Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Qupperneq 18
18 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir Jökull Ingason Elísabetarson stærðfræðingur og knattspyrnumaður, hefur aldrei drukkið áfengi. Hann hefur því verið án áfengis í 33 ár. Aðspurður hver ástæðan fyrir því sé að hann byrjaði aldrei að drekka, svarar hann: „Upphaflega gerðu ég og tvíburabróðir minn samkomulag um að drekka ekki. Ástæðan fyrir því að það entist er einfaldlega að löngunin varð aldrei nógu sterk til þess að byrja.“ Hefur þú farið á AA-fundi? „Hef aldrei sótt fundi markvisst en hef farið þó nokkrum sinnum á stóra AA-fundinn í Höll- inni/Háskólabíói.“ Finnur þú fyrir fordómum frá fólki sem drekkur áfengi? „Alls ekki og man ekki eftir að hafa fundið nokkurn tímann fyrir því.“ Nú eru hundruð manna á biðlista eftir að kom- ast inn á Vog. Finnst þér þurfa að bæta eða styrkja meðferðarúrræði á Íslandi? „Held að við hljótum að geta gert betur þar og í öðrum heilbrigðismálum.“ Íslendingarnir sem hættu að drekka n Erfiður sjúkdómur n Gjörbreytt líf n Finna ekki fyrir fordómum n 150 daga bið eftir Vogi Þ úsundir Íslendinga hafa hætt að drekka. Flestir fara í með- ferð en fjöldi þeirra sem hafa ákveðið að taka upp áfeng- islausan lífsstíl verður sífellt stærri. Þessa dagana stendur yfir sala á SÁÁ-álfinum og nær söfnunin há- marki um helgina en álfasalan er mikilvæg tekjuleið fyrir SÁÁ og ljóst að brýnt er að bregðast við löngum biðlistum til að komast í áfengismeð- ferð á Vogi. Fréttablaðið greindi frá því að allt að 150 daga bið sé eftir að komast í áfengismeðferð á Vogi en á biðlista eru margir mjög veikir einstak- lingar og ekki víst að allir lifi þá bið af. DV ákvað í tilefni álfasölunnar að ræða við fólk sem hefur hætt að drekka áfengi með aðstoð SÁÁ sem og við fólk sem hefur tekið upp áfengislausan lífs- stíl og svo aðra sem hafa aldrei bragð- að áfengi. n kristjon@dv.is Sigurjón M. Egilsson ritstjóri og eigandi Miðjan.is, hefur verið án áfengis í rúm 20 ár. Hvað varð til þess að þú hættir að drekka? „Ég var búinn að fá nóg. Vonbrigðin voru stöðug. Oftast fór drykkjan á allt annan veg en ég vildi.“ Hvernig hefur líf þitt breyst eftir að þú hættir að drekka? „Það hefur gjörbreyst. Alkóhólismi er erfiður sjúkdómur sem leikur fleiri illa en þann veika. Vandamenn og vinir þurfa að þola margt. Mér hefur auðnast að eignast allt annað líf og í raun er ekki hægt að líkja saman þeim tíma sem ég drakk við það sem hefur gerst eftir að ég fékk að vera edrú.“ Er eitthvað sem þú saknar við áfengi eða önnur vímuefni? „Þessu er fljótsvarað. Nei, alls ekkert.“ Fórst þú í meðferð eða sækir þú AA-fundi? „Ég fór á Vog og þaðan á Staðarfell. AA-félagar virða nafnleyndina og tala ekki um hvort þeir eru í samtökunum eða ekki. „Nafn- leyndin er andlegur grundvöllur allra erfðavenja okkar og minnir okkur á að setja málefni og markmið ofar eigin hag.““ Finnur þú fyrir fordómum frá fólki sem drekkur áfengi? „Nei, hef aldrei orðið var slíkt.“ Nú eru hundruð manna á biðlista eftir að komast inn á Vog. Finnst þér þurfa að bæta eða styrkja meðferðarúrræði á Íslandi? „Já, það finnst mér. Það er mikils virði að styðja fólk til annars lífs, og langtum betra. Samfélagið allt hagnast á að sem fæstir séu fastir í drykkjuskap eða annarri vímuefnaneyslu. Áfram SÁÁ.“ Börkur Gunnarsson rithöfundur, kvikmyndagerðarmaður, blaðamaður og vara- borgarfulltrúi. Hann hefur verið án áfengis frá 16. janúar. Spurður hvað hafi orðið til þess að hann hætti að drekka: „Áfengi var bara farið að verða of stór hluti af lífi mínu. Nennti þessu ekki lengur.“ Hvernig hefur líf þitt breyst eftir að þú hættir að drekka? „Það eru svo sem ekki stórar breytingar, en það er allt eitthvað aðeins betra. Maður sinnir starfi sínu og fjölskyldu aðeins betur, manni líður aðeins betur, maður er aðeins betri í íþróttum, les meira. Svo er gott að geta alltaf verið til staðar, ef vinur eða vanda- maður þarf óvænt aðstoð getur maður alltaf stokkið til. En áður var maður oft ófær um að aðstoða enda með viskí eða bjór í blóðinu.“ Er eitthvað sem þú saknar við áfengi eða önnur vímuefni? „Nei, nema kannski þess hvað ég var faðmgjarn þegar ég var búinn að fá mér bjór. Ég faðma fáa edrú.“ Fórstu í meðferð eða sækir þú AA-fundi? „Já, ég fór í meðferð og fékk þar mikilvæga fræðslu. Ég hafði alltaf litið þetta léttvægum augum þar sem ég tók aldrei eiturlyf og áttaði mig kannski ekki á alvarleika málsins þar sem þetta var bara bjór og viskí sem eru viðurkennd lyf í samfélagi okkar. En ég áttaði mig á því í meðferðinni að það væri alveg jafn alvarlegt. Ég hætti samt ekki að drekka fyrr en ég tók sjálfur „cold-turkey“ á þetta í janúar en fræðslan frá meðferðinni var mikilvæg til að ná því.“ Finnur þú fyrir fordómum frá fólki sem drekkur áfengi? „Nei. Ég hef ekki enn fundið fyrir neinum fordómum, hvorki frá fólki sem drekkur eða drekkur ekki.“ Nú eru hundruð manna á biðlista eftir að komast inn á Vog. Finnst þér þurfa að bæta eða styrkja meðferðarúrræði á Íslandi? „Já. Það er slæmt til þess að hugsa að fólk sem er í vanda þurfi að bíða í hátt í hálft ár til að komast í meðferðarúrræði. Ég var kannski ekki forgangsmál á þessum lista en ég hef kynnst fólki sem var í virkilega slæmum málum en eftir að hafa tekið á sínum málum eftir meðferð á Vogi eru dýrmætar perlur samfélagsins í dag.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.