Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 32
Helgarblað 27.–30. janúar 201724 Sport Átta gæðaleikmenn sem gætu farið frítt n Feitir bitar í Þýskalandi, Frakklandi og Ítalíu sem verða samningslausir í sumar n Tveir enskir V erða samningslausir næsta sumar – Leikmenn sem gætu spilað í ensku úrvals- deildinni Það þarf vana- lega ekki að eggja ensk úr- valsdeildarfélög lengi til að eyða peningum í nýja leikmenn. Félaga- skiptaglugginn lokar senn og þá ræðst hvaða leikmenn ganga kaup- um og sölum. Nokkrir gæðaleik- menn eru að verða samningslausir og bíða þess í ofvæni að vera boð- inn nýr samningur hjá sama liði eða tilboðum frá öðrum liðum. Hér eru átta eftirsóttir leikmenn sem gætu skipt um lið á næstunni. Four four two tók saman listann. n 1 Sead KolasinacFélag: Schalke Staða: Bakvörður Áhugasöm félög: Juvent- us og Chelsea n Bakverðir þurfa nú til dags bæði að vera góðir í vörn og sókn. Bosníumað- urinn stígur varla feilspor í vörninni og vinnur meirihluta þeirra návígja sem hann kemst í. Þessi 23 ára gamli leikmaður er einnig skæður framar á vellinum. Hann hefur skor- að tvö mörk og lagt upp önnur tvö á leiktíðinni. Hann þykir henta sér- staklega vel í leikkerfinu 3-5-2 svo talið er að bæði Juventus og Chelsea renni til hans hýru auga. Hann hefur verið nokkuð meidd- ur að undanförnu en hefur nú hrist það af sér. Baldur Guðmundsson baldur@dv.is 2 Rachid GhezzalFélag: Lyon Staða: Vængmaður Áhugasöm félög: Tottenham, Everton, West Ham) n Ghezzal hefur verið iðinn við kolann hjá Lyon að undanförnu. Hann spilar nokkuð oft sem fremsti miðjumaður en hefur einnig slegið í gegn á kantinum. Ghezzal, sem er 24 ára, er frábær með boltann og nýtur sín best þegar hann tekur leikmenn á. Hann þykir stundum minna á Arjen Robben. Leikmaðurinn hefur ekki enn samið við Lyon en samningaviðræður hafa tekið tíma. Nokkur félög á Englandi og Spáni hafa sýnt leikmanninum áhuga. Það sem helst veldur vandærðum er skapgerð leikmannsins og óstöðugleiki. 3 Eric Maxim Choupo-Moting Félag: Schalke Staða: Framherji Áhugasöm félög: Óvíst n Eftir að hafa flakkað á milli liða í þýsku Bundesligunni er Choupo-Moting nú orðinn reyndur leikmaður í deildinni. Um er að ræða fjölhæfan sóknarmann sem getur ýmist spilað á kantinum eða frammi. Hann hefur næmt auga fyrir marktækifærum. Hann hefur ekki viljað skrifa undir nýjan samning við Schalke og er sagður vilja spila með liði sem tekur þátt í Evrópukeppni. Hann þykir góður liðsmaður, hefur mikla hæfileika og gæti reynst ýmsum liðum fengur. 4 Gregory SerticFélag: Bordeaux Staða: Djúpur miðjumaður Áhugasöm félög: Werder Bremen og Orlando City n Sertic er djúpur miðjumaður eins og þeir gerast bestir. Hann vinnur sína miðju á miðsvæð- inu þegjandi og hljóðalaust, og gefur liðsfélögum sínum tækifæri á að blómstra framar á vellinum. Í sjö ár hefur hann spilað fyrir framan vörnina hjá Bordeaux og varið hana árásum. Hann hefur meira að segja hlaupið í skarðið í vörninni, þegar meiðsli hafa hrjáð leikmanna- hópinn. Lið í Þýskalandi og Bandaríkjunum hafa borið í hann víurnar en hann verður samn- ingslaus í sumar. Traustur leikmaður sem gerir fá mistök, sem væri fengur fyrir flest lið. 6 Cheikh N'DoyeFélag: Angers Staða: Miðjumaður Áhugsöm félög: West Brom og PAOK n Angers hafnaði í níunda sæti frönsku deildarinnar í vor en stendur nú í harðri fallbaráttu. Liðið er í næstneðsta sæti. Ef það fellur er óvíst að Ndoye framlengi samning sinn við félagið. Þessi öflugi miðjumaður er naut að burðum og hefur auga fyrir markaskorun. Hann er ógnar- sterkur í návígjum og góður varnar- maður en sendingar eru hans helsti Akkilesarhæll. Leikmaðurinn er þrítugur og gæti nýst liði sem vantar leikmann sem lætur til sín taka á miðjunni. Hann er kannski ekki líklegur til að fara í toppliðin í Evrópu en önnur lið ættu að skoða hann vel. 5 Bacary SagnaFélag: Manchester City Staða: Bakvörður Áhugasöm félög: Óvíst n Sagna er búinn að spila í tíu ár í úrvalsdeildinni, lengst af með Arsenal. Þessi 33 ára gamli leikmaður er ábyggi- legur bakvörður, leikinn með boltann og með mikla reynslu. Hann hefur verið inn og út úr stjörnum prýddu liði City á þessu tímabili og virðist ekki vera í uppáhaldi hjá Pep Guardiola. Hann er þrátt fyrir aldur í mjög góðu formi og er nokkuð sterkur í loftinu. Sagna gæti enn átt eftir fáein góð ár í efstu deild. 8 Gonzalo RodriguezFélag: Fiorentina Staða: Miðvörður Áhugasöm félög: Mörg félög í Evrópu n Umboðsmaður leikmannsins José Raul Iglesias greindi frá því á dögunum að hann hefði ekkert heyrt frá forráðamönnum Fiorentina mánuðum saman. Rodriguez er fyrirliði liðsins og gríðarlega öflugur mið- vörður. Ef ekkert gerist í samningsmálum hans bráðlega gæti eitthvert félag stolið þessum 32 ára gamla leikmanni. Vitað er af áhuga ýmissa liða í Evrópu en Rodriguez þykir frábær í tæklingum auk þess að vera afar klókur sendingamaður. Einn af betri miðvörðunum á Ítalíu. 7 Glen JohnsonFélag: Stoke Staða: Bakvörður Áhugasöm félög: West Ham n Johnson hefur spilað um 350 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann er þó enn aðeins 32 ára gamall og hefur bætt sig mjög sem varnarmaður undanfarin ár. Hann féll aldrei í kramið hjá Liverpool og var á köflum gagnrýndur harðlega. Hann er enn frár á fæti þó hann sé ekki eins sókndjarfur og hann var áður fyrr. Hann hefur verið fastamaður hjá Mark Hughes í vetur og var valinn í landsliðið í október, áður en hann meiddist. Stoke gæti samið við hann áfram en vitað er af áhuga annarra liða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.