Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 79
Guðrún Veiga Guðmundsdóttir (31) mannfræðingur,
förðunarfræðingur og snappdrottning með meiru:
Guðrún Veiga er þekktust fyrir skemmtilegt snapp og líflega
framkomu. Hún er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er gift
Guðmundi Þór Valssyni og eiga þau tíu ára gamlan son,
hann Val Elí, og von er á næsta afkvæmi þann 9. maí næst-
komandi. Guðrún Veiga er með meistaragráðu í mannfræði
frá Háskóla Íslands og er útskrifaður förðunarfræðingur frá
Reykjavík Makeup School.
Fáránlega forvitin „Ég hef áhuga á öllu og alls konar. Ég er fáránlega forvitin, ókei –
hnýsin er eiginlega rétta orðið. Skýli
mér reglulega á bak við þá afsökun
að ég sé mannfræðingur og áhugi
minn á lífi og högum annarra sé
eingöngu af akademískum toga –
nei nei, það er rosalega akademískt
þegar ég skoða ókunnugt fólk á
Facebook og velti því fyrir mér
hvernig það hefur efni á að fara til
útlanda ellefu sinnum á ári. MEÐ
FJÖGUR BÖRN. Suma hluti þurfa
mannfræðingar einfaldlega að skoða
og skilja.“
Í fullu starfi við að snúa
sér reglulega í sófanum
„Það sem ég er mestmegnis upp-
tekin við þessa dagana er að gæta
þess að fá ekki legusár vegna óléttu.
Lykilatriði að snúa sér reglulega í
sófanum og lítið mál að gera það að
fullu starfi,“ segir Guðrún Veiga og
brosir.
Gult og guðdómlega gleðilegt
Síðastliðið sumar vakti brúðkaup
þeirra hjóna mikla athygli, sérstak-
lega vegna litaþemans sem var
einstaklega fallegt og snappið frá
brúðinni. „Brúðkaupið okkar var
stórkostlegt. Gult og guðdómlega
gleðilegt. Jú, það var svolítið grátt
líka. Gult og grátt voru þemalitir
brúðkaupsins. Eiginmaðurinn vildi
hafa litina gula og bláa – eins og
í einhverri sænskri fermingu eða
á sumarhátíð hjá Ikea. Guði sé lof
að ég er talsvert frekari en hann.
Lykillinn að því að svona viðburð-
ur verði vel heppnaður er að eiga
stórskemmtilega fjölskyldu og vini.
Eins og við búum svo óskaplega
vel að eiga. Við komum ekki nálægt
veislunni sjálfri, enda var ég búin að
vera afar upptekin í marga mánuði
við að grenja yfir snittuuppskriftum
og svitna yfir servíettubrotum. Já,
mín forgangsröðun fyrir
veisluna var útlit hennar númer eitt,
tvö og þrjú. Allir með síma sífellt á
lofti og allt varð þetta að koma vel
út á Instagram. Ég hugsaði ekki
einu sinni út í hvernig upplifun
veislan yrði.“ Að sögn Guðrúnar
Veigu varð veislan samt sem áður
besta partí í heimi, þökk sé þeim
sem stóðu þeim næst. „Við komum
ekki nálægt einu einasta skemmti-
atriði en þau stóðu yfir í góða
þrjá tíma og brúðhjón og
gestir ýmist grenjandi
eða gargandi úr hlátri.
Ó, ég væri til í að
upplifa þennan dag
aftur og aftur og aftur.
Ef ég þyrfti ekki að
borga fyrir hann, þú
veist,“ segir Guð-
rúnu Veiga lúmsk á
svipinn.
Á enn eftir að
finna hann í fjöru
Hvað kemur helst upp í
minningunni frá stóra
deginum ykkar? „Gestur-
inn sem hellti fullu glasi
af rauðvíni yfir kjólinn
minn á dansgólfinu
seint um kvöldið. Ég
á enn eftir að finna
hann í fjöru og
lúskra duglega á
honum.“ Brúðar-
kjóllinn vakti
mikla athygli
og forvitnilegt
að vita um
tilurð hans.
„0,4 sekúnd-
um frá bón-
orði geispaði
ég orðunum
„ég ætla að
vera í gulum
kjól“ í andlitið á
tilvonandi eigin-
manni mínum. Strax daginn eftir fór
ég á stúfana. Eðlilega, kjóllinn varð
að vera þess eðlis að ég gæti svo-
leiðis baðað mig upp úr athygli allan
brúðkaupsdaginn og helst allt árið
á eftir, samanber þetta viðtal. Ég
sótti mér innblástur á internetinu
og vistaði myndir eins og vindurinn.
Ég fór svo með mínar hugmyndir til
saumasnillingsins Báru Atladóttur
og hún sauð mínar hugmyndir og
suð saman í eitt og úr varð
fallegasti kjóll sem ég hef
augum litið. Ég væri alltaf
í honum ef ég væri búin
að lufsast með hann í
hreinsun. Hann er enn
svolítið rauðvínsleginn.
Já, gott er að skjóta því
að að frestunarárátta er
einn af mínum helstu
ókostum. Ég geri ekkert
í dag sem ég get mögu-
lega gert á morgun.
Eða hinn.“
Sautján þúsund fylgj-
endur á snappinu
Snappdrottning,
hvernig ætli
hefðbundið líf sé
hjá henni þessa
dagana? „Ah, það
er eitthvað lítið
hefðbundið við
lífið þessa dag-
ana. Ég er kasólétt
orðin og kolvitlaus í
skapinu. Ligg eins og
sjóþrútinn rekaviður í
sófanum allan daginn.
Að borða Toblerone.
Og íhuga hvað á að
vera í kvöldmatinn.
Og hvort það sé
til nóg sælgæti í
eldhússkápunum
fyrir næturbröltið.
Bölvað næturbrölt
og sífelld þvaglát – tvennt sem ein-
kennir líf mitt þessa dagana. Ég get
sko ekki beðið eftir því að fá mér
rauðvínsglas, sæmilega bumbulaus
og ekki þurfandi á salernið. Já, ég
sagði það.“ Fylgjendur Guðrúnar
Veigu eru í kringum sautján þúsund
og virðast vera á öllum aldri að
hennar sögn. „Ég hef bæði verið
föðmuð af fjörgamalli konu í Ikea
og svo bent á mig í skólanum hjá
syni mínum: „Hei, sloppakonan af
Snapchat.“ Það eru teljandi líkur á
því að um það bil fimmtán þúsund
manns haldi að ég eigi ekkert
annað en blessaðan baðsloppinn
minn.“ Hver ætli galdurinn sé við að
vera góður snappari, hljóta margir
að hugsa. „Fyrir mína parta er
engin stórkostleg stærðfræði á
bak við vinsældir á miðli á borð
við Snapchat eða nein ráð sem
virka eitthvað betur en önnur.
Ég lærði samt fljótt að einblína
ekki á einhverjar fylgjendatölur,
vinsældir skila manni ekkert
endilega langt. Grimm fylgjenda-
söfnun með alls konar aðferðum
er oft meira fráhrindandi en hitt.
Ég hef gaman af tali og texta-
smíð og það virkar fyrir mig inni
á Snapchat. Ég hef ekki nokkra
hugmynd um hvað dregur fólk
að mér eða öðrum snöppurum,
þannig séð. Það virkar að vera
einhver sem fólk samsamar sig við
og getur tengt við. Einhver pass-
lega eðlilegur sem tekur sjálfan
sig ekki of alvarlega. Annaðhvort
nær maður til fólks eða ekki. Þetta
er ekki mikið flóknara held ég.
Heilmikil vinna þó, meiri en flestir
ímynda sér.“
Páskaegg og tuskuóður eiginmaður
Páskarnir eru framundan og Guðrún
Veiga er búin að plana fríið að
nokkru leyti. „Ég er búin að éta
þrjú páskaegg í fullri stærð. Stefni
á þrjú, ókei sex, til viðbótar. Ætli ég
muni ekki mestmegnis liggja áfram
á sófanum. Horfandi á tuskuóða
manninn minn undirbúa komu
dóttur okkar. Áður en sonur okkar
fæddist sprittaði hann alla veggi og
þreif gólflistana með eyrnapinnum.
Ég er spennt (og óttaslegin í bland)
að sjá hverju hann tekur upp á núna
þessi elska,“ segir þessi dásamlega
kona, sem kemur öllum í gott skap,
með bros á vör.
LIFIR LÍFINU
LIFANDI MEÐ
SNAPCHAT
ÁSTFANGIN UPP
FYRIR HAUS
Guðrún Veiga glæsileg í
fallega gula brúðarkjóln-
um og eiginmaður hennar
Guðmundur Þór á stóra
deginum.
GLÆSILEGUR Valur Elí, sonur þeirra
Guðrúnar Veigu og Guðmundar Þórs skartar
hér fallegri gulri slaufu í tilefni stóra dagsins.
STUÐBOLTAR
Brúðurinn bregður
á leik með gestum
sínum, ávallt líf og
fjör þar sem Guðrún
Veiga er.
FLOTT Í GULA SLOPPNUM
Guðrún Veiga kemur vel út með múnína-
álfabollann í hönd í gula sloppnum tilbúin
að spjalla við Snapchat fylgjendur sína.