Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 81
Gott í gogginn
11. apríl 2017 Ábyrgðarmaður og umsjón: Steinn Kári Ragnarsson / steinn@dv.is
KYNNINGARBLAÐ
Kaffihúsið sem alltaf
vantaði í Breiðholtið
Gamla Kaffihúsið, DRAfNARfeLLI 18, 111 ReYKjAvíK
GeitingahGamla kaffihúsið er hlýlegur staður í Drafnar-felli í Breiðholti. Unnur Arna
Sigurðardóttir, einn eigenda þess,
er ákaflega ánægð með frábærar
móttökur viðskiptavina. „Það var
brýn þörf á að fá gott kaffihús í
hverfið hér sem er rótgróið og rólegt
svæði. Hér býr margt fólk og alls
ekki allir sem vilja fara niður í bæ til
þess að fá sér góðan kaffibolla og
finnst notalegt að setjast inn hjá
okkur,“ segir hún. „Það hefur vakið
mikla lukku að við bjóðum einnig upp
á mat og við erum t.d. alltaf með
tvær mismunandi gerðir af súpum í
hádeginu og rétt dagsins. Þannig að
það má segja að við séum nokkurs
konar bistró. Hádegismatartíminn
stendur yfir frá kl. 12.00–14.00.“
Ljúffengar steikur
Unnur segir að matseðillinn sé ekki
stór, en sætur og með sérvöldum,
bragðgóðum réttum. „Gestir hafa
verið afar hrifnir af eðalbrauðunum
okkar en þau er tvisvar sinnum
stærri en hefðbundin rúnstykki og
fyllt með laxi, kjúklingasalati eða
mínútusteik. Allan daginn eru síðan
á boðstólum ljúffengar steikur;
nautasteik með bearnaise- eða
piparsósu og fær fólk sér þá gjarn-
an rauðvínsglas með máltíðinni og
röltir svo satt og sátt heim til sín, í
göngufæri. Gamla kaffihúsið okkar
er heimilislegt og fólki finnst þægi-
legt að setjast hér niður og lesa
eða spjalla við vinalegan þjóninn.
við erum með bókahillu sem fólk
getur seilst í og fundið sér lesefni.
fólk getur bæði tekið bækur og
gefið þær sem það hefur lesið og
vill að aðrir njóti.“
Kökuhlaðborð á sunnudögum
„Á sunnudögum er alltaf köku-
hlaðborð hjá okkur upp á gamla
móðinn á milli kl. 15.00–17.00 en
það kostar aðeins 2.000 krónur og
er kaffi þá innifalið. Þetta er nokkuð
sem fólk hefur saknað og þykir dá-
samlegt að geta tekið upp þennan
skemmtilega gamla sið að fara í
kaffihlaðborð á sunnudagseftir-
miðdögum,“ segir Unnur og brosir
hlýlega um leið og hún kemur því á
framfæri að hún þakki innilega fyrir
frábærar móttökur gesta.
Gamla kaffihúsið, Drafnarfelli 18,
111 Reykjavík. Sími: 511-1180. Nánari
upplýsingar má nálgast á Face-
book-síðu Gamla kaffihússins.
Nýbakað brauð
og fínerí
Girnilegar brauðtertur á Gamla kaffihúsinu