Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 48
Helgarblað 27.–30. janúar 2017 7. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 K R A F TU R FÉLAG UNGS FÓLKS SEM GREINST HEFUR MEÐ KRABBAMEIN OG AÐSTANDENDUR STYRKTU KRAFT MEÐ MÁNAÐARLEGU FRAMLAGI. Skráðu þig á www.lifidernuna.is LÍFIÐ ER NÚNA! ÞAÐ ÞARF KRAFT TIL AÐ TAKAST Á VIÐ KRABBAMEIN H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Ég er Royalisti! Endurkoma sítrónubúðings n Mikil tíðindi urðu í matarmenn- ingu Íslendinga nú á dögunum. Þá tilkynnti fyrirtækið Royal að aftur væri hafin fram- leiðsla á hinum sígildu og bragð- góðu sítrónubúð- ingum fyrirtæk- isins. Framleiðsla búðingsins lagðist af um skeið, mat- gæðingum til mik- illar mæðu, en vegna fjölda áskor- ana ákvað fyrirtækið að endurvekja framleiðsluna og fæst sítrónu- búðingurinn nú í betri matvöru- verslunum. Þessu fagna margir og meðal þeirra er Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar. Líf er forfall- inn aðdáandi Royal-búðinga, svo mikill raunar að hún hélt upp á fer- tugsafmæli sitt í gömlu verk- smiðju Royal- fyrirtækisins. Sunna að skilja n Eiríkur Jónsson greinir frá því á vefsíðu sinni að Sunna Gunnars Marteinsdóttir, aðstoðarkona Gunnars Braga Sveinssonar, standi í skilnaði. Eiríkur gefur það í skyn að þau Gunnar Bragi eigi í sambandi en neðst í grein Eiríks stendur þó að Sunna aftaki með öllu að skilnaður hennar tengist á nokkurn hátt „samstarf- inu við Gunnar Braga“. Minna má á spá Völvu DV, sem sagði um áramótin að til tíðinda myndi draga í einka- lífi Gunnars Braga á árinu. Á myndinni, sem tekin var á nýju ári, sjást þau með sendiherra Bandaríkjanna. Tístið kom í bakið á Loga Aðstandendur Myrkra músíkdaga létu Loga Bergmann bragða á eigin meðulum F jölmiðlamaðurinn Logi Berg- mann er þekktur hrekkjalómur og hefur strítt ótal vinum sínum í gegnum tíðina. Það kom því vel á vondan á dögunum þegar aðstand- endur Myrkra músíkdaga gerðu ræki- lega at í Loga. Forsaga málsins er sú að Logi og vinkona hans, Margrét Marteinsdótt- ir, fyrrverandi dagskrárstjóri á Rík- isútvarpinu, hafa árum saman gert grín sín á milli að Myrkum músíkdög- um. „Okkur finnst þetta svo fyndin samkoma því þetta er svo mikið ekki okkar stöff. Þetta byrjaði sem einhver brandari, Margrét að spyrja mig hvað ég ætli að sjá á Myrkum þetta árið og alls konar pælingar sem spunnust út úr því sem er ótrúlega fyndið því ég tengi nákvæmlega ekkert við þetta,“ segir Logi í samtali við DV. Logi tísti síðan í fyrra eftirfarandi: „Shit hvað mér finnst alltaf fyndið þegar fólk að spila nútímatónlist þykist vera að spila eftir nótum. #myrkirmús- íkdagar“. Þetta skens fór greinilega ekki framhjá aðstandendum hátíðar- innar sem ákváðu að skjóta til baka. Eiginkona Loga, Svanhildur Hólm, lýsti því á Facebook að hún hefði ver- ið að keyra heim á dögunum þegar hún heyrði auglýsingu í útvarpinu um Myrka músíkdaga. Í auglýsingunni var klykkt út með þessum orðum: „Hlökk- um til að sjá þig og Loga Bergmann“. „Ég fékk póst um daginn þar sem sagt var að ég ætti hátíðarpassa og gæti boðið einhverjum með. Svo kom þessi útvarpsauglýsing sem var auðvitað stórkostleg. Ég var í sminki, að fara að lesa fréttir, þegar Svanhildur hringdi í mig og hálf gargaði á mig. Ég vissi ekki hvað hefði gerst, ég hélt að eitthvað hefði komið fyrir börnin, henni var svo mikið niðri fyrir,“ segir Logi hlæjandi. Logi er ákveðinn í að fara enda kann hann að meta gott grín. „Mér finnst þetta ógeðslega fyndið. Ég ætla auðvitað að fara og taka Möggu með, sjá eitthvert stórkostlegt stöff sem ég tengi ekkert við.“ n freyr@dv.is Logi fer á Myrka Logi Bergmann fékk grínið sem hann gerði að Myrkum mús- íkdögum ræki- lega í bakið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.