Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 37
Helgarblað 27.–30. janúar 2017 Lúpínuseyði Gamla góða lúpínuseyðið sem Ævar Jóhannesson framleiddi og gaf fólki í um aldarfjórðung. Uppskriftin er sú sama, en nú er búið að bæta við; engifer, sítrónusafa, stevíu og sítrónusýru og bragðið því talsvert betra og áhrifin sömuleiðis. Lúpínuseyðið hefur gert mörgum gott. Í ævi­ minningum Ævars og á heimasíðu okkar, www.lupinuseydi.is er að finna magnaðar sögur af fólki sem hefur haft gott af því að drekka seyðið. Hvönnin Ætihvönn er ein merkasta lækninga jurt Íslandssögunnar en hvönnin hefur verið notuð allt frá landnámi. Rannsóknir á Raunvísindastofnun hafa sýnt að í hvönn eru efni sem verka á bakteríur, veirur, sveppi og jafnvel á krabbameinsfrumur auk efna sem virðast örva ónæmiskerfið. Ætihvönn hefur verið notuð við meltingartruflunum svo sem krampa og vindi í meltingarfærum og gegn kvilla í lifur. Hvönnin hefur verið talin góð til að losa slím úr öndunarfærum og verið notuð við bronkítis og brjósthimnubólgu og öðrum lungnakvillum. Hvönnin er enn­ fremur talin virka vel gegn tíðu þvagláti, blöðrubólgu, hálsbólgu, kvefi og flensu. Lúpínuseyði með engifer, sítrónu og stevíu Hvönn með engifer, sítrónu, spínati, myntu og stevíu Hvönn með engifer, sítrónu, túrmerik, peru og stevíu Hvönn með engifer, sítrónu, bláberjum og stevíu Drekktu í þig íslenska náttúru þér til heilsubótar Sölustaðir: Hagkaup, Heilsuhúsið, Fjarðarkaup, Bónus, 10-11 Austurstræti og Lágmúla, Blómaval, Raðhús, Vöruval Svarti Haukur ehf s. 517 0110 www.lupinuseydi.is svartihaukur@svartihaukur.is Lífsstíll 29 Snúningur í hringekju„Talið er að allt að 20–30% einstaklinga fái svima, þeir eru á öllum aldri en konur eru líklegri en karlar að fá slíkt inum og augun til þess að halda jafn- væginu. Meðferðin getur verið af ýmsu tagi en byggir oftast nær á því að laga misræmi í innri eyrnagöngum, not- ast við bólgueyðandi eða sýkladrep- andi lyf auk þess að gefa þessu tíma. Fleiri miðtaugakerfiseinkenni Þegar við fáum svima sem byggir á miðlægri orsök kemur hann skyndi- lega og er oftar en ekki um að ræða bráða blóðþurrð eða blæðingu í heilastofni eða litla heila. Stund- um byggja einkennin á æxlisvexti eða breytingum á heilavef í hrörn- unarsjúkdómum. Þessu fylgja iðu- lega fleiri miðtaugakerfiseinkenni samanber taltruflun eða sjóntrufl- anir, jafnvel algert jafnvægisleysi þannig að viðkomandi á erfitt með að standa, hvað þá ganga, og yfir- leitt lagast einkenni lítið þrátt fyrir að breytt sé um stellingu. Oftsinnis fylgir líka mikil ógleði og uppköst. Það er því ekki alveg sama hvað- an sviminn kemur né heldur hversu brátt þarf að bregðast við. Almennt er hægt að segja að líkurnar á að ungir einstaklingar sem eru hraustir fyrir séu ólíklegir til að eiga við alvar- legan vanda í miðtaugakerfinu og ættu að leita læknis á heilsugæslu- stöð eða hjá öðrum sérfræðingum. Áhættan á blæðingu, blóðtappa eða alvarlegri sjúkdómum eykst með aldri og er mikilvægt að muna það þó fyrir alla aldurshópa að ef svimi byrjar skyndilega án nokkurs fyrirvara, sérstaklega ef honum fylgja mikil almenn einkenni til við- bótar eins og ógleði, jafnvægisleysi eða meðvitundarskerðing er mik- ilvægt að láta skoða sig sem fyrst á sjúkrahúsi þar sem þörf er á sér- hæfðri myndgreiningu og meðferð ef um bráðan vanda er að ræða. n Fyrirspurn: Verkir í brjóstum Fyrirspurn: Í sirka tvær vikur er mér búið að vera mjög illt í brjóstunum. Tilfinningin er svipuð og þegar ég var ófrísk. Ég fór til heimilislæknis og hún þreifaði brjóstin og fann ekkert athugavert. Svo í fyrradag (14. jan.) þá bættist við frekar mikil glær og þunn út- ferð úr kynfærum. Ég ákvað að taka þungunarpróf þótt mér fyndist mjög ólíklegt að ég væri ófrísk þar sem karlinn var tekinn úr sambandi eftir seinna barnið og það er rúm vika síðan ég hætti á síðustu blæðingum. Eins og ég bjóst við, þá kom blússandi neikvætt á þungunarprófinu. Þetta er að trufla mig frekar mikið. Mér er illt í brjóstunum stanslaust og útferðin er frekar mikil ( alveg tær, lyktarlaus og þunn). Hvað gæti þetta mögulega verið?“ Svar: „Verkir í brjóstum er frekar algengt vandamál hjá konum. Eins og þú nefnir myndast oft spenna í brjóstum á meðgöngu og einnig fyrir blæðingar. Hormónasveiflur geta einnig haft áhrif á brjóstin og er það langalgengasta ástæða verkja í brjóstum. Krabbamein í brjóstum kemur yfirleitt fram sem einkennalausir hnútar sem hægt er að finna við þreifingu, því er ólíklegt að það sé vandamálið. Stundum geta stoðkerfisverkir komið þannig fram að hægt er að túlka verkina frá brjóstum. Eins getur millirifjagigt valdið mjög sárum verkjum sem geta legið undir brjóstinu, en þeir verkir koma frekar fram við ákveðna hreyfingu eins og öndun eða líkamsbeitingu.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.