Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 12
Helgarblað 27.–30. janúar 201712 Fréttir „Það er mjög óþægilegt að horfa á þessa þætti“ Fangar og fangaverðir segja frá upplifun sinni af sjónvarpsþáttaröðinni Föngum S jónvarpsþáttaröðin Fangar hefur svo sannarlega vak- ið athygli þjóðarinnar núna í byrjun árs. Þáttaröðin fjallar um aðalpersónuna Lindu, sem Þorbjörg Helga Dýrfjörð túlkar, og hvernig líf hennar hrynur þegar hún er færð í kvennafangelsi í Kópavogi eftir að hafa ráðist á föð- ur sinn, þekktan mann úr viðskipta- lífinu, og veitt honum lífshættulega áverka. Í fangelsinu hittir Linda fyr- ir aðrar konur sem hafa farið út af sporinu í lífinu, misharnaða glæpa- menn sem allar hafa sögu að segja úr heimi grimmdar og ofbeldis. Í helstu hlutverkum er margar af dáðustu leikkonum þjóðarinnar sem sumar hverjar eru nánast óþekkjanlegar í hlutverkum sínum. DV ræddi við nokkra einstak- linga sem tengjast Kvennafangelsinu á einhvern hátt og spurði þá hvort sjónvarpsþættirnir endurspegl- uðu andrúmsloftið sem ríkti innan veggja fangelsisins. Fyrsti viðmælandinn er kona sem dvaldi um langt skeið í Kópavogi en er núna vistuð í fangelsinu á Hólms- heiði. Hún vill ekki láta nafns síns getið en fyrir tveimur árum skrifaði hún nafnlausa pistla um upplifun sína af vistinni í Kópavogi. Hún seg- ir að pistlarnir hafi greinilega verið handritshöfundum, Margréti Örn- ólfsdóttur og Ragnari Bragasyni, innblástur og segist hafa kunnað að meta ef samband hefði verið haft við hana í tengslum við undirbúning þáttanna. „Það er mjög óþægilegt að horfa á þessa þætti. Þeir ná vel andrúms- loftinu og stemmingunni sem ríkti í Kvennafangelsinu. Það sem er helst öðruvísi er auðvitað að karlar voru yfirleitt í meirihluta þegar ég dvaldi þarna en í þátttunum eru bara kon- ur innan veggja fangelsisins. Ég kannast við marga karaktera og að mínu mati er þetta svona bræðing- ur af raunverulegu fólki. Það kemur líka margt fram þarna sem er byggt á minni eigin reynslu og ég hefði kunnað að meta það ef handrits- höfundurinn hefði haft samband við mig og borið það undir mig. Þau vita alveg hver ég er,“ segir konan. Að hennar sögn fylgjast þeir sem þar eru vistaðir spenntir með hverjum þætti. Hér á opnunni eru nokkur brot úr pistlum konunnar sem aðdáendur sjónvarpsþáttanna gætu tengt við. Kunni betur við sig í blönduðum hópi DV ræddi við hina hollensku Mirjam sem afplánar um þessar mundir dóm fyrir aðild að fíkniefnasmygli. Mirjam situr inni í nýja fangelsinu á Hólmsheiði en dvaldi í í Kópavogs- fangelsi í nokkra mánuði árið 2015, skömmu áður en fangelsinu var lok- að. Í samtali við blaðamann seg- ist Mirjam hafa séð nokkur brot úr þáttunum, en takmörkuð íslensku- kunnátta hafi þó gert henni erfitt fyr- ir að skilja allt sem þar fer fram. „En mér skilst á til dæmis einni konu sem situr inni með mér að það sé einfaldlega of erfitt fyrir hana að horfa á þættina. Hún sat inni í Kópavogsfangelsinu á meðan rann- sóknarvinnan fyrir þættina fór fram og hún sér greinilega að ein persón- an er byggð á henni sjálfri.“ Hún segir það augljóst að sumar persónur þáttanna eigi sér skýrar fyr- irmyndir, og þá sérstaklega ein. „Þó ég skilji ekki allt sem fer fram í þátt- unum, þá þurfti ég ekki annað en að sjá leikkonuna sem leikur yfirfanga- vörðinn í þáttunum. Það er alveg greinilegt að sú persóna er byggð á fangaverði sem var einu sinni í Kópa- vogsfangelsinu, en hún er reyndar hætt núna.“ Mirjam dvaldi í fangelsinu á Ak- ureyri í tæp tvö ár áður en hún kom á Hólmsheiði. Hún nefnir að ólíkt því sem sést í þáttunum hafi fanga- hópurinn í Kópavogi, og síðar á Ak- ureyri, alltaf verið samansettur af bæði kvenkyns og karlkyns föngum. „Satt best að segja kunni ég betur við mig þegar hópurinn var blandaður, það var allt öðruvísi stemning. Þegar eingöngu konur eru vistaðar saman, eins og hér á Hólmsheiði, þá eru andrúmsloftið allt öðruvísi.“ „Ég geri ráð fyrir að það séu viss atriði í þáttunum sem séu gerð ýkt- ari eða dramatískari en þau eru í raun og veru,“ segir Mirjam jafn- framt og nefnir til að mynda atriði þar sem sjá má fangana neyta vímu- efna innan veggja fangelsisins. „Eft- irlitið er virkilega strangt þannig að það er svo sannarlega ekki auð- velt að smygla inn efnum. En ég hef vissulega séð fanga gera ótrúlegustu hluti til að komast í vímu. Mér skilst líka að í þáttunum sé atriði þar sem aðalpersónunni er bannað að taka með sér snyrtivörur sem innihalda alkóhól. Ég hef bókstaflega stað- ið við hliðina á fólki og horft á það innbyrða snyrtivörur til þess eins að flýja raunveruleikann. Það er nú bara þannig að þeir sem eru örvæntingar- fullir, þeir finna alltaf einhverja leið.“ Konur sem afplána fangels- isdóma eiga oft að baki áralanga fíkniefnaneyslu, líkt og fram kem- ur í þáttunum. Mirjam tekur hik- laust undir það. „Konurnar sem ég hef kynnst hafa upplifað hroðalega hluti, svo ógeðslega að það er varla hægt að tala um það,“ segir hún en ólíkt meirihluta kvenkyns fanga á Mirjam sér ekki sögu um fíkni- efnaneyslu og ólst að eigin sögn upp við hefðbundnar aðstæður í heima- landi sínu. Það er þó annað sem hún á sameiginlegt með kvenkyns sam- föngum sínum. „En eitt sem ég held að nær all- ir kvenkyns fangar eiga sameigin- legt er að hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi. Oftast nær kynferð- isofbeldi. Þær eru allar brotnar á einhvern hátt,“ segir hún og heldur áfram. „Sama í hvaða landi fangels- ið er, eða hvort um er að ræða karla- eða kvennafangelsi þá eru alltaf viss- ar óskráðar reglur sem þú þarft að læra. Eins og það að þú þarft alltaf að vera að passa hvað þú segir og hvað þú gerir. Þú þarft alltaf að vera skrefi á undan.“ Frelsissviptingin hræðileg DV ræddi einnig við 27 ára konu sem sat inni í Kvennafangelsinu í Kópa- vogi í þrígang á árunum 2011 til 2014 en hún hafði verið í neyslu fíkniefna frá unglingsaldri og hlaut dóma fyr- ir ofbeldis-, þjófnaðar- og hegn- ingarlagabrot. Þegar fangahópurinn var stærstur dvöldu 13 manns á sama tíma og hún í fangelsinu. Hún seg- ir þættina að vissu leyti endurspegla hvernig það sé að dvelja í kvenna- fangelsi á Íslandi, en ekki að öllu leyti. „Mér finnst til dæmis verið að gera fangaverði að einhvers konar „vond- um körlum“. Fangaverðirnir sem ég kynntist í mínum þremur úttekt- um voru ekkert nema almennilegir einstaklingar sem lögðu sig alla fram við að gera dvölina manns bærilegri. Í dag, tæpum 3 árum seinna, þá er ég með að minnsta kosti tvo fangaverði á Facebook. Einnig var alltaf mjög vel tekið á móti gestunum mínum. Það var ekki svona leiðinlegt viðmót eins og í þættinum,“ segir hún og bætir við að í raun hafi henni fundist gaman að sjá þættina og bera það saman við þær aðstæður sem hún kynntist á sín- um tíma í fangelsinu. Aðspurð um hvort einhverj- ar persónur í þáttunum séu kunn- uglegar svarar hún játandi. „Maður þekkir alveg einhverjar, en mér finnst þessar persónur allar svo stórlega ýkt- ar. Það var svo mikið af „venjulegu“ fólki þegar ég var. En það glittir alveg í nokkrar stundum þegar maður horfir á sumar persónurnar.“ Hvað er það helsta sem þú tengir við? „Það væri þá helst að koma fyrst í fangelsi. Ég tengdi mikið við það, man hvað ég var mikill „töffari“ en á sama tíma var ég svo skíthrædd að vera komin í fangelsi. Ég var einmitt líka svo hissa þegar allar snyrtivörurnar mínar voru teknar og ég mátti ekki fá neitt sem innhélt alkóhól.“ Hvað var það versta við að sitja inni? „Erfiðast fannst mér að vera virk- ur alkóhólisti í fangelsi. Þegar ekkert dóp var til að þá var einn dagur eins og mánuður að líða, og maður var svo ómögulegur. Í seinustu úttekt var ég orðin edrú. Þá var það versta sem ég upplifði að eiga unnusta úti sem var í neyslu þegar ég var lokuð inni í fang- elsi. Mér fannst innilokunin og frels- issviptingin hræðileg.“ Aðbúnaður allt annar í dag „Þetta er vissulega skáldskapur þar sem ýmislegt er fært í stílinn og hlutirnir skiljanlega ýktir miðað við þann raunveruleika sem við bjugg- um við þegar Kópavogsfangelsið var í rekstri. Aðbúnaðurinn er að mestu leyti í samræmi við hvernig hlutirn- ir voru enda var húsnæðið ekki hannað með þarfir fangelsisrekstr- ar í huga,“ segir Páll Egill Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar ríkisins, í samtali við DV. „Persónu- sköpun í þáttunum er góð. Vist- AA-fundir og afslappað andrúmsloft „Herbergið er opnað klukkan átta á morgnana og þá komumst við niður í eldhús í morgunmat og kíkjum í Mogg- ann, Fréttablaðið og Fréttatímann. Ég horfi á sjónvarpið, CCTV, Bíórásina, Stöð 2 sport, Stöð 2, Bravó, Popp tv og RÚV, hlusta á útvarpið og ég læri að prjóna, hekla og sauma. Ég les bækur sem ég fæ sendar að heiman en hér er fábrotið bókasafn, um 60 bækur. Ég fæ DVD hjá fangavörðunum eða sendingar frá Aðalvídeóleigunni. Ég teikna, skrifa og hugsa og hugsa. Hér eru líka kennd fög úr MK, t.d. íslenska, enska og stærð- fræði. Við fáum borgað fyrir að vera í skólanum, 600 krónur á tímann. AA- fundir eru þrisvar í viku og við megum fá sponsor í heimsókn, “ skrifaði konan í pistlinum „Andinn er frjáls en líkaminn í járnum“ sem birtist þann 4. júní 2014 í Kvennablaðinu. Með þessum orðum lýsir konan ágætlega þeim heimilislega anda sem svífur yfir vötnum í sjónvarpsþáttun- um. Vistmenn eru í eilífri baráttu við að drepa tímann með afþreyingu eða lærdómi og því er ágætlega komið til skila. Þá hafa AA-fundirnir verið áber- andi í söguþræðinum og sérstaklega samband aðalpersónunnar Lindu og „sponsorsins“ Breka sem leikinn er af Birni Thors. Snyrtivörurnar gerðar upptækar Aðalpersóna þáttanna, Linda, er forréttindakona fram í fingurgóma og augljóst er að hún telur sig ekki eiga heima í fangelsinu. Mikið er gert úr því að hún er vön því að vera vel til höfð og var barátta hennar fyrir snyrtivörum sínum áberandi í fyrsta þætti. Það sama upplifði viðmælandi DV. „Þegar ég kom inn var White musk ilmvatnið tekið af mér, Lancome kornamaskinn, Dove brúnkukremið, Listerine munnskolið, Esteer lauder rakakremið og Moroccan oil sjampóið því það stendur litlum stöfum „alcohol“ á þeim og svoleiðis nokkuð hefur einhvern tímann verið drukkið í fangelsum. Augnhárauppbrett- arinn var líka tekinn, plokkarinn, yddarinn og meikið því það er í gleri. Ég hef ekki enn komist að því hvernig ég get skaðað mig eða aðra með augnhárauppbrettara eða yddara en ef ég fæ brjálæðiskast, sem ég geri aldrei, gæti ég eflaust brotið meikdolluna og meitt mig. Ég þurfti líka að senda til baka strigaskóna mína sem voru skreyttir tveimur þriggja sentímetra keðjum því allar keðjur eru bannaðar í fangelsum,“ skrifaði hún á sínum tíma. „Maður þekkir alveg einhverjar, en mér finnst þessar persónur allar svo stórlega ýktar. Páll Winkel Mynd HeiðA HelgAdóttir Björn Þorfinnsson Auður Ösp guðmundsdóttir bjornth@dv.is/ audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.