Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 29
Helgarblað 27.–30. janúar 2017 Fólk Viðtal 21 „Ég naut þess að vera með þessu fallega ljósi“ n Foreldrar og vinir n Þetta er Birna. Munið hana svona n Góðhjörtuð, traust, fyndin, sterk og stóð með sínum Birna og besta vinkonan Matthildur Soffía Jónsdóttir og Birna voru mjög nánar vinkonur. Sjálfstæð og sterk Þessi mynd er mjög lýsandi fyrir Birnu, segir Silla. Lét ekki stjórnast af skoðunum annarra Þegar rætt er við vini og fjölskyldu eru þeir sammála um að Birnu hafi verið sama um hvaða skoðun aðr- ir höfðu á henni. Það hvarflaði ekki að henni að velta því fyrir sér hvaða hugmynd aðrir höfðu um hana. Hún var bara Birna og kom til dyr- anna eins og hún var klædd. „Hún gat alltaf rökstutt sitt val og ákvarðanir. Þær breyttust ekki. Á endanum lærði ég að henni yrði ekki haggað og samþykkti það sem hún sagði án frekari málalenginga,“ segir Silla. Birna var nægjusöm og keypti föt sín í búðum sem seldu notuð föt. Var það gert af hugsjón, ekki af fjárhags- vandræðum. Áður hefur komið fram að Birna var með svartan húmor. Hún hafði gaman af að kynnast fólki frá öllum heimshornum. Náin bróður sínum og afa og ömmu Birna og bróðir hennar, Logi Fann- ar Brjánsson, voru afar náin og miklir vinir. Þau gátu talað um allt milli himins og jarðar og áttu saman ófá hlátursköst. Þá stóðu þau oft saman gegn foreldrum sín- um ef þeir stungu upp á hugmynd- um sem öðru þeirra hugnaðist ekki. „Þá mátti ég vanda mig ef ég ætl- aði að ná árangri,“ segir Silla. Logi Fannar sótti Birnu yfirleitt í vinnuna, og hafði unun af því. Logi saknar mest litlu hlutanna, til dæmis að Birna komi ekki lengur inn og spjalli við köttinn Dreka. „Hann gerði allt fyrir hana og hún kenndi honum mjög fljótt að mæta tímanlega. Hún var ekki týp- an sem beið úti í kuldanum. Hann mætti alltaf á slaginu eftir að hún hafði gert honum grein fyrir því.“ „Hún var líka góður vinur for- eldra minna, ömmu sinnar og afa, en hún sagði þeim til frá unga aldri. Það gerðist bara núna síð- ast um jólin að hún bað afa sinn um að kaupa sér dekkri skyrtu, af því ömmu hennar fannst hann svo sætur í dekkri skyrtu.“ Vinirnir Viðmælendur DV segja að Birna hafi ekki þola drama og forðaðist rifrildi og ósætti. Vinir hennar hafi verið fljótir að kynnast innbyrð- Birna með kettinum Dreka Dreki var í miklu uppáhaldi hjá Birnu og voru þau mestu mátar. „Birna var góður námsmaður, hún dansaði á böllum og tók virkan þátt í félagsstarfi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.