, jafnvel enginn. Við höfum ekki keypt þau rök.“ Líf vill að borgin haldi sínu striki Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna og forseti borgar- stjórnar, er hins vegar þeirrar skoðun- ar að borgin ætti að halda sínu striki og fjölga borgarfulltrúum. „Það hníga mörg rök að því að fjölga borgarfull- trúum. Ég tel það styrkja lýðræðið, líklegra sé að hópur kjörinna fulltrúa verði fjölbreyttari og minni framboð og fleiri sjónarmið fái rödd ef borgar- fulltrúum verður fjölgað.“ Líf bendir á að íbúum borgarinn- ar hafi fjölgað gríðarlega. Borgarfull- trúum hafi verið fjölgað í 21 á kjör- tímabilinu 1982 til 1986 en þá hafi þeim verið fækkað aftur í 15. Árið 1986 var íbúafjöldi í Reykjavík um 91 þúsund manns en á síðasta ári, 2016, bjuggu ríflega 122 þúsund manns í borginni. Borgarstjórn núna endur- spegli ekki þær breytingar sem orðið hafa á íbúaþróun. „Mín persónulega skoðun er sú að við eigum að halda okkar striki og fjölga borgarfulltrúum við næstu borgarstjórnarkosningar. Verði frumvarpið að lögum þurfum við hins vegar auðvitað að ræða mál- ið að nýju.“ n Fagna boðun frumvarpsins Halldór Halldórsson segir að sjálfstæðis- menn sjái enga sérstaka ástæðu til að fjölga borg- arfulltrúum. MynD SigtryggUr Ari Vill að borgin haldi sínu striki Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar, telur að fjölgun borgarfulltrúa muni styrkja lýðræðið í borginni. MynD SigtryggUr Ari Enginn talsmaður fjölgunar Dagur B. Eggertsson telur að skipulag á starfi borgarstjórnar skipti meira máli en fjöldi borgarfulltrúa. MynD SigtryggUr Ari Þurfa ekki að fjölga Svo kann að fara að ekki þurfi að bæta við stólum og borðum í fundarsal borgarstjórnar. MynD ÞorMAr Vignir gUnnArSSon Freyr rögnvaldsson freyr@dv.is Þriðjungur styður ríkis- stjórnina Samkvæmt nýrri könnun MMR, sem fram fór dagana 12. til 26. janúar, mælist Sjálfstæðisflokk- urinn stærstur flokka. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist 24,6 prósent en það er 1,5 pró- sentustigum minna en í síðustu könnun sem lauk 10. janúar 2017. Vinstri-grænir koma næst á eftir með 22,0 prósenta fylgi en það er minnkun um 2,3 pró- sentustig frá síðustu mælingu. Píratar mælast nú með 13,6 pró- senta fylgi sem er einu prósentu- stigi minna en í síðustu mælingu. Í könnun MMR var einnig spurt um stuðning við ríkis- stjórnina. Samkvæmt niður- stöðum könnunarinnar mæld- ist stuðningur við ríkisstjórnina 35,0 prósent sem er mun minni stuðningur en aðrar ríkisstjórn- ir hafa mælst með við upphaf stjórnarsetu og í eina skiptið sem ný ríkisstjórn hefur ekki mælst með stuðning meirihluta kjós- enda. Við upphaf stjórnarsetu síð- ustu tveggja ríkisstjórna mældist stuðningur við þær 56 prósent (S+V) og 60 prósent (B+D). Fylgi Framsóknarflokks- ins mælist nú 12,5% og mældist 10,9% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mælist nú 7,0% og mældist 6,4% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mælist nú 7,0% og mældist 6,3% í síð- ustu könnun. Fylgi Viðreisnar mælist nú 6,8% og mældist 6,9% í síðustu könnun. Fylgi annarra flokka mælist 6,6% samanlagt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.