Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 20
20 Páskablað 11. apríl 2017fréttir K ostnaður við stjórnsýslu fá- mennustu sveitarfélaga landsins nemur í sumum til- fellum allt upp í 34 prósent- um af skatttekjum þeirra. Al- gengt er að kostnaður við yfirstjórn og skrifstofuhald sé þetta á bilinu 20 til 30 prósent af skatttekjum. Fram- lög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skipta mörg umrædd sveitarfélög afar miklu máli í rekstrarlegu til- liti og eru þess nokkur dæmi að þau framlög séu yfir helmingur af tekjum sveitarfélaganna. Sveitarstjórnarráð- herra er þeirrar skoðunar að æski- legt væri að sveitar- félög sameinuðust og stækkuðu en vill ekki að það gerist með valdboði. Í sextán sveitar- félögum á Íslandi var íbúafjöldi und- ir 300 manns árið 2015, samkvæmt gögnum Hagstof- unnar. Fámennasta sveitarfélagið það ár var Árneshrepp- ur á Ströndum, en þar bjuggu 54 íbúar, en hið næst- fámennasta var Tjörneshreppur þar sem íbúar voru 59 talsins. Skylt að veita margvíslega þjónustu Samkvæmt lögum þar að lútandi veita sveitarfélög íbúum sínum margs konar þjónustu. Lögbundin verkefni sveitarfélaga eru meðal annars að sinna velferðarþjónustu, svo sem rekstri grunnskóla og leik- skóla, að sinna æskulýðsstarfsemi og félagsþjónustu. Þá er sveitarfé- lögum skylt að sinna veituþjónustu, gatnagerð, brunavörnum og við- líka. Auk þess er þeim skylt að sinna stjórnsýsluhlutverki sem í felst til að mynda heilbrigðiseftirlit, byggingar- eftirlit auk annars. Sömu skyldur hvað þetta varðar eru lagðar á herð- ar öllum sveitarfélögum, óháð íbúa- fjölda. Það geta þau gert af sjálfsdáð- um, með sjálfstæðum félögum eða fyrirtækjum eða í samstarfi við önnur sveitarfélög og jafnvel einkafyrirtæki. Tekjur af útsvari, sköttum og úr Jöfnunarsjóði Tekjur sveitarfélaga eru að stofninum tilkomnar með útsvarsgreiðslum en þau hafa einnig tekjur af fast- eignasköttum og ýmsum þjónustu- gjöldum. Þá fá sveitarfélög fram- lög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, ærið mishá. Hlutverk sjóðsins, sem í meginatriðum hefur tekjur sínar frá ríkissjóði af hlutfalli skatttekna og af hlutfalli útsvarstekna sveitarfélaga, er að jafna mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga og jafna tekjur þeirra miðað við sambærileg sveitarfélög. Verða að treysta á framlög Af sveitarfélögunum 16 eru þrjú sem hafa yfir helming tekna sinna frá Jöfnunarsjóði. Þetta má lesa út úr sundurliðuðum ársreikningum sveitarfélaganna sem birtir eru á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þess ber að geta að Skorradalshrepp- ur hafði ekki skilað ársreikningum þegar gögnin voru birt. Hlutfall framlaga úr Jöfnunarsjóði af tekjum sveitarfélaganna var hæst í Akrahreppi í Skagafirði, en hlutfall framlags sjóðsins í tekjum sveitar- félagsins var árið 2015 56,8 prósent. Akrahreppur fékk það ár úthlutað rúmum 85 milljónum króna úr Jöfnunarsjóði á meðan skatttekjur af útsvari og fasteignasköttum námu tæpum 65 milljónum króna. Í hreppnum bjuggu árið 2015 194 manneskjur. Hin sveitarfélögin tvö voru Reyk- hólahreppur á sunnanverðum Vestfjörðum og Skagabyggð við Húnaflóa. Hlutfall framlags Jöfn- unarsjóðs í tekjum fyrrnefnda sveitarfélagsins var 56,3 prósent og hins síðarnefnda 53 prósent. Í Reyk- hólahreppi bjuggu árið 2015 268 manneskjur en í Skagabyggð bjuggu 99 manns. Reykhólahreppur fékk út- hlutað 155 milljónum úr sjóðnum og Skagabyggð 44 milljónum. Þá hafði Súðavíkurhreppur um það bil helming tekna sinna árið 2015 frá Jöfnunarsjóði, 49,3 prósent. Þar bjuggu þá 204 manneskjur og var framlag sjóðsins til sveitarfélags- ins 101 milljón króna. Framlag Jöfnunarsjóðs til hinna sveitarfélaganna er þetta á bilinu 34 til 43 prósent af tekjum þeirra, með fjórum undantekningum. Það eru Tjörneshreppur á Tjörnesi, sem fékk ríflega 16 prósent tekna sinna úr sjóðnum, en í hreppnum bjuggu árið 2015 59 manns, og Kjósarhrepp- ur, þar sem bjuggu 216 manns, fékk aðeins 9 prósent tekna sinna úr sjóðnum. Telja á sér brotið Hin sveitarfélögin tvö eru Fljótsdals- hreppur á Héraði og Ásahreppur í Rangárvallasýslu. Hið fyrrnefnda fékk aðeins 186 þúsund krónur úr sjóðnum og hið síðarnefnda ekki neitt. Alls fengu sveitarfélögin 16, utan Skorradalshrepps sem ekki liggja fyrir upplýsingar um, 654,5 milljónir króna úr Jöfnunarsjóði árið 2015. Fljótsdalshreppur og Ásahreppur eru raunar meðal fimm sveitarfé- laga sem stefnt hafa Jöfnunarsjóði og innanríkisráðherra vegna laga- setningar árið 2012 sem olli því að framlög Jöfnunarsjóðs til þeirra voru skert verulega. Var það gert á grundvelli þess að sveitarfélögin hefðu heildarskatttekjur verulega umfram landsmeðaltal á hvern íbúa. Ástæða þess að svo er í Fljóts- dal er sú að hreppurinn hefur veru- lega fasteignaskatta af mannvirkj- um tengdum Kárahnjúkavirkjun, svo sem stöðvarhúsi virkjunarinn- ar. Ásahreppur hefur svo tekjur af virkjunum við Sigöldu, Vatnsfell og Hrauneyjafoss og verði af frekari virkjunum í Þjórsá munu þær tekj- ur aukast enn frekar. Sveitarfélög- in halda því hins vegar fram í stefnu sinni að með lagabreytingunum hafi verið gengið á bak fyrirheita sem gefin voru þegar verkefni voru flutt til sveitarfélaganna, einkum og sér í lagi flutningur á grunnskólum frá ríkinu. Yfirstjórn og skrifstofa taka hátt hlutfall Svo sem segir í upphafi fréttarinnar er kostnaður við yfirstjórn sveitar- félaganna líka ærinn, sem hlutfall af tekjum þeirra. Sé aðeins horft til skatttekna en ekki framlaga Jöfn- unarsjóðs blasir við eftirfarandi mynd: Rekstur yfirstjórnar sveitar- félaganna, það er rekstrarkostnaður vegna kjörinna fulltrúa og rekstur skrifstofu, er á almennt á bilinu 20 til 28 prósent af skatttekjum þeirra. Kostnaðurinn er hlutfallslega enn hærri í þremur sveitarfélögum. Það eru Reykhólahreppur, þar sem kostnaðurinn nemur 32 prósentum af skatttekjum sveitarfélagsins, Árneshreppur, þar sem kostnað- urinn er 33 prósent, og Súðavíkur- hreppur, en þar er kostnaðurinn af rekstri yfirstjórnar og skrifstofu 34 prósent af skatttekjum. Þau þrjú sveitarfélög þar sem þessi kostnaður er hlutfallslega lægstur eru Akrahreppur, þar sem kostnaðurinn er 13,4 prósent, Sval- barðshreppur, þar sem hann er 14 prósent, og Fljótsdalshreppur, þar sem kostnaðurinn nemur 16 pró- sentum af skatttekjum. Ráðherra vill ekki sameiningar með valdboði DV sendi spurningar á Jón Gunnars- son, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, og spurði hvort hann teldi, í ljósi framangreinds, að þörf væri á ráðast í sameiningu sveitar- félaga til að styrkja rekstrarlegan grundvöll þeirra. Þá var ráðherrann jafnframt spurður hvort hann teldi að slíkt ætti að gera með valdboði eða með öðrum hvötum. Í skriflegu svari við fyrirspurn DV vísar ráðherra í stefnumörkun Sam- bands íslenskra sveitarfélaga þar sem fram komi að styðja skuli við stækk- un og eflingu sveitarfélaga með frjáls- um sameiningum og eflingu íbúa- lýðræðis. Jafnframt skuli hins vegar standa fyrir umræðu og skoðun á mögulegum sameiningum sveitarfé- laga og eflingu sveitar stjórnarstigsins eftir öðrum leiðum. Jón segir að innan ráðuneytis síns hafi verið í gangi verkefni sem miði að því að gaumgæfa stöðu og framtíð sveitar- stjórnarstigsins hér á landi, greina það og skilgreina leiðir og tækifæri sem kunni að verða til þess að styrkja það enn frekar „því við viljum búa svo um hnútana að sveitarfélögin Stjórnsýslan étur upp allt að þriðjung skatttekna Fjögur af fámennustu sveitarfélögunum fá um og yfir helming tekna frá Jöfnunarsjóði Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Sveitarfélög á Íslandi eru 74 í dag en voru lengst af allri tuttugustu öld vel yfir 200 talsins. Árið 1950 voru þau 229 og hafa ekki í aðra tíð verið fleiri. Með breytingum á sveitarstjórnarlögum árið 1986 var félagsmálaráðherra heimilað að sameina sveitarfélög þar sem íbúar voru færri en 50 samfleytt í þrjú ár. Árið 1986 voru sveitarfélög í landinu 223 talsins en árið 1990 hafði þeim fækkað í 204 með beitingu þessarar heimildar. Árið 1991 skipaði Jóhanna Sigurðar- dóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, nefnd sem ætlað var að leggja fram til- lögur um skipan sveitarfélaga í landinu og var sú skipan alvarlegasta tilraunin til sem gerð hefur verið til að breyta skipan sveitarfélagamála. Á grundvelli tillagna þeirrar nefndar voru gerðar tillögur að sameiningu sveitarfélaga og var kosið um þær sameiningartillögur í 185 sveitarfélögum í október 1993. Hefðu þær sameiningartillögur verið sam- þykktar hefðu orðið til 32 sveitarfélög á grunni þeirra 185 þar sem kosið var en 11 sveitarfélög stóðu fyrir utan. Tillögurnar stráfelldar Það er skemmst frá því að segja að sameiningartillögurnar voru stráfelldar um nánast allt land. Aðeins ein samein- ingartillaga af 32 var samþykkt og úr varð sveitarfélagið Snæfellsbær. Hins vegar voru sveitarfélög sameinuð nokk- uð víða á grunni atkvæðagreiðslnanna þar eð lög heimiluðu að sameina mætti sveitarfélög þar sem 2/3 þeirra hefðu samþykkt í atkvæðagreiðslu. Strax við sveitarstjórnarkosningarnar árið 1994 voru sveitarfélögin orðin 171 talsins. Næsta áratug urðu margar sameiningar einnig með frjálsum sameiningum og árið 2002 voru sveitarfélögin orðin 105, hafði fækkað um 91 á átta árum. Fækkaði jafnt og þétt Árið 2003 var enn farið í átak til eflingar sveitarstjórnarstigsins og árið 2005 var kosið um 17 sameiningar í 66 sveitar- félögum. Enn á ný varð lítið ágengt í kosningunum, aðeins ein sameiningar- tillaga var samþykkt. Sameiningar urðu hins vegar fleiri í kjölfarið, líkt og á tíunda áratugnum, og urðu þær alls tíu. Þegar kosið var til sveitarstjórna árið 2006 voru sveitarfélög á landinu orðin 79 talsins. Lítið hefur gerst síðan þá og sveitar- félögum aðeins fækkað um fimm á ára- tug. Kristján Möller varð sveitarstjórn- arráðherra Samfylkingarinnar á árunum 2007 til 2009 og setti fram hugmyndir um að lágmarksíbúafjöldi sveitarfélaga yrði 1.000 manns. Þegar Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, varð síðan ráðherra sveitarstjórnarmála eftir kosningarnar 2009 var slíkum hugmyndum kastað fyrir róða. Fárra kosta völ Síðasta sameining sveitarfélaga sem orðið hefur að veruleika var sameining Álftaness og Garðabæjar í ársbyrjun 2013. Hún var samþykkt með litlum meirihluta í Garðabæ en yfirgnæfandi meirihluti íbúa Álftaness samþykkti hana. Áttu þeir líklega fárra kosta völ, fjárhagsvandi sveitarfélagsins var slíkur á þeim tíma að yfir það var sett fjárhaldsstjórn sem gerði sameininguna einmitt að tillögu sinni. Saga sameininga sveitarfélaga Vill ekki þvinga fram sameiningar Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitarstjórn- arráðherra, telur æskilegt að styrkja sveitarfélögin en vill ekki sameina þau með valdboði. Fámenn sveitarfélög Hlut- fallslegur kostnaður fámennra sveitarfélaga við yfirstjórn og rekstur skrifstofu getur numið allt að þriðjungi skatttekna þeirra. Gerði tillögur um sameiningu Jóhanna Sigurðardóttir gerði tillögur um um- fangsmiklar sameiningar sveitarfélaga í upphafi tíunda áratugarins, þegar hún var félagsmálaráðherra. MYnd EYþóR ÁRnaSon Súðavík Súðavíkurhreppur hefur fast að helmingi tekna sinna úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. MYnd ISMEnnT.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.