Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 84

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 84
Páskablað 11. apríl 2017KYNNINGARBLAÐ4 Gott í gogginn Þegar nýir eigendur tóku við Keiluhöllinni í Egilshöll var eitt af fyrstu verkefnum þeirra að breyta veitingastaðnum sem þar hafði verið starfræktur. Eftir nokkurra mánaða tilraunaeld- hús og prufukeyrslur var Shake & Pizza stofnaður haustið 2015. Sérhönnuð ostablanda og sykurlaust pizzudeig Markmiðið með staðnum var að bjóða upp á hágæða pizzur úr hágæða hráefni og með nýjum áherslum. Mikið var lagt í undir- búning á staðnum og það var markmið að ögra öllum viðmiðum þegar kom að pizzu. Allt skyldi þróað frá grunni. Sem dæmi var þróuð sérstök ostablanda úr fjórum mismun- andi ostum til að ná fram rétta ostabragðinu og réttri áferð. Ostablanda Shake & Pizza saman stendur af Cheddar, Gouda, Mozzarella og Maribo. Einnig var sett saman algjörlega ný pizzusósa með parmesanosti og sérstaklega samsettri krydd- blöndu sem gerir sósuna svo góða að hún er notuð sem dip- sósa með öðrum forréttum. Pizzudeigið var einnig prófað í þaula og er án viðbætts sykurs, en flestallir pizzustaðir eru með sykur í deiginu. Sykurleysið gerir deigið léttara í maga og áferðina almennt ferskari. Öðruvísi pizzur „Strax í upphafi var ákveðið að setja saman öðruvísi pizzur í bland við klassískar og allar skyldu þær vera 12” að stærð. Það að hafa allar pizzur 12” er stór þáttur í gæðum staðarins, því að aðrar stærðir eru hreinlega ekki eins góðar. Í 12” stærðinni er hlutfall áleggs, deigs og sneiðar rétt. Enda var og er 12” stærðin hin eina sanna pizzustærð,“ segir Sigmar Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Shake & Pizza. „BBQ Kjúklingapizza, HotWings- pizza með gráðaostasósu til hliðar, Pulled Pork BBQ-pizza, Sesarsal- at-pizza og pizza með Mozzarella- ostastöngum og nachos-ostasósu eru dæmi um pizzur sem eru ekki á hverju strái. LasVegans-pizzan er ný á matseðli en hún er 100% vegan, með tómatpúrrusósu, vega- nosti, sætum kartöflum, rauðlauk, sveppum , ananas og jalapeno. Hún hefur verið gríðarlega vinsæl frá því að hún kom á matseðil og við finnum fyrir miklu þakklæti meðal vegan-fólks á Íslandi.“ Beikonsultupizzan er vinsælust Beikonsultupizzan er furðulegasta og vinsælasta pizzan hjá Shake & Pizza. Í stað pizzusósu er sett beikonsulta sem gefur pizzunni sætubragð og setur hana strax á nýjar slóðir þegar kemur að pizzum. Ofan á beikonsultuna er síðan sett dálítið af jalapeno, sem er mótvægi við sætuna enda sterkur pipar. Þetta jafnvægi á milli sætu og sterkju er meginkjarninn í þessari pizzu. Síðan er pepperóní og kjúklingur á pizzunni sem gefur henni salt og fyllingu. Osturinn fer síðan yfir hráefnið og pizzan er bökuð. Eftir að hún kemur úr ofnin- um er ferskt nachos, sem er steikt á staðnum daglega, brytjað yfir pizzuna, og loks er hvít topping- sósa Shake & Pizza sett yfir til að ramma þetta allt saman inn. Beikonsultan til Las Vegas Í mars 2016 fóru Vilhelm Einarsson og Sigmar Vilhjálmsson með Beikonsultuna í stærstu pizzu- keppni í heimi, International Pizza Expo. Beikonsultupizzan fékk þátt- tökurétt í flokknum „International Non-Traditional pizzas“ sem er eftirsóttasti flokkurinn. En eins og nafnið ber með sér er þetta flokkurinn þar sem þátttakendur keppa um nýjungar og nýsköpun í pizzugerð. Af þeim 50 pizzum sem tóku þátt í úrslit- um hafn- aði Beikon- sultupizzan í 4. sæti. En það munaði aðeins 0,02 stigum að pizz- an hefði hreppt 3. sætið. Þessi árangur er mjög merkilegur því þarna eru saman komnir margir af bestu pizzu- stöðum heims. Aldrei áður í sögu keppninnar hefur beikonsulta verið notuð á pizzu og aldrei áður hafa Íslendingar tekið þátt í þessari keppni. Það vakti því ansi mikla athygli að Ísland skyldi eiga fulltrúa og hvað þá ná 4. sæti í sinni fyrstu keppni. „Villi stóð sig fáránlega vel í þessari keppni, enda er pressan mikil og þér er skammtaður ákveðinn tími til að skila af þér fullskapaðri vöru. Hann er með stáltaugar drengurinn og stóð sig ótrúlega vel,“ segir Sigmar. Shake & Pizza í Krónunni Vinsældir Shake & Pizza hafa verið gríðarlegar frá því að Beikonsultan sló í gegn í Las Vegas. „Beikon- sultupizzan er langvinsælasta pizza staðarins og voru fyrirspurnir um hvar hægt væri að nálgast beikons- ultu frá viðskiptavinum kveikjan að því að Shake & Pizza ákvað að hefja framleiðslu á sultunni til sölu í verslunum,“ segir Sigmar. Krónan sýndi því áhuga að selja vörur Shake & Pizza í sínum verslunum enda er ansi vinsælt hjá fjölskyldum að búa til sínar eigin pizzur heima. Eftir að Krónan sá hvaða metnað Shake & Pizza setti í pizzusósuna, ostablönduna og pizzudeigið, þá vildi Krónan hefja sölu á allri vörulínunni, ekki bara Beikonsultupizzan Var valin 4. besta pizza í heimi í stærstu pizzukeppni í heimi, International Pizza Expo. Fjórða besta pizza í heimi er á Íslandi Shake & Pizza ÞEGAr OrðINN NæSTSTærSTI PIzzuSTAður LANdSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.