Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.04.2017, Blaðsíða 36
36 fólk - viðtal Páskablað 11. apríl 2017 → Inni- og útimerkingar → Sandblástursfilmur → Striga- og ljósmyndaprentun → Bílamerkingar → Gluggamerkingar → Prentun á símahulstur → Frágangur ... og margt fleira Skoðaðu þjónustu okkar á Xprent.is SundaBorG 1, reykjavík / SímI 777 2700 / XPrent@XPrent.IS Ofvirki Skagastrákurinn sem breyttist í vöðvafjall Hafþór Júlíus Björnsson ætlaði að verða lögga þegar hann var lítill strákur en er í dag einn vinsælasti aflraunamaður heims. Hann er enginn smásmíði enda vekur hann eftirtekt hvar sem hann fer, og flestir þekkja hann sem „risastóra gaurinn í Game of Thrones.“ Eftir tiltölulega stutt samtal er þó ljóst að risastóri gaurinn í Game of Thrones er indælis drengur inni við beinið. Rólyndur fjölskyldumaður sem vill koma vel fram við allt og alla. Enda veit hann að hann mun fá það allt til baka. Á dögunum vann hann titilinn Sterkasti maður Evrópu í þriðja sinn. Núna ætlar hann að verða sterkasti maður heims, enda kominn tími til eftir fimm ár á verðlaunapalli. F réttamiðlar greindu frá því í byrjun mánaðarins að Hafþór hefði fengið veirusýkingu sem olli svokallaðri Bells Palsy-andlitslömun. Þetta var aðeins örfáum dögum áður en keppnin um sterkasta mann Evrópu fór fram í Leeds. Hann er að eigin sögn grjótharður keppnismaður og veigraði sér ekki við því að keppa um titilinn með hálft andlitið óstarfhæft. „Sem betur hafði þetta engin áhrif á styrkinn hjá mér og restin af líkamanum virkaði þannig að ég sá enga ástæðu til að hætta við að keppa, þó að ég væri lamaður öðr- um megin í andlitinu. Ég var nú ekki að taka þátt í fegurðarsamkeppni!“ segir Hafþór glettilega. Hann fer þó ekkert leynt með að þetta hafi ver- ið óhugnanleg lífsreynsla. „Þetta dró mig aðeins niður. Enda hafði ég aldrei heyrt um þetta og vissi ekkert hvað var í gangi. Hélt jafnvel að ég væri að fá heilablóðfall. Eftir að ég sagði frá þessu á Facebook-síðunni minni fékk ég skilaboð frá fólki sem hefur einnig lent í því að fá þennan vírus. Þannig að ég er ekki sá fyrsti í heiminum.“ Hver einasta máltíð skiptir máli Það er full vinna, og rúmlega það, að vera kraftajötunn. „Ég held að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því hvað það fer mikill tími í æfingar og mataræði og keppnir og að jafna sig inni á milli. Það er svo margt sem þarf að gera. Hver einasti klukku- tími, hver einasta máltíð skiptir máli. Svefn, slökun, þetta telur allt. Það er enginn að fara að sjá mig úti klukk- an tólf næstu sex vikur af því að ég er að farinn að sofa á slaginu ellefu. Ef ég stend ekki við þetta þá líður mér illa og finnst ég vera að svíkja sjálfan mig. Þetta er allt annað en auðvelt, en þetta er það sem maður gerir ef maður vill vera topp íþróttamaður.“ Hann bætir því við að það sé mikil hvatning fyrir hann að vera innan um fólk sem er svipað þenkjandi og hann sjálfur. Hann nefnir crossfit- íþróttakonur á borð við Annie Mist sem dæmi. „Ég fæ innblástur þegar ég er ennan um þær, þetta eru allt svo svakalega duglegar og flottar stelpur. Þær hafa svipaðan metnað og ég sjálfur, og gera næstum ekkert annað en að æfa, borða og sofa.“ Hafþór er með ákveðna reglu í hvert sinn sem hann keppir, reglu sem hann tekur mjög alvarlega. „Ég vil passa það eins og ég get að losa ekki um spennu rétt fyrir keppni. Þess vegna stunda ég aldrei kynlíf seinustu þrjá dagana fyrir keppni. Það er bara „no sex time.“ Ég vil halda spennunni inni í mér.“ Með endalausa orku Hafþór er af Skaganum og ólst upp með einni eldri systur og einni yngri. Hann var ellefu ára þegar fjölskyldan flutti í Kópavoginn. Foreldrar hans hafa staðið þétt við bak hans í gegn- um árin. „Ég er mjög þakklátur fyr- ir að eiga foreldra sem eru ennþá saman, enda veit ég að það er ekkert sjálfgefið í dag. Þau voru líka svo ung þegar þau kynntust, pabbi var 18 ára og mamma 21 árs. Mér finnst það mjög fallegt, og bara mjög kúl að þau séu búin að vera saman í öll þessi ár. Ég er mjög stoltur af þeim hvað það varðar.“ Hann var að eigin sögn ekki dug- legasti námsmaðurinn í Grundaskóla og síðar Hjallaskóla. Það var þó ekki vegna takmarkaðs gáfnafars. Frekar var það metnaðarleysi gagnvart nám- inu. Hann bjó yfir endalausri orku og þurfti að finna henni farveg. „Í dag mætti kannski kalla þetta athyglisbrest. Það var engan veginn hægt að fá mig til að sitja kyrr og læra. Það einfaldlega gekk ekki. Ég þurfti alltaf að vera að gera eitthvað. Þannig að ég var alltaf á fullu og rosalega athafnasamur, nema þegar ég settist niður til að spila tölvuleiki eins og margir strákar.“ Hann var í áttunda bekk þegar hann byrjaði að æfa körfubolta. Fljótlega átti íþróttin hug hans allan. Hann lék með Breiðabliki og KR og síðan með unglingalandsliðinu og þótti afar efnilegur. Hann gekk til liðs við FSu árið 2007. „Ég fór „all in“. Ég hafði próf- að aðrar íþróttir eins og fótbolta og fimleika en ég fann að ég átti heima í körfunni. Vinir mínir sem byrjuðu með mér enduðu á því að hætta en ég hélt áfram. Og varð fljótlega mjög góður.“ Full vinna að vera krafta- jötunn „Ég held að fólk geri sér ekki alltaf grein fyrir því hvað það fer mikill tími í æfingar og matar- æði og keppnir og að jafna sig inni á milli.“ Mynd Sigtryggur Ari Auður Ösp guðmundsdóttir audur@dv.is dregur bíl eins og ekkert sé Hafþór fór með sigur af hólmi í keppninni Sterkasti maður Evrópu í byrjun mánaðarins. Í hlutverki Fjallsins „Ég er auðvitað þakklátur fyrir öll tækifærin sem ég hef fengið og ég veit að ég er að mörgu leyti heppinn en ég hef líka þurft að vinna fyrir þessum líkama.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.