Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 34
34 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Páskablað 11. apríl 2017 Móðir stúlku sem var 7 ára þegar Daði nam hana á brott. – DV Hugsað í lausnum Margir eru hrifnir af því framtaki IKEA að byggja tugi íbúða fyrir starfsmenn og leigja út á sann­ gjörnu verði. Framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, sagði í viðtali á dögun­ um að hann hefði orðið var við að starfsmenn hans væru í húsnæðis­ vandræðum og einhverjir byggju jafnvel í lélegu iðnaðarhúsnæði. Þetta hefði með­ al annars orðið til þess að IKEA ákvað að fara í húsbyggingar. Guð- finna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks­ ins, er hæstánægð með þessa ákvörðun og segir á Facebook­ síðu sinni að það væri óskandi að Þórarinn hefði verið borgarstjóri í Reykjavík síðustu árin. Þórar­ inn hefur margsýnt að hann kann að reka fyrirtæki og það er rétt hjá Guðfinnu að meirihlutinn í borg­ arstjórn mætti ýmislegt af honum læra, eins og til dæmis að hugsa í lausnum og leysa skjótt og vel úr vandamálum. Enga bíla, takk! Meirihlutinn í borgarstjórn hefur verið sakaður um að vera í herferð gegn einkabílnum. Nú er komið í ljós að sú gagnrýni á fullan rétt á sér. Starfs­ menn Reykja­ víkurborgar fá sérstakan sam­ göngustyrk hjóli þeir, gangi eða taki strætó í vinnuna. Þeir sem fara til vinnu á rafbílum, sem sannarlega eru umhverfisvænir, fá hins vegar engan slíkan styrk. Borgarstjóri átti í nokkrum erfið­ leikum með að réttlæta þetta í viðtölum um helgina. „Það eru alveg jafn margir bílar í um­ ferð þó allir séu komnir á rafbíl,“ sagði hann í viðtali við RÚV. Þá er ljóst hver stefna meirihlutans í borginni er: „Enga bíla, takk!“ Sá sem rændi barninu mínu gengur laus Edda Dröfn gagnrýnir greiðsluþátttökukerfi krabbameinssjúkra. – DV Auðvitað er ég þakklát fyrir að vera á lífi Gunnar Jakobsson, dæmdur barnaníðingur. – DV Ég hef verið pedófíll alveg frá upphafi E nn finnast furðuleg boð og bönn sem tengjast hinum kristilegu helgidögum og eru til marks um strangleika og kreddufestu. Það er til að mynda algjör tímaskekkja að lög í landinu banni skemmtanahald á föstu­ daginn langa. Engum ætti að vera sérlega annt um þessi lög. Þau eru barn síns tíma. Flestir þeir sem komnir eru til vits og ára muna eftir föstudeginum langa, eins og hann var hér áður fyrr. Það var dagur sem sannarlega stóð undir nafni því honum ætlaði ein­ faldlega aldrei að ljúka. Þann dag var beinlínis ætlast til þess að fólki leiddist sem mest. Sá sem fékk þá hugmynd að fara út í frelsið og njóta dagsins kom alls staðar að lokuð­ um dyrum. Nema kirkjudyrunum, sem voru galopnar á þessum degi. Það hentaði þeim kristnu og kirkjuræknu vel en var ekki beinlín­ is sú skemmtun sem aðrir leituðu að. Nú eru blessunarlega aðrir tímar en samt eimir enn eftir af hinum gamla hugsunarhætti að nauðsynlegt sé að hafa vit fyrir fólki á ákveðnum dögum. Páskaboðskapurinn kemst mæta vel til skila þótt einhverjir stundi þá daga opinbert hopp og hí. Í fréttatímum fjölmiðla er vand­ lega sagt frá kirkjuhaldi, boðskapn­ um í páskaræðum prestanna og ávarpi hins ástsæla páfa í Róm. Undanfarin ár hafa svo fengið að fljóta með fréttir af páskabingói Vantrúar á Austurvelli. Ekki hefur orðið vart við almenna hneykslun landsmanna vegna bingósins. Ætli það sé ekki fremur almennt álit landsmanna að ef menn vilja koma saman og spila bingó á op­ inberum helgidögum þá megi þeir það? Nú hafa ungir Píratar boðað til skemmtidagskrár á föstudaginn langa sem mun örugglega ekki valda neinum usla í þjóðfélaginu. Við búum blessunarlega í landi þar sem almenn kristin gildi eru höfð í heiðri en það þýðir ekki að við eigum að þröngva fólki til hálf­ gerðs meinlætalífs á helgidögum. Ríkið á að leyfa fólki að eyða frí­ dögum sínum eins og það sjálft vill en ekki setja lög um hvað það megi ekki gera þá daga. Prestar landsins eiga að styðja frelsi fólks til athafna um leið og þeir bjóða alla vel­ komna inn í hús Drottins. Og þang­ að koma sannarlega margir. Kirkj­ unnar menn eiga að gleðjast yfir því og fagna hverjum og einum. Þeir eiga óhræddir að tala máli ná­ ungakærleiks og boða umburðar­ lyndi og víðsýni. Þeir eiga að tala og starfa á þann hátt að jafnvel þeir sem játa aðra trú eða telja sig trú­ lausa, en eru um leið ötulir tals­ menn góðvildar, geti kinkað kolli og samþykkt boðskap þeirra. Prestar eiga að vita manna best að páskaboðskapurinn ratar til sinna þótt einhverjir séu að skemmta sér. Gleðilega páska, kæru lands­ menn! n Drungalegi dagurinn Myndin Páskar Sumarið er á næsta leiti og jafnvel þótt veðurspáin sé í kaldara lagi flykkist fólk í blómabúðirnar og gerir sig klárt í garðvinnuna. mynD SiGtryGGur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Samt eimir enn eftir af hinum gamla hugsunarhætti að nauðsynlegt sé að hafa vit fyrir fólki á ákveðnum dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.