Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 78

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 78
LEYNDARDÓMAR REYKJAVÍK FASHION FESTIVAL Fyrir um það bil 2000 árum dó Jesús Kristur. Stuttu síðar reis hann upp frá dauðum. Það er vitað mál. Nokkrum árum fyrr hafði hann fæðst. Það fer ekkert á milli mála að hann fæddist 25. desember. Það er almennt sam­ þykkt. En það virðist ekki jafn mik­ ilvægt að vita hvenær nákvæmlega hann dó eða hvenær hann reis aftur upp frá dauðum. Við fögnum páskunum vegna þess að Jesús dó og hann reis upp þremur dögum síðar. En páskar geta verið allt frá 22. mars til 25. apríl. Við slump­ um bara á dagsetningu eftir hentisemi. En alltaf á sunnu­ degi. Það verður að vera einhver regla á þessu. Og fólk skal ekki voga sér að mæta í vinnuna fimmtudag, föstudag, laugardag, sunnudag eða mánudag um páskana. Það skiptir engu máli á hvað þú trúir. Svona er þetta. Ertu trúlaus? Þegiðu. Trúir þú á eitthvað annað? Það er trú­ frelsi á Íslandi, en haltu kjafti. Spurðu þig bara hvaða ár er. 2017. Af hverju er árið 2017? Af því þá fæddist Jesús. Þá hófst heimurinn eins og þú þekkir hann. Það er enginn þarna að telja dagana frá miklahvelli. Við teljum dagana síðan hinn smurði smiður frá Nasaret fæddist. Þetta er almennt sam­ þykkt um allan heim. Því tökum við saman höndum, leggjum niður vinnu á fimmtudag og/eða föstudag (fer eftir því hversu mikill fáviti yfirmaður þinn er), hugsum aðeins um Jesú sem fórnaði sér til að bjarga okkur frá syndum okkar. Hugsum um það. Íhugum það vel. Látum fórnina ekki vera til einskis. Nýtum fríið sem Jesús gaf okkur til að gera það sem við viljum, helst eitthvað sem telst synd samkvæmt kristinni trú. Drýgjum helst dauðasyndirnar sjö: Hroka, öfund, reiði, ágirnd, þunglyndi, ofát og munúðarlífi. Syndg um til þess að Jesús hafi ekki hangið á krossinum að ástæðulausu, svona eins og fólkið sem er pyntað og myrt af trúarlegum ástæðum á hverjum degi deyr að ástæðulausu. Það sem ég er að reyna að segja: Njótum páskanna. Gerum það fyrir Jesú. Kveðja: Leiðinlegi gaurinn PáSKA-PISTILL Mikið var um að vera þegar stærsti tískuviðburður Íslands, RFF, fór fram. Þar stigu á svið glæsileg og föngu­ leg módel frá Eskimo sem sýndu nýjustu hönnun frá sex hönnuðum; Myrkvu, Cintamani, Magneu, Inklaw, Anitu Hirlekar og Another Creation. Umgjörð tískusýningarinnar var hin glæsilegasta og ekkert var til sparað. Margir frægir tískuljós­ myndarar voru viðstaddir, þar á meðal Íslandsvinurinn Andrew Kuykendall, einn þekktasti tískuljós­ myndari heims, sem tók nokkrar af þessum myndum. Hátíðin er um­ fangsmikil og að slíkri uppsetn­ ingu eru nokkur hundruð manns baksviðs sem tryggja að allt líti vel út á tískupöllunum. Þar eru módel sem sýna, hár­ og förðunarteymi ásamt ýmsum fleirum sem hjálpa módelum að hafa sig til, og stýra baksviðsmálum. Eskimo sá um „casting“ á fyrirsætunum, Label.m sá um hár og Reykjavik Makeup School sá um förðun með NYX cosmetics vörum. Við Breiðhöfða / Sími: 511 0000 / www.Bilalind.iS GLÆSILEG Margrét Hrafns lét sig ekki vanta á svæðið og var í góðum félagsskap með þeim Sean Borg og lafði Victoriu Hervey.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.