Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 56
56 menning Páskablað 11. apríl 2017 Byrjaði að skrifa níu ára gamall Christoffer Carlsson er höfundur verðlaunaglæpasögunnar Ósýnilegi maðurinn frá Salem S káldsagan Ósýnilegi maður­ inn frá Salem fékk sænsku glæpasagnaverðlaunin árið 2013. Höfundur hennar, Christoffer Carlsson, er yngsti höfundurinn í Svíþjóð til að hreppa þau verðlaun. Carlsson var staddur hér á dögunum til að kynna bókina. Blaðamaður settist niður með þessum einkar vinalega rithöf­ undi sem er menntaður í afbrota­ fræðum. Uppnuminn af Enid Blyton Fyrsta bók Carlsson kom út þegar hann var 23 ára gamall. „Sem bet­ ur fer er hún ekki til í íslenskri þýð­ ingu því hún var verulega slæm,“ segir hann. Blaðamaður spyr hann hvenær hann hafi byrjað að skrifa. Það kemur í ljós að Enid Blyton kom honum á bragðið. „Bóklestur var ekki stundaður á heimili mínu og ekkert bóka­ safn var í skólanum en aðra hverja viku kom bókabíllinn. Þá fórum við krakkarnir í röð og var hleypt inn til að velja okkur bók. Ég var ekki gef­ inn fyrir lestur og valdi þunna bók sem ég taldi vera fljótlesna. Þetta var Fimm á Smyglarahæð. Ég vissi ekki hvað smyglari var en það hljómaði spennandi. Ég varð uppnum­ inn og fór að lesa af kappi. Níu ára gamall fór ég að skrifa sögur í stíl Enid Blyton og lét þær gerast á heimaslóðum mínum, Halm­ stad. Þetta var mín leið til að tjá mig á skapandi hátt. Ég hafði lítið við að vera og vinir mínir bjuggu í 5–6 kílómetra fjarlægð. Margir lesa bækur en það eru ekki margir níu ára krakkar sem skrifa. Ég veit ekki ennþá hvað það var nákvæmlega sem fékk mig til þess, en ég held að það hafi verið möguleikinn á að búa til nýja heima, skemmtilega og spennandi. Það voru skriftirnar sem gerðu mér ljóst að maður þarf ekki að vera heftur af út­ liti sínu, uppruna, umhverfi eða því hvernig aðrir sjá mann. Skriftunum fylgdi sterk ham­ ingjutilfinning og þannig er það ennþá. Ég er mikill glæpasagna­ aðdáandi. Þegar ég var tíu ára kynnti afi minn fyrir glæpasögum allra stóru sænsku glæpasagnahöf­ undanna, Hennings Mankell, Lizu Marklund og Håkans Nesser.“ Junker ratar heim Árið 2013 kom út glæpasagan Ósýni­ legi maðurinn frá Salem en þar var kynntur til leiks lögreglumaðurinn Leo Junker. „Bókin er skrifuð í fyrstu persónu, sem er nokkuð óvenju­ legt í glæpasögum,“ segir Carlsson. „Junker er á fertugsaldri, afar fær lögreglumaður en hefur sína galla. Það má segja að hann sé dæmi­ gerð glæpasagnalögga. Í bókinni kemur í ljós að hann gerði skelfileg mistök í starfi, varð starfsfélaga sín­ um að bana. Hann lifir einangruðu, einmanalegu lífi. Í upphafi sögunn­ ar finnst kona myrt í íbúð sinni sem er í sama húsi og íbúð Junkers. Mál myrtu konunnar leiðir hann á gamlar slóðir. Vinátta og eðli vináttu kemur svo mjög við sögu.“ Ósýnilegi maðurinn frá Salem er fyrsta bókin í fjögurra bóka flokki um Leo Junker. Carlsson segir að í þeim megi sjá ákveðna þróun. „Harry Hole og Kurt Wallander eru frá upphafi einfarar og það breytist ekki. Sambönd þeirra við aðra end­ ast ekki. Þetta á ekki við um Junker. Í hverri bók fetar hann sig hægt áleið­ is heim og í síðustu bókinni verð­ ur hann kominn heim og er sáttur. Þessar fjórar bækur eru því ein löng saga. Hverja um sig má þó lesa sem sjálfstæða sögu,“ segir hann. Carlsson segir morð ekki aðalefni bóka sinna. „Góður krimmi fjallar ekki eingöngu um glæp heldur um svo margt annað eins og ást, vin­ áttu, svik, græðgi, fíkn og þörf fyrir völd. Ég er lærður afbrotafræðingur og veit að þegar glæpur er framinn er það venjulega vegna þessara þátta.“ n Christoffer Carlsson Skriftun- um fylgdi sterk hamingjutilfinning og þannig er það ennþá. Mynd SigtryggUr Ari „Það voru skriftirn- ar sem gerðu mér ljóst að maður þarf ekki að vera heftur af útliti sínu, uppruna, umhverfi eða því hvernig aðrir sjá mann. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Þitt er valið Þú velur að kaupa innréttinguna í ósamsettum einingum, eða lætur okkur um samsetninguna. Að sjálfsögðu önnumst við líka uppsetningu og endanlegan frágang. Fullkomin þjónusta, eigið verkstæði. Fjölbreytt úrval aF hurðum, Framhliðum, klæðningum og einingum styrkur - ending - gæði Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is HÁGÆða ÞvOttaHÚSiNNrÉttiNGar FATASKÁPAR & reNNiHUrðir Opið: Mán. til föstudaga kl. 09 til 18 Laugardaga kl. 11 til 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.