Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 30
Helgarblað 27.–30. janúar 201722 Fólk Viðtal is. Vinirnir voru fjölbreyttir og af báðum kynjum. „Ég er mjög þakklát fyrir okkar vinskap.“ Þetta segir Helen Xinwei Chen, sem var fyrsta vinkona Birnu. Þær kynntust á leikskólanum Álfa- borg árið 2000, þremur mánuðum eftir að Helen flutti frá Kína til Ís- lands. Þá voru þær Birna þriggja ára. „Það er eiginlega merkilegt hvað við urðum strax góðar vinkonur þar sem ég sagði ekki stakt orð fyrstu vikurnar eftir að ég byrjaði á leik- skólanum,“ segir Helen og bætir við: „Ég skildi aldrei hvað hún nennti að hanga með stelpu sem sagði ekki orð.“ Helen er handviss um að vinátta Birnu hafi hjálpað henni að komast yfir feimnina og byrja að tala. Eftir leikskóla fóru vinkonurn- ar saman í Álftamýrarskóla. „Það var alltaf gaman að leika við hana. Hvort sem er í frímínútum eða eftir skóla. Birna var alltaf í góðu skapi. Aldrei neitt drama eða vesen í kringum hana, heldur bara gleði.“ Eftir að grunnskólagöngunni lauk skildu leiðir Helenar og Birnu. Þrátt fyrir það áttu þær stórt pláss í hjarta hvor annarrar. Matthildur Soffía Jónsdóttir er ein besta vinkona Birnu í seinni tíð. Hún sagði í samtali við DV að Birna hefði aldrei verið í neinu rugli eða snert eiturlyf. Matthildur sagði í samtali við Vísi um vináttu þeirra: „Hún er yndisleg vinkona. Hún er alltaf til staðar og hún leysir mál fljótt og ekkert drama. Örugglega ein besta vinkona sem ég hef eign- ast á ævi minni. Ég treysti henni fyrir öllu og ég elska hana. Hún er svo klár. Hún er ekki í neinu rugli. Hef sagt þetta áður, hún reykir ekki einu sinni gras. Hún er eldklár og stendur föst á sínu.“ Kennarinn talar „Birna var góður námsmaður, hún dansaði á böllum og tók virkan þátt í félagsstarfi.“ Þetta segir Guðrún Jóna Val- geirsdóttir, sem kenndi Birnu á ung- lingastigi í Álftamýrarskóla. Síðustu daga hafa kerti logað á kennarastof- unni við mynd af Birnu sem var vel metin af kennurum sem og öðru starfsfólki Álftamýrarskóla. Þar stundaði Birna nám frá því hún var sex ára og þar til hún útskrifaðist úr grunnskóla vorið 2012. „Birna hafði svo hlýlega nær- veru, var hæversk og það var svo margt skemmtilegt við hana,“ seg- ir Guðrún og rifjar upp hvað Birna var með útpældan húmor og hnyttin tilsvör, bæði í kennslustof- unni sem og í öðrum samskiptum. Guðrún sér fyrir sér að Birna hefði í framtíðinni starfað við eitthvað sem tengdist fólki. „Hún hefði til dæmis ekki orðið endurskoðandi. Birna átti svo auðvelt með að ná til fólks og var algjör félags- vera,“ segir Guð- rún. Treysti heimin- um – Þetta er Birna Birna tók fólki eins og það var, dæmdi það ekki, en viðmæl- endur DV eru sammála um að fólk hafi sjálfkrafa orðið afslappað í kringum hana, liðið vel og komist í gott skap. Hún óttaðist ekki viðbrögð fólks og sagði alltaf hug sinn en gætti þess að vera nærgætin og hlý. Hún gat verið ögrandi í framkomu en það snerist þó um að leyfa sér að vera hún sjálf. Hún var ekki vísvitandi að reyna að ögra fólki. Sjálfstæði hennar gat birst á þann hátt og hún setti fólki skýr mörk og lét það vita hvað henni fannst. „Það var enginn að fara að stjórna henni og hún stóð með sínu fólki, alltaf. Hún sat ekki hjá að- gerðarlaus ef henni fannst að sín- um veitt,“ segir Silla. „Hún treysti heiminum og treysti lífinu, hún var áhyggjulaus og áræðin. Hún var líka svo góð og passaði upp á tilf- inningar annarra.“ Ein af uppáhaldsstundum Sillu og Birnu var að snæða saman á veitingastöðum. Þá sagði Birna endalausar glettnar sögur úr lífi sínu. „Hún var svo góður sögumað- ur og sögurnar voru svo fyndn- ar. Ég ýki ekki þegar ég segi að ég get enn hleg- ið að þeim. Þá sungum við oft í bílnum og döns- uðum.“ Silla vill að Ís- lendingar muni á þenn- an hátt eftir Birnu. Fallegum, hæfileikaríkum og góðhjörtuð- um húmorista. Stúlku sem þorði að standa á sínu og vildi öllum vel og elskaði heiminn. Þetta er Birna. Munið hana svona. „Ég elskaði hana svo ótrúlega, ótrúlega mikið. Það sem ég er þakklátust fyrir er að ég var með- vituð um það alveg frá því að hún fæddist,“ segir Silla, móðir Birnu. „Það er ekkert sem ég gleymdi að taka eftir á meðan hún óx úr grasi. Ég naut þess að vera með þessu fallega ljósi.“ n Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar „Það var enginn að fara að stjórna henni og hún stóð með sínu fólki, alltaf. Faðir Birnu Birna var mjög náin föður sínum og bróður. Birna og Helen Xinwei Chen ,,Birna var fyrsta vinkona mín á Íslandi,“ segir Helen. Birna brosir Prakkarinn Prakkarasvipur á Birnu. Logi Fannar og Birna Náin systkini. Birna Mynd tekin á árinu 2007. „Hún treysti heiminum og treysti lífinu, hún var áhyggjulaus og áræðin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.