Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 20
Helgarblað 27.–30. janúar 201720 Fólk Viðtal B irna var alltaf að koma mér á óvart. Hvernig hún hugs- aði og sá veröldina. Ég stóð mig oft að því að hugsa um og dást að því hvernig hún lifði lífinu, en ég þurfti stund- um tíma til að venjast því. Hún var skemmtilegasta manneskja sem ég hef kynnst, alveg frá því að hún fæddist, algerlega að bróður henn- ar ólöstuðum.“ Þetta segir Sigurlaug Hreins- dóttir, móðir Birnu Brjánsdóttur. Íslenska þjóðin hefur syrgt Birnu en minning um unga og bjarta stúlku mun ætíð lifa með íslenskri þjóð, líkt og Guðni Th. Jóhannes- son, forseti Íslands, komst að orði. Sigurlaug, eða Silla eins og hún er gjarnan kölluð, á þá ósk heitasta að við Íslendingar minnumst Birnu sem yndislegrar, ungrar konu, sem var heilsteypt, gefandi, hugmynda- rík og lifði skemmtilegu lífi. Ekki sem stúlkan sem hlaut ömurleg örlög líkt og ítrekað hefur ver- ið fjallað um í fjölmiðl- um, bæði hér heima og erlendis. Und- ir þetta tekur fað- ir hennar, Brjánn Guðjónsson, og vinir Birnu. „Ég þekkti ekki Birnu Brjáns- dóttur. Ég vissi ekki einu sinni að hún væri til. Undanfarna daga finnst mér samt ég hafa kynnst henni svo vel,“ sagði Illugi Jökulsson í pistli á Stundinni og bætti við að nú þegar þjóðin hefði fylgt Birnu hennar hinstu gönguferð, þá sé tóm í lífi Ís- lendinga. Birna sameinaði íslenska þjóð og munu örlög hennar líklega verða til þess að Grænlendingar taki á þöggun um ofbeldi og mis- notkun. En orð fá ekki linað þján- ingar foreldra og vina, sagði Guðni Th. Jóhannesson. Það hvernig við Íslendingar höldum minningu Birnu á lofti, því Birna mun ávallt fylgja okkur, hjálpar foreldrum og vinum að kljást við og lifa með sorginni. Birna var falleg, hæfileik- arík og góðhjörtuð. Hún var húmoristi. Stóð með vinum sínum. Var sjálfstæð. Og elskaði lífið. Þetta er Birna. Munið hana svona. Átti auðvelt með að læra Birna Brjánsdóttir fæddist þann 28. nóvember árið 1996 á Landspít- alanum í Reykjavík. Ljósmóðirin sagði glettin að hún teldi jafnvel að Birna ætlaði að setjast upp á fyrsta klukkutímanum, svo ákveðin var hún. Það einkenni átti eftir að vera eitt af hennar helstu persónuein- kennum. Silla sagði eitt sinn: „Hún er svo sjálfstæð að Ingólf- ur Arnarson bliknaði við hliðina á henni.“ Birna gekk í Álftamýrarskóla sem nú heitir Hvassaleitisskóli. Silla kveðst hafa full aðdáunar fylgst með henni útfæra alls konar hugmyndir en skólinn hafi þó ekki verið í mestu uppáhaldi. „Hún var ekkert mjög upptekin af framtíðinni og lifði mest í núinu. Hún hafði ekki gaman af því að vera í skóla, sitja kyrr og lesa. Hún átti engu að síður auðvelt með að læra og var gríðarlega skapandi,“ segir Silla. „Það sem mér fannst skemmtilegast við hana var að hún var endalaust að koma mér og öðr- um á óvart.“ Foreldrar og vinir eru á einu máli um að Birna var einstaklega fylgin sér. Frasi sem hún hafi til- einkað sér snemma var: „Mamma, ég veit þú meinar vel en ...“ og var þá tilgangslaust að reyna að fá Birnu til að skipta um skoðun. Ákvörðun hafði verið tekin. Vin- ir Birnu segja að hún hafi kennt þeim að sjá lífið í skemmtilegu ljósi og undir það tek- ur Silla, sem segir ánægjulegasta verk- efni lífsins hafi verið að ala Birnu upp. Þegar Silla sendi Birnu afmæliskveðju á Face- book skrifaði hún: „Þegar ég hugsa til hennar frá því hún var lítil þá fer ég alltaf að brosa innra með mér og jafnvel að hlæja upphátt. Hún stendur í hár- inu á hverjum sem er og veit hvað hún vill – það er ekki hægt að biðja um meira.“ Prakkarinn Birna Birna var uppátækjasöm sem barn en Silla minnist þess með hlýju þegar hún fékk upphringingar vegna kvartana. Þegar Silla sett- ist niður til að lesa yfir hausamót- unum á dóttur sinni átti hún erfitt með að halda aftur af hlátrinum. „Yfirleitt var hún með svo góð rök fyrir því sem hún var að gera og það var svo skemmtilegt að tala við hana. Hún var heldur ekki að meiða neinn. Þetta voru lítil og saklaus prakkarastrik, sem dæmi um það þá stálust hún og vinkona henn- ar eitt sinn inn í nærliggjandi mat- vöruverslun. Þegar loks var hringt í okkur foreldrana þá voru þær bún- ar að fylla körfu af matvörum í leik.“ „Ég er Birnupabbi“ Síðustu tvö ár bjó Birna hjá föð- ur sínum, Brjáni Guðjónssyni. Feðginin voru afar náin. Brjánn sagði í samtali við DV þegar lýst var eftir Birnu: „Hún flutti til mín þegar hún varð sjálfráða og við búum hérna saman, við tvö og kötturinn. Við erum rosalega náin og sambúðin er frábær. Hún er pabbastelpa og ég er Birnupabbi.“ Birna lærði á píanó í nokkur ár og hafði gaman af því að syngja líkt og sjá má á myndskeiðum sem fylgja netumfjöllun DV. Þá hafði hún einnig gaman af því að lesa og púsla. Hún átti auðvelt með að vera ein og dunda sér. Brjánn skrifaði á bloggsíðu sína fyrir nokkrum árum: „Ég elska hana óendanlega. Hún Birna mín er rosalegur knúsari og fátt jafn yndislegt eins og faðmlagið hennar, enda var hún mér ofarlega í huga þegar ég samdi lagið „Minn- ing“ – ég sá hana alltaf fyrir mér komandi að knúsa mig og sú hugs- un tárar mig alltaf.“ Birna var mikill dýravinur. Þegar hún bjó hjá föður sínum átti hún kött sem hún nefndi Dreka. Þá var hún vegan og grænmetisæta til skiptis síðustu þrjú, fjögur árin vegna ástar á dýrum sem hún hafði mikla samúð með. Silla segir að Brjánn hafi kvartað nokkuð undan Dreka sem var árásargjarn og átti það til að ráðast á gesti úr launsátri og gera þeim bylt við. „Birna stóð alltaf með Dreka og sagði pabba sínum að hann yrði að breyta framkomu sinni gagn- vart kettinum en Brjánn er mik- ill kattavinur, svo það komi fram,“ segir Silla. „Ég naut þess að vera með þessu fallega ljósi“ n Foreldrar og vinir n Þetta er Birna. Munið hana svona n Góðhjörtuð, traust, fyndin, sterk og stóð með sínum„Ég sá hana alltaf fyrir mér komandi að knúsa mig og sú hugs- un tárar mig alltaf. Kristjón Kormákur Guðjónsson/ Kristín Clausen kristjon@dv.is/ kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.