Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Side 85

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Side 85
Gott í gogginn 5Páskablað 11. apríl 2017 KYNNINGARBLAÐ beikonsultunni. Enda er sérstaða sósunnar, ostablöndunar og deigs- ins slík að Króna taldi þetta góðan valkost við annað sem er í boði. „Við hjá Shake & Pizza teljum ekki að vörur okkar í Krónunni veiti staðnum okkar samkeppni, enda er það allt önnur ákvörðun að vilja gera hlutina sjálfur eða fá þá gerða fyrir sig. Ef maður ætlar út að borða eða taka með sér mat heim, þá er það allt önnur ákvörðun en að ætla að elda heima. Ef maður ætlar að elda heima, þá viljum við vera einn af þeim valkostum sem maður stendur frammi fyrir í Krónuverslunum,“ segir Sigmar. Shake-arnir eru senuþjófar Eins og nafn staðarins ber með sér, þá eru pizzur ekki það eina sem staðurinn leggur áherslu á, enda heitir staðurinn Shake & Pizza. Eins og með pizzumatseðil- inn, þá er shake-matseðillinn ansi girnilegur og nýstárlegur. Yfir 22 tegundir af mismunandi shake-um af öllum gerðum. „Það var markmið okkar frá upphafi að gera shake-ana okk- ar að stórstjörnum á staðnum. Ef það væri til alþjóðleg mjólk- urhristingakeppni þá værum við búnir að skrá okkur og þá væri 4. sætið ekki langt undan,“ segir Sigmar. Líkt og með pizzurn- ar, þá var markmiðið að búa til algjörlega nýtt viðmið í mjólkurhristingum. Bragð, áferð og framsetning átti að verða eins og aldrei fyrr. Hráefnið er allt fyrsta flokks og hvergi er verið að stytta sér leið. Shake-ar eins og Oreo-shake, Kökudeigs-shake, Kókosbollu- shake, Tyrkisk Peber-shake, Curly Wurly-shake, PrinsPóló-shake, Hockey Pulver-shake, KitKat-shake, Toffee Crisp-shake eru dæmi um mjólkurhristinga sem eru settir saman úr ekta hráefni og er ekkert til sparað. Ekta rjómaís frá Emmessís er notaður til verksins og ekta íslenskur þeyttur rjómi er settur á toppinn. „Þegar þú ætlar að fá þér shake þá viltu bara fá ekta vöru og það er enginn að fara að telja kalóríurnar. Þetta er bara eitthvað sem þú ákveður að leyfa þér og þá viltu líka njóta þess til fulls,“ segir Sigmar og glottir. Áfengir shake-ar hafa líka slegið í gegn hjá þeim sem hafa aldur til. „Það er gaman að fá sér áfengan eftirrétt í upphafi djammkvöldsins eða daginn eftir gott djammkvöld,“ segir Sigmar. PinaColada-shake, White Russian-shake, Mojito- shake eru dæmi um bragðgóða mjólkurhristinga, en það er 20 ára aldurstakmark á þá og það er ekki hægt að panta þá í TakeAway, enda bannað að selja áfengi út úr húsi. En shake-arnir eru algjör snilld til að taka með í TakeAway, þeir hald- ast mjög vel í 30 mínútur og koma í mjög góðum umbúðum til að taka með heim. Fleiri staðir fram undan? Það er ljóst að vinsældir Shake & Pizza eru miklar, það bera allar tölur með sér. Sam- kvæmt mælingum er Shake & Pizza orðinn næst stærsti pizzustaður landsins á eftir Domino's, þrátt fyrir að vera eingögnu með einn stað í Egilshöll. „Við erum gríðarlega ánægð með viðtökurnar á Shake & Pizza og höfum í sjálfu sér átt fullt í fangi með að halda utan um staðinn okkar. Það eru dagleg verkefni sem þarf að tak- ast á við til að halda uppi gæðum í þjónustu. En vissulega finnum við fyrir miklum áhuga viðskiptavina að fá okkur nær sér, en við erum að fá viðskipta- vini úr Vog- unum, Reykjanesbæ, Hafnarfirði, Vesturbænum og víðar, sem fara fara þetta langt til þess eins að fá sér pizzu og shake hjá okkur. Það er aldrei að vita nema við skoðum tækifæri á fleiri stöðum í framtíðinni,“ segir Sigmar að lokum. n Fjórða besta pizza í heimi er á Íslandi Vegan Pizza Pizzugerðarvörurnar fást í Krónunni. Shake & Pizza ÞEgAR ORðinn næSTSTæRSTi PizzuSTAðuR LAnDSinS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.