Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 30
30 Páskablað 11. apríl 2017 Einni grein útrýmt vegna sjálfvæðingar F ramfarir í sjálfvirkni í störfum höggva í auknum mæli skarð í notkun mann- legs vinnuafls, en þess eru fá dæmi að ákveðinn geiri leggist af með öllu. Árið 1950 var gerð ítarleg skrá yfir 270 starfsgreinar sem birtust í skýrslu bandaríska ríkisins (US Census). Samkvæmt greinargerð hagfræðingsins James Bessen við Harvard-háskóla hefur eingöngu ein þessara starfsgreina orðið sjálf- virkninni með öllu að bráð: starf lyftustjóra. Ritsíminn fékk líka að fjúka James komst að því að aðeins þessi starfsgrein hefði þurrkast út sökum tæknisjálfvirkni, en fleiri geirar af þessum 270 hafa að einhverju leyti þurft að lúta í lægra haldi síðan 1950 af öðrum ástæðum en tæknifram- förum. Sem dæmi má nefna að lítil eftirspurn er eftir starfsfólki á gam- aldags gistihúsum á þessum tímum hótelkeðja og skýjakljúfa. Dvínandi eftirspurn á þannig sinn þátt í að útrýma störfum og einnig úrelding tækni – þegar tækni leggst alveg af, frekar en að eignast eiginlegan arftaka. Í því sambandi má nefna ritsímann, en þeir sjást vart nú á dögum og atvinna í kring- um þar af leiðandi enn síður. Það eru afgerandi líkur á að þessi þróun, sem hefur átt sér stað síð- ast liðna sex áratugi, haldi áfram á næstu árum og áratugum. Jafnvel þótt velflestar atvinnugreinar geti verið sjálfvæddar upp að vissu marki, fyrir tilstilli tæknilegra fram- fara, er starf lyftustjórans einsdæmi. „Þessi munur er mjög mikil vægur, því hann hefur afar ólíkar efnahags- legar útkomur í för með sér,“ segir í grein eftir James Bessen. Hann bæt- ir við að atvinna geti aukist, sé til- tekin starfsgrein að hluta til sjálf- vædd – þó að hún minnki auðvitað sé sjálfvæðingin 100 prósent. Útkoman jákvæð eða neikvæð Þó er óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér, hvort fleiri atvinnugrein- ar víki alveg fyrir róbótum. Þegar framfaraskeiðið í vefnaðariðnaði átti sér stað á dögum iðnbyltingar- innar, hafði sjálfvæðingin jákvæð áhrif í för með sér. Eitt leiddi af öðru: verð á vefnaðarvöru snar- féll, sem jók almennt framboð, sem kallaði á aukna atvinnu til að anna þessari nýju eftirspurn. Þ.e. at- vinnulífið efldist samhliða vélvæð- ingunni. Þetta varð raunin í vefnaðar- iðnaðinum á sínum tíma, en líklegt er að áhrif örrar tækniframþróunar 21. aldarinnar muni hafa öfug áhrif í för með sér. n Heimild: Quartz Media Guðmundur Bjartur Einisson ritstjorn@dv.is Ritsími Sérþjálfað fólk þurfti til að annast ritsímastörf. Róbótar eru hins vegar ekki sekir um að hafa útrýmt þeirri atvinnugrein. Róbótar taka völdin Á þessari skopgerð af hinu fræga málverki „Sköpun Adams“ eftir ítalska málarann Michelangelo er hendi Guðs skipt út fyrir vélræna hönd. Leiða má líkur að því að þarna séu vélmennin að ögra almættinu – og ætli sér að taka völdin. www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Það er ekkert við beinu bananana Ávaxtaðu betur H ö n n u n : I n g va r Ví ki n g ss o n Verður þín starfsgrein lögð næst niður? Róbótar gætu „rekið“ þig! Aukin framþróun í tækni hefur hingað til aðeins útrýmt einni atvinnugrein algerlega, en fjölda annarra að hluta til. Skera upp herör gegn njósnurum Íbúar Peking, einnar fjölmenn- ustu borgar Kína, geta átt von á veglegum peningagreiðslum ef þeir benda á erlenda njósnara í borginni. Breska blaðið The Guardian fjallaði um þetta á vef sínum á mánudag. Óbreyttum borgurum, sem leggja yfirvöldum lið í baráttunni gegn njósnurum, standa til boða allt að átta milljónir króna fyrir upplýsingar af þessu tagi. Þetta var tilkynnt í ríkisrekna dagblaðinu Beijing Daily um helgina. Markmiðið með þessu er með- al annars að standa vörð um kín- verskt hugvit og trúnaðarupplýs- ingar úr kínverskri stjórnsýslu. Íbúar eru hvattir til að hafa sam- band við yfirvöld ef þeir verða var- ir við eitthvað óeðlilegt. Það geta þeir meðal annars gert með því að hringja í sérstakt símanúmer sem komið hefur verið upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.