Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 39
Helgarblað 27.–30. janúar 2017 Menning 31 S HELGASON - Steinsmiðja síðan 1953 Óhamingja sem andspyrna Tónlistin þín hefur einmitt oft á tíð- um verið uppfull af einhvers kon- ar tilvistarangist. Veistu af hverju melankólían er svona áberandi tilf- inning í tónlistinni þinni? „Ég hef reynt að semja öðruvísi tónlist, markvisst, alltaf! En tónlistin endar eiginlega alltaf á að verða annaðhvort melankólísk eða reið. Þegar ég var í hljómsveitinni Ofvit- unum var ég viss um að við værum að gera algjöra stuð-popptónlist, en svo fór fólk að tala um að þarna væri svo mikil reiði. Ég gerði mér enga grein fyrir þessu. Þetta hefur örugglega eitthvað með það að gera hvernig karakter ég er – ég er þung- lyndissjúklingur og hef verið frá því að ég var barn. Það kemur örugg- lega sérstaklega fram þegar mað- ur skapar því það er að svo miklu leyti ómeðvitað, maður tjáir eitt- hvað sem er undirliggjandi. Ég hef samt alveg gaman af tónlist sem er ekki melankólísk og hef búið til ým- islegt sem er ekki þannig, en þá hef ég eiginlega aldrei verið ánægður með það – ekki fundist það vera al- veg komið frá mér.“ Ég velti líka fyrir mér hvort melankólían sé á einhvern hátt áhugaverðara eða dýnamískara viðfangsefni en hamingjan til að syngja um? Ég spyr vegna þess að ég rakst nýlega á litla grein eftir Ge- orge Orwell sem heitir „Þess vegna trúa sósíalistar ekki á skemmtun.“ Þar heldur hann því fram að það sé erfitt að miðla hamingju í skáld- skap nema þegar hann er einstök andstæða við stöðuga óhamingju. Þess vegna séu útópískar bókmenntir ófærar um að miðla (stöðugri) ham- ingju á trúverðugan hátt, en Charles Dickens geti það hins vegar í lýsing- um á ójöfnu iðnsamfélaginu, jólin eru raunveruleg hamingja fátæk- linganna því þau koma bara einu sinni á ári. „Já, kannski er bara auðveldara að semja um melankólíu ... En það er líka áhugavert hvað þetta er mis- munandi eftir samfélögum. Ef þú lítur til Brasilíu á sjöunda áratugn- um þegar það er að verða til ákveðin mótmælatónlist, þá snerist hún öll um hamingju. Það var svo mikið volæði og allir höfðu það svo skítt að það fólst ákveðin uppreisn í því að vera glaður. En við búum í einhvers konar velferðarríki þar sem allir virðast hafa það gott, þá felst mót- staðan kannski í því að lýsa því yfir hvað við höfum það í raun ömurlegt. Það er alltaf verið að segja manni að maður eigi að hafa það svo gott, þá fókuserar maður frekar á það sem er að trufla mann – því kannski hefur maður það ekkert svo gott í raun og veru. Ég man eftir viðtali við Fenris úr [norsku black-metal hljóm- sveitinni] Darkthrone, þar sem hann sagði að hann hefði ekkert gaman af tónlist frá fátækari löndum því hún snerist svo oft um hamingju og hann tengdi ekki við hana. Hann vildi bara tónlist frá velferðarríkjum sem fjall- aði um hvað allt er ömurlegt,“ segir Þórir og hlær. „En talandi um Charles Dickens þá frétti ég nýlega að það væri hann sem bæri ábyrgð á þessu þekkta minni í vest- rænni menningu að það eigi að snjóa á jólunum. Það snjó- ar nefnilega eigin- lega aldrei á jólunum í Bretlandi – bara sjö sinnum frá árinu 1900 – en fyrir tilviljun þá snjóaði sex sinnum á fyrstu níu jólum á ævi Dickens. Þannig að það var allaf talað um snjó þegar minnst var á jólin í hans sögum. Þannig varð þetta minni til!“ Af því að ég minntist á Orwell þá langar mig að spyrja um anar- kisma, en þið hafið báðir talað um sjálfa ykkur sem anarkista. Hefur sá hugmynda- straumur ennþá mót- andi áhrif á hugsun þína? „Já, hundrað pró- sent – alveg síðan ég var barn. Ég er mjög vinstrisinnaður en aðhyllist mjög þessa anarkísku hugmynda- fræði. Anarkismi er mjög opið hug- tak sem hefur þróast í margar mis- munandi áttir og þróast líka með manni sjálfum, þú getur spurt hundrað manns og fengið hundrað mismunandi skilgreiningar á anark- isma. En fyrir mig snýst grunnhug- myndin um að allir einstaklingar eigi að hafa sama rétt til að lifa líf- inu á jafnan hátt, maður eigi að bera virðingu fyrir öllum, en líka að mað- ur þurfi að bera ábyrgð á sjálfum sér. Hin ýmsu kerfi snúast um vafasama valdbeitingu og ofbeldi, en þau snú- ast líka oft um að fría sig ábyrgð. Fyrir mig hefur þessi sjálfsábyrgð alltaf skipt miklu máli.“ Vill ekki lifa af tónlistinni Fyrstu sólóplöturnar þínar komu út hjá 12 tónum en flestar plöturnar þínar hefurðu síðan að mestu gefið út sjálfur. Er einhver sérstök ástæða fyrir því að þú hefur ekki verið að gefa út hjá útgáfufyrirtækjum? „Mér fannst það bara ekkert skemmtilegt. Þó það hafi ekki verið neitt áhersluatriði, þá var hvort sem er ekkert mikið meiri peningur í því. Ég er líka rosalega lélegur í þessum hluta tónlistarútgáfu, mér finnst af- skaplega erfitt að eiga að vera að markaðssetja eða fylgja einhverju eftir. En ég hef samt alveg unnið með einhverjum smærri útgáfufyr- irtækjum í gegnum tíðina, sérstak- lega með pönkhljómsveitunum sem ég hef verið í. Þetta er hins vegar fólk sem er að gera hlutina á sama hátt og ég myndi gera þá – nema bara búsett annars staðar í heiminum.“ Undanfarin ár hefur þú unnið á leikskóla en situr nú dags daglega bak við búðarborðið í plötubúðinni Lucky Records við Rauðarárstíg. Hefur þú aldrei látið á það reyna að lifa einungis sem tónlistarmaður? „Jú, ég gerði það til að byrja með, en það er líklega ástæðan fyrir því að ég hætti við það, mér fannst það ekkert gaman. Ég var náttúrlega ekki gamall, vann eiginlega ekki við neitt annað frá 20 til 23 eða 24 ára, nema einstaka vaktir hér og þar. Mér fannst þetta ekkert rosalega skemmtilegt. Ég þurfti að gera ýmsa hluti sem mér fannst óþægilegir, til dæmis gigg sem mig langaði ekki að spila á en þurfti að taka því það var svo vel borgað og svo framvegis. Þá fannst mér bara skemmtilegra að vera í vinnu og gera þetta til hliðar. Svo kynntist ég líka konunni minni á þessum tíma en þurfti alltaf að vera á tónleikaferðum í útlöndum. Það var ekki næs fyrir neinn.“ Stefnulaust dútl Undanfarin ár hefur Þórir verið æ minna í sviðsljósinu en þó koma reglulega út plötur sem fá litla um- fjöllun en nokkur hópur dyggra aðdáenda fylgist þó með. „Fólki finnst maður að- allega spennandi þegar maður að byrja en svo er maður bara orðinn að nafni sem er alltaf þarna. Maður er ekki lengur áberandi og fólk út fyrir ákveðinn hóp veit ekki af manni. En það er alltaf eitthvað fólk sem hefur áhuga – sem kemur mér alltaf á óvart. Fyrir nokkrum árum ákvað ég eigin- lega að hætta þessu og er eiginlega enn- þá á þeim stað. Ég spila til dæmis mjög sjaldan einn á tónleikum, set lítinn fókus á útgáfurn- ar og geri ekki neitt til að kynna eða vekja athygli á þeim. Þegar maður er einn þá er þetta svolítið stefnulaust dútl og stundum grípur maður eitthvað og gefur út.“ Ef útgáfan er ekki markmiðið, hvað er það þá sem drífur þig áfram í að semja tónlist? „Kannski bara ávani,“ segir Þór- ir og hlær. „Auðvitað finnst manni þetta fyrst og fremst gaman. Þetta er bara það sem ég hef verið að dunda mér við heima frá því að ég var fimmtán ára. Ég sem örugglega tíu sinnum meiri tónlist en ég gef út, ég er að prófa að semja eitthvað öðru- vísi, læra á nýjan hugbúnað og svo framvegis, en meirihlutinn af þessu kemur aldrei út. Í gegnum tíðina hef ég til dæmis gert mikið af raftónlist en eiginlega aldrei gefið út, því ég hef ekki verið með neitt viðvarandi raftónlistarprójekt. Ég virðist eigin- lega ekki gefa hluti út nema ég sé að spila þá á tónleikum. Í rauninni hef ég alltaf litið á þá tónlist sem ég geri einn sem hliðarverkefni á meðan það sem ég geri með hljómsveitum hefur verið aðalverkefnið.“ n Tónlist Þóris Georgs má nálgast á: thorirgeorg.bandcamp.com „Ég sem örugglega tíu sinnum meiri tónlist en ég gef út. Afkastamikill Nokkrar af þeim plötum sem Þórir hefur gefið út undir eigin nafni. landeigendum að innheimta alls kyns gjöld þvert á náttúruverndarlög og bíða eftir að „tröllin komi þramm- andi niður úr fjöllunum, öll sem eitt, og sæki framlág um störf í ferða- mannaiðnaðinum,“ svo að vitnað sé í skáld frá 21. öldinni.“ Setningin um framlágu ferða- mannatröllin er tekin úr örsögunni Tröllin í fjöllunum sem kom út í ör- sagnabókinni Perurnar í íbúðinni minni fyrir síðustu jól. Aðrir flokksformenn létu skáld- skapinn vera og vitnuðu raunar lítið sem ekkert í menningarsöguna – nema þá Benedikt sem notaði orð Jóns Sigurðssonar til að undirstrika trú sína á mikilvægri frjálsra við- skipta. n kristjan@dv.is Tómas Guðmundsson Kött Grá Pjé Metsölulisti Eymundsson 18.–24. janúar 2017 Íslenskar bækur 1 Átta vikna blóð-sykurkúrinn Michael Mosley 2 PetsamoArnaldur Indriðason 3 TvísagaÁsdís Halla Bragadóttir 4 Synt með þeim sem drukkna Ann Cleeves 5 AflausnYrsa Sigurðardóttir 6 HeiðaSteinunn Sigurðardóttir 7 SvartigaldurStefán Máni 8 Vögguvísurnar okkarÝmsir höfundar 9 Stúlkan sem enginn saknaði Jónína Leósdóttir 10 Almanak Háskóla Íslands 2017 Þorsteinn Sæmundsson/ Gunnlaugur Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.