Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 20
20 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir
Helena Stefánsdóttir
kvikmyndagerðarkona hefur verið án áfengis í 12 ár. Hún fór ekki í meðferð en
náði að verða edrú með hjálp AA-samtakanna, fékk sér trúnaðarkonu og tók
sporin tólf.
„Áfengisneyslan mín var orðin stjórnlaus, vínið stjórnaði mér en ekki öfugt. Auk þess var neyslan farin að
taka of mikinn toll og valda mér og fólkinu mínu þjáningu,“ segir Helena og bætir við að líf hennar hafi
umturnast þegar hún varð edrú. „Allt varð skýrara og ég varð fær um að taka ábyrgð á lífi mínu auk þess
að takast á við aðra sjúkdóma s.s. meðvirkni og þunglyndi.“
Helena kveðst ekki sakna neins við áfengi og finnur ekki fyrir fordómum.
Nú eru hundruð manna á biðlista eftir að komast inn á Vog. Finnst þér þurfa að bæta eða styrkja með-
ferðarúrræði á Íslandi?
„Mér finnst SÁÁ vera með gamaldags karllægt viðhorf sem mætti breytast. Mér finnst líka skorta á
heildræna sýn í samfélaginu á fíknir, þ.e. að málin séu sett í stærra samhengi. Oft eru áföll, öryggis- og
tengslaleysi á barnsaldri valdur að fíknisjúkdómum. Samfélagið skortir forvarnarkerfi og það viðhorf að
fíknisjúkdómar séu mögulega afleiðing áfalla og tengslaleysis á uppvaxtarárum. Það þarf að afglæpa
fíknisjúkdóma og breyta refsikerfinu þannig að fíklar fái viðunandi meðferð og viðhorf.“
Halldór Auðar Svansson
„Ég hætti að drekka fyrir fjórum árum og hef aldrei litið til baka. Ákvörðunin var einföld og auðveld,“ segir
Halldór Auðar Svansson borgarfulltrúi.
„Ég get ekki sagt að ég hafi verið í verulegum vandamálum með drykkju en þetta var hreinlega farið að
vera minna og minna skemmtilegt og opnaði bara á neikvæðar tilfinningar og hegðun. Í stað þess að hugsa
stöðugt um hvenær væri rétt að drekka og hversu mikið fannst mér snyrtilegast að hætta bara alfarið.“
Halldór bætir við:
„Mér finnst pínu súrt til þess að hugsa að normið sé þannig að þegar fólk hefur byrjað að drekka þá
heldur það því bara áfram nema það lendi í algjör öngstræti með það. Það þykir hins vegar óvanalegt að
hætta bara af því maður fílar það ekki lengur og telur það ekki henta sér. Mæli alveg með að fólk velti fyrir
sér þessum möguleika þó ég hafi í sjálfu sér ekkert á móti drykkju.“
Halldór segir að lokum:
„Í fyrstu voru oft spurningar um af hverju ég væri hættur að drekka og fólki fannst gjarnan skrýtið að ég
hafði í raun ekkert svakalega ástæðu aðra en þá að mér fannst þetta ekki lengur vera fyrir mig. Svo síaðist
þetta nú inn. Mér finnst hálf gaman af því að vekja fólk svona til umhugsunar um að þetta sé til í mannlífs-
flórunni, að hætta að drekka án þess að hafa farið alveg út af sporinu.“
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
er markþjálfari og ráðgjafi sem á sæti í nokkrum nefndum á vegum borgarinnar. Hann segir
líf sitt gjörbreytt.
Hvað varð til þess að þú hættir að drekka?
„Það má segja að ég hafi náð ákveðnum botni sem er þekktur hjá alkóhólistanum. Það sem varð til þess að ég hætti er að
ég brást fyrst og fremst sjálfum mér. En sárast var að hafa brugðist börnum sínum á vissan hátt og hafa ekki alltaf verið til
staðar. Það er sár sannleikur minn sem ég hét að bæta með edrúmennskunni.“
Hvernig hefur líf þitt breyst?
„Allt annað. Ég er frjáls en um leið mjög meðvitaður um sjúkdóminn. Ég hef vissulega breytt mjög mörgu í lífi mínu til
hins betra og til dæmis þá breytist það mikið með að fara út að skemmta sér. Áður fyrr var oft um innihaldslausa leit eftir
einhverju sem maður vissi ekki sjálfur hvað var. Eftir sat vanlíðan og sektarkennd oft á tíðum. Það er erfitt að vera „þarna“!
Ég á góða vini og fjölskyldu og ég tala ófeiminn um batann, ég segi batann því ég vil horfa í hann. Fortíðin er til þess eins að
læra af henni og gera betur.“
Er eitthvað sem þú saknar við áfengi eða önnur vímuefni?
„Nei, ekki neins. En ég kynntist mörgu mjög góðu fólki sem margt hefur náð bata, annað er á sama stað í einhverju
formi. Erfiðast er að fylgja vinum sínum til grafar sem sjúkdómurinn tók. Í vetur voru þeir nokkrir, því miður. Ég hef verið svo
heppinn að sumt af því er enn samferðamenn mínir, margir í bata og aðrir í neyslu. Mitt hlutverk er að gefa öðrum tækifæri til
hins sama og ég fékk.“
Fórstu í meðferð eða sækir þú AA-fundi?
„Ég fór í meðferð fyrst en var augljóslega ekki tilbúinn. Ári síðar fann ég botninn og það var þá, eftir margra daga neyslu,
sem ég spyrnti í botninn til að komast upp á yfirborðið. Ég syndi nú vel og horfi til himins. Ég sæki AA-fundi og fer með fundi
víða. Það er ómetanlegt og fyrir það er ég afar þakklátur. Samtökin voru og eru mitt.“
Finnur þú fyrir fordómum frá fólki sem drekkur áfengi?
„Já og nei. Tökum dæmi; í matarboði færu fáir að gera athugasemdir við mikla drykkju matargesta á áfengi, en ef um-
renningum og ógæfumönnum væri stillt upp við borðið er ég ansi hræddur um að viðhorfið myndi breytast. Sama fíknin og
sami sjúkdómur – annar matseðill!“
Nú eru hundruð manna á biðlista eftir að komast inn á Vog. Finnst þér þurfa að bæta eða styrkja meðferðarúrræði á Íslandi?
„Það er löngu ljóst að alkóhólismi er sjúkdómur og hann þarf að meðhöndla af fagmennsku. Hann er orsakavaldur ótal
harma í fjölskyldum, vinnustöðum, einkalífi og oft ákvarðanatökum lífsins. Við verðum að bæta í og umfram allt sýna
skilning og stytta þennan biðlista. Þetta snertir okkur öll, eða mun gera það með einhverju móti. Þetta varðar okkur öll, við
verðum að gera betur, miklu betur.“
Anna Bentína Hermannsdóttir
er ráðgjafi hjá Stígamótum og hefur vakið mikla athygli fyrir greinarskrif. Hún setti
tappann í flöskuna fyrst árið 1989 og var þá án áfengis í 9 ár.
„Mér fannst góð hugmynd að byrja aftur því ég seldi mér þá hugmynd að ég hefði bara verið unglingur í vanlíðan en ekki
með áfengisvandamál. Það kom mjög fljótt í ljós að ég réði ekkert við áfengi. Ég reyndi samt að drekka öðru hvoru í tvö
ár en hætti árið 2000 og hef ekki drukkið síðan né neytt hugbreytandi efna.“
Hvað varð til þess að þú hættir að drekka?
„Ég gat ekki drukkið lengur án þess að valda mér miklum skaða og var löngu búin að missa alla stjórn á drykkjunni.
Neyslan var orðin að kvöð sem yfirtók allt mitt líf. Vanlíðanin var svo ömurleg að ég gat ekki verið allsgáð en ég gat
heldur ekki drukkið nema í mikilli kvöl. Ég var hreinlega komin í þrot og algjöran vítahring. Þess vegna var ekki annað í
boði en að fá hjálp.“
Hvernig hefur líf þitt breyst eftir að þú hættir að
drekka?
„Ég fór fyrst að lifa eftir að ég hætti að drekka. Það
gjörbreyttist á alla vegu. Fyrst fann ég aðallega líkam-
legan mun, það er mikið frelsi að vakna alltaf óþunn
og muna allt sem ég hafði gert. Fyrir mig voru það
forréttindi. Samskipti mín við fólk og sjálfa mig urðu líka
mun ánægjulegri. Í neyslu var eg alltaf að flýja, deyfa
mig og reyna að lifa af. Í dag lifi ég lífinu.“
Fórstu í meðferð eða sækir þú AA-fundi?
„Ég fór í meðferð og sæki reglulega AA-fundi.“
Finnur þú fyrir fordómum frá fólki sem drekkur
áfengi?
„Nei alls ekki.“
Nú eru hundruð manna á biðlista eftir að komast inn
á Vog. Finnst þér þurfa að bæta eða styrkja meðferðarúr-
ræði á Íslandi?
„Já, ekki spurning. Við þurfum að mæta betur unga
fólkinu og hafa sérstakt meðferðarúrræði fyrir það.
Þau fara mun fyrr út í harða neyslu með ömurleg-
um afleiðingum. Einnig mundi ég vilja sjá meðferð
kynjaskipta. Meðferðin mætti líka vera einstaklings-
miðaðri og fjölbreyttari meðferðarform. Það mætti
líka leggja meiri áherslu á forvarnir. Til þess að halda
úti meðferðarúrræði þarf fjármagn og þess vegna er
mikilvægt að styrkja þau úrræði sem eru til staðar. Það
er mjög mikilvægt starf sem er unnið hér og skilar sér
margfaldlega til samfélagsins.“