Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 74
Páskarnir eru í nánd, það er vor í lofti og allir bíða spenntir eftir sumrinu.
Það er tilhlökkunarefni að hugsa
til sumarsins því lífið verður svo
miklu skemmtilegra þegar sólin
hækkar á lofti, fólkið verður léttara
í lund og brosmild andlit lífga upp
á tilveruna. En það er líka fleira
að hlakka til, endurkoma Séð og
Heyrt sem gerir lífið skemmti
legra. Þessa dagana er verið að
vinna að endurkomu blaðsins með
nýju útliti, með nýju útgáfuformi
og nýjum áherslum. Ætlunin er að
gefa út Séð og Heyrt einu sinni í
viku með Helgarblaði DV í nýju
formi sem og opna nýja vefsíðu
með pomp og prakt. Áhersla
verður lögð á að vera með jákvætt
og áhugavert efni með fréttum,
frásögnum, viðtölum og myndum
af fólki við hin ýmsu tækifæri, sem
gerir lífið skemmtilegra. Þetta er
allt saman í þróun og mótun og
framtíðin er björt hjá Séð og Heyrt.
Gleðin verður höfð í fyrirrúmi
og áhersla verður lögð á að fjalla
um það sem vel er gert, það
sem gleður mannshjartað, meðal
annars með fallegum myndum
og frásögnum. Markmiðið er að
Séð og Heyrt verði til staðar þar
sem hjartað slær að hverju sinni
og gefa fólki tækifæri til að láta
ljós sitt skína. Það er svo miklu
skemmtilegra að gleðja, og eins
og málshátturinn segir: „Maður er
manns gaman.“
Við hlökkum til að móta
framtíðina með ykkur og við erum
þegar byrjuð. Það eru nýir og
spennandi tímar framundan og
það fyrsta er að njóta páskanna
með sínum nánustu, njóta þess að
borða súkkulaði og lesa máls
hættina sem leynast í súkkulaði
eggjunum okkar, hver veit nema
þar leynist framtíðarsýn eða mark
mið sem vert að hafa að leiðarljósi.
Til þess er leikurinn gerður.
Munum að lifa lífinu lifandi og
njóta augnabliksins, það skiptir
máli.
Gleðilega páska
MAÐUR
ER MANNS
GAMAN
ÁlfAhölliN fRUMSýNd
viÐ MikiNN föGNUÐ
Það ríkti gleði og glaumur í Þjóðleikhúsinu þegar Álfahöllin var frumsýnd
á dögunum og margt var um
manninn.
Álfahöllin er ný sýning eftir
Þorleif Örn Arnarsson sem er
unnin í samstarfi við listafólk Þjóð
leikhúsins. Listafólk leikhússins
leggur af stað í óvissuferð, með
gleði, sköpunarkraft og mennsku
í farteskinu og býður þjóðinni upp
á tækifæri til þess að hittast og
skoða sjálfa sig í spegli listarinnar.
Þorleifur Örn leikstjóri og sam
starfsfólk hans sviðsetja þætti úr
sögu íslenskrar leiklistar með afar
skemmtilegri útfærslu.
Blúshátíðin var sett á Skólavörðustígnum með stæl þar sem tónlistar
menn buðu upp á sannkallaða
blúsveislu þar sem tónarnir
ómuðu um göturnar. Gestum
og gangandi var boðið upp
á rjúkandi grillmat. Við þetta
tilefni var Birgir Baldursson
trommuleikari kjörinn heiðurs
félagi í Blúsfélagi Reykjavíkur
og er því Blúsmaður ársins 2017.
BROSMILD
OG SÆLLEG
Steinunn Ólína,
Stefán Karl og Steinunn
Sigurðardóttir.
MYNDAR-
LEGIR
Þorvaldur Davíð
Kristjánsson, unnusti
Hrafntinnu Viktoríu, dóttur
Kalla, og Kalli voru
kampakátir í tilefni
sýningarinnar.
GLÖÐ SYSTKINI
Bergljót Arnalds og
bróðir hennar, Eyþór, voru
spennt fyrir sýningunni.
FLOTTAR Kristín Eysteinsdóttir, leikhús-
stjóri Borgarleikhúsins, mætti með sinni konu,
Katrínu Oddsdóttur á frumsýninguna.
GLÆSILEG Ari þjóðleikhússtjóri með
hjónunum Ingibjörgu Ösp Stefánsdóttur og
Magnúsi Geir Þórðarsyni útvarpsstjóra RÚV.
ÁSTFANGIN
Mikael Torfason mætti
með ástinni sinni, Elmu
Stefaníu Ágústsdóttur, á
frumsýninguna og geisl-
uðu þau af hamingju.
GLÆSILEIKI
Systurnar Salvör og
Marta Nordal skemmtu
sér vel í leikhúsinu.
FALLEG
MÆÐGIN
Ragnheiður
Gröndal
söngkona
mætti ásamt
syni sínum á
Blúshátíðina.
REFFILEGIR
Þeir félagarnir Dóri,
Jói byssusmiður
og Kiddi Cadillac
skemmtu sér vel í
tilefni dagsins.
BlúSiNN óMAÐi oG
ilMURiNN lokkAÐi
HRESS Baldvin Jónsson og eiginkona hans Magga Björns létu
sig ekki vanta í gleðina á Skólavörðustígnum.
BLÚSMAÐURINN Þorsteinn
G. Gunnarsson veitti Birgi Baldurssyni
trommuleikara viðurkenninguna og tilkynnti
um Blúsmann ársins 2017.
FLOTTIR
Davíð Þór mætti með
harmónikuna á Stíginn
Eggert feldskera til
mikillar ánægju.