Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.2017, Síða 18
Helgarblað 3.–6. febrúar 201718 Fréttir Erlent Bjarni Blöndal Löggiltur fasteignasali bjarni@fastlind.is Sími 662 6163 Ég kann að meta eignina þína Bandaríkin væru fátækari án þeirra t ilskipun Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, þess efnis að banna fólki frá sjö ríkjum að koma til Banda­ ríkjanna hefur vakið reiði margra. Tilskipunin tekur til ríkis­ borgara Íraks, Írans, Líbíu, Sómalíu, Sýrlands, Súdans og Jemen en ríkin eiga það sameiginlegt að þar eru múslimar í meirihluta. Mann­ réttindasamtök og ríkisstjórnir heilu ríkjanna, þar á meðal Íslands, hafa gagnrýnt bandarísk yfirvöld. Fjölmargir þekktir Bandaríkja­ menn, einstaklingar sem hafa skarað fram úr á sínu sviði, eiga rætur sínar að rekja til þessara landa. Steve Jobs, stofnandi Apple, á rætur að rekja til Sýrlands eins og grínistinn Jerry Seinfeld. DV skoðar hér nokkra þekkta bandaríska ríkis­ borgara sem eiga það sameigin­ legt að eiga rætur að rekja til þeirra ríkja sem tilskipun Trumps tekur til. Þetta eru ýmist einstaklingar sem hafa gert það gott í tæknigeiranum, skemmtanabransanum eða sem íþróttamenn. Ljóst er að hefði tilskipun Trumps, eða einhvers annars for­ seta, verið í gildi þegar foreldrar eða afar og ömmur þessara einstaklinga fluttu til Bandaríkjanna, hefði þeim að líkindum ekki gefist tækifæri til að skara fram úr líkt og þeir gerðu. Tekið skal fram að úttektin er alls ekki tæmandi. n Fólkið sem við myndum líklega ekki þekkja ef Donald Trump hefði alltaf verið forseti Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Umdeildur Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir tilskipun sína þess efnis að banna ríkis­ borgurum ákveðinna landa að koma til Bandaríkjanna. MynD EPA Andre Agassi Tennisspilari Faðir þessa magnaða tennis­ kappa, Emmanuel Agassi, var boxari frá Íran. Emmanuel flutti til Bandaríkjanna frá Íran árið 1952 en átján árum síðar kom Andre Agassi í heiminn. Andre er af mörgum talinn einn besti tennisspilari sögunnar en hann vann átta risatitla á ferli sínum auk þess sem hann varð Ólympíumeistari árið 1996. Jerry Seinfeld Leikari og uppistandari Jerry Seinfeld er einn þekktasti grínisti Bandaríkjanna og þótt víðar væri leitað. Móðir Jerry Seinfeld, sem er fæddur árið 1954, heitir Betty en hún er dóttir hjónanna Selim og Salha Hosni sem voru frá Aleppo í Sýrlandi. Þau komu sem flóttamenn til Bandaríkjanna árið 1909 með skipinu S.S. Hudson. Pierre Omidyar Frumkvöðull og stofnandi eBay Pierra Omidyar er 49 ára milljarða­ mæringur sem er búsettur í Nevada. Omidyar er líklega best þekktur fyrir að hafa stofnað uppboðsvefsíðuna eBay sem nýtur mikilla vinsælda. Eigur hans eru metnar á rúma átta milljarða Bandaríkjadala. Omidyar er sonur íranskra hjóna, sem bæði voru læknar, sem fluttu til Bandaríkjanna þegar hann var enn barn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.