Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 16
Helgarblað 27.–30. janúar 201716 Umræða Þ egar Stevenson sat við skriftir á suðurhafseyj- unni sinni, heyrði hann guðsrödd hið innra með sér. Hann spurði ekki, fletti ekki upp í bókum. Hann var afburðamaðurinn á há- tindi snilldarinnar, hann fékk opinberanir. Hann var sjúkur, en skrifaði sig heilbrigðan í himnesku brjálæði. Hann las um okkur mennina á stein- límsöldinni og dó úr hjartaslagi.“ Undanfarandi orð er að finna í merkilegri bók eftir einn af mestu stílist- um heimsbókmennta- sögunnar; þetta skrif- aði semsé Knut Hamsun í bókinni sem út kom eftir seinni heimsstyrj- öldina, þegar hann var að verða níræður og bæði mátt þola ákær- ur um landráð, og vist á geðveikrahæli; hér er að sjálfsögðu um að ræða „Grónar götur“ í þýð- ingu Skúla Bjarkan. Og Stevenson sem hann skrifar um er skoskur kollegi Hamsuns, og reynd- ar ekki minna frægur: Robert Louis Stevenson. En sögu hans og skáld- skap er rakið að rifja upp nú, því að nýkomin er á íslensku í heild sinni hans alfrægasta bók: „Fjársjóðseyj- an“ (Treasure Island). Sögur um jafnt ævintýri sem geðklofa Stevenson var 19. aldar maður, fæddur 1850 en lifði ekki lengi, dó 1894 (öfugt við Hamsun, sem hér var vitnað til; hann fæddist líka upp- úr miðri 19. öld, en lifði fram á miðja tuttugustu). Stevenson er einn af mest þýddu höfundum bókmennta- sögunnar, og hefur verið mærður af helstu snillingum, eins og til dæmis Borges, Brecht, Proust, Con- an-Doyle, Hemingway, Kipling og Nabokov. Stevenson var fæddur í Skotlandi og var brjóst- veikur frá barnsaldri svo að hinn raki svali Bret- landseyja hentaði hon- um ekki; á fullorðins- árum fann hann betra loftslag á Samóaeyj- um í Kyrrahafi, en lést þar semsé rúmlega fer- tugur, eftir að hafa ferð- ast um Bandaríkin og víðar. Tvær af bókum Srevenson hafa orðið langfrægastar, og önn- ur þeirra gerist í þoku- slungnu bresku borg- arumhverfi: „The Strange Case of Dr. Jekyll and Mr. Hyde“ – sú dimma stúdía á tvíeðli sálarinnar, og hef- ur af sumum verið talið lykilrit í þróun skilningar- innar á geðklofa – hún kom út í nýrri íslenskri þýðingu Árna Óskarsson- ar fyrir fáeinum árum, og upp úr henni hafa verið gerðar frægar kvikmyndir. Vegna lélegrar heilsu var lífið Stevenson að sjálfsögðu um margt mótdrægt, og mörg ævintýri sem ungt fólk lætur sig dreyma um stóðu honum ekki til boða. Og menn hafa getið sér þess til að það hafi hann bætt sér upp með ímyndunar- afli og frásagnargleði, en hin fræga bók hans sem nú er nýútkomin á ís- lensku, Fjársjóðseyjan, mun hafa átt upphaf sitt þannig að hann þurfti að segja ungum frænda skemmtilega kvöldsögu. Og útkoman varð hin stórbrotna frásögn bókarinnar. Talandi páfagaukar Fjársjóðseyjan er ekta ævintýrasaga. Hún hefst á því að dularfullur mað- ur, greinilega á flótta og að fela sig fyrir veröldinni, kemur á breska krá við sjávarsíðuna, og að honum látn- um finnst í fórum hans kort af suður- hafseyju og með leiðbeiningum um hvar á henni megi finna sjóræningja- fjársjóð. Og það er að sjálfsögðu búið út skip og haldið af stað. Segja má að þarna sé komin svona ekta bresk ævintýrbók, frá blómatíma heims- og flotaveldisins, og hefur kláran skyldleika við jafn ólíka höfunda og Guðrúnartúni 4, 105 reykjavík Sími: 533 3999 www.betraGrip.iS Opið virka daga frá kl. 8–17 Smurdagar 15% afSláttur af vinnu Og efni daGana 15. janúar-28. Febrúar „Í himnesku brjálæði“ n um afburðamanninn stevenson á hátindi snilldarinnar Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja „En það er merkilegt dæmi um hæfileika Stevenson, „afburðamannsins á hátindi snilldarinnar“ svo við vitnum aftur í Knut Hamsun, að foringi óvinanna í Fjársjóðseyjunni er jafnframt mest heillandi og ógleymanlegasta persóna bókarinnar. Robert Louis Stevenson Einn af mest þýddu höfundum bók-menntasögunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.