Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 2
2 Páskablað 11. apríl 2017fréttir Engar upplýsingar um notkun ráðherrabústaðarins n Forsætisráðherra hefur Þingvallabæinn til einkaafnota n Kostnaður á bilinu 3,3 til 4 milljónir árlega E ngar upplýsingar eru til- tækar um notkun á ráð- herrabústaðnum á Þing- völlum, hvorki hvað varðar einkaafnot forsætisráðherra af bústaðnum né opinber afnot. Rekstrar kostnaður vegna bústaðar- ins síðustu fimm ár hefur verið á bil- inu 3,3–4 milljónir króna. Forsætisráðherra hefur til ára- tuga haft ráðherrabústað á Þing- völlum til einkanota og til opinberra nota. Strax á fjórða áratugnum fór það að tíðkast að ráðherrar dveldu í bústaðnum. Sem fyrr segir fást engar upplýsingar úr forsætisráðu- neytinu um notkun á bústaðnum. Í svari ráðuneytisins kemur fram að „forsætisráðherra hefur ráðherra- bústaðinn á Þingvöllum til frjálsra afnota allt árið. Ekki er haldin skrá yfir notkun á bústaðnum eða tilefni notkunar.“ Notkun líklega takmörkuð Sé litið á rekstrarkostnað vegna ráð- herrabústaðarins síðustu fimm ár er margt sem bendir til að hann hafi ver- ið í takmarkaðri notkun. Þannig var bókfærður kostnaður vegna hrein- lætis- og ræstingavara um fimmtán þúsund krónur árin 2012 og 2013 og um fimm þúsund árin 2014 og 2015. Enginn kostnaður við þann lið er bók- færður árið 2016. Kostnaður vegna ræstinga er tiltekinn árið 2013 rúmar átta þúsund krónur og árið 2015 rúm- ar sjö þúsund krónur. Kostnaður við þann lið er ekki bókfærður árin 2012, 2014 og 2016. Stærstu kostnaðarliðir eru laun og launatengd gjöld sem eru á bil- inu 1,5 til 1,8 milljónir króna rúmar, lítið eitt mismunandi eftir árum. Þá er rafmagnskostnaður á bilinu 1,2 til 1,5 milljónir króna. Annar kostnaður er í flestum tilfellum talinn í þús- undum eða tugum þúsunda króna. Snjómokstur og gas Athygli vekur að árið 2013 er til- greindur kostnaður upp á 85 þús- und krónur við liðinn eldhúsáhöld og rúmar átta þúsund krónur við liðinn gas og súr. Ekki er ólíklegt að það ár hafi verið keypt gasgrill í ráðherrabústaðinn og nýr gaskútur. Önnur ár er enginn kostnaður til- tekinn við þá liði. Þá hefur einhvern tíma verið farið í bústaðinn veturinn 2013 því það ár er tilgreindur kostn- aður við snjómokstur, tæpar 26 þús- und krónur. Önnur ár fellur enginn slíkur kostnaður til. Telur bústaðinn mikilvægan Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrver- andi forsætisráðherra, segir í sam- tali við DV að hann hafi sjálfur notað ráðherrabústaðinni í tví- eða þrígang í einkaerindum. „Ég man eftir því að í minni forsætisráðherratíð kom til greina að nota ráðherrabústaðinn til opinberrar móttöku í fjórum tilvik- um. Það var þegar Ban Ki-moon, að- alritari Sameinuðu þjóðanna, kom í opinbera heimsókn, þegar Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotalands, kom til landsins, þegar forsætisráð- herra Svartfjallalands kom hingað og þegar utanríkisráðherrar Eystrasalts- landanna komu til landsins. Ráð- herrabústaðurinn á Þingvöllum var valkostur í dagskránni í öllum þess- um heimsóknum en var ekki not- aður. Í þremur heimsóknanna gafst ekki tími og í tilfelli Ban Ki-moon hafði hann komið á Þingvelli þegar hann kom hingað til lands áður. Þar af leiðandi skipulögðum við öðruvísi ferð fyrir hann.“ Sigurður Ingi segir að honum þyki mikilvægt að hafa bústaðinn sem valkost í opinberum heimsókn- um. „Það er mjög gaman að geta far- ið með þjóðhöfðingja og aðra sem hingað koma á Þingvelli, sýna þeim þjóðgarðinn og vöggu lýðræðis á Ís- landi og geta haft móttöku í bústaðn- um í slíkum ferðum. Mín skoðun er að bústaðurinn sé mjög mikilvægur í þessu tilliti.“ n Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is Notaði bústaðinn í tví- eða þrígang Sigurður Ingi Johannsson segir að hann hafi not- að bústaðinn í tví- eða þrígang þegar hann var forsætisráðherra. Hann hafi nokkrum sinnum verið hugsaður til opinberrar móttöku en ekki hafi orðið af því. MyNd SigTRygguR ARi Bústaður forsætisráðherra Forsætisráðherra hefur Þingvallabæinn til einkaafnota og til opinberra nota allt árið um kring. MyNd ÓMAR VilhelMSSoN„Ég man eftir því að í minni forsætis- ráðherratíð kom til greina að nota ráðherrabústað- inn til opinberrar móttöku í fjórum tilvikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.