Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 16
16 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir
Ofursterkar
e-pillur í umferð
n Þrefalt sterkari en gengur og gerist n MDMA-efni sífellt að verða hreinni
n Bylgja í Evrópu sem lætur á sér kræla á Íslandi
S
tyrkleiki MDMA í e-töflum í
Evrópu hefur farið stigvax-
andi frá árinu 2010 og vís-
bendingar um að bylgja af
ofur e-töflum, með styrk-
leika MDMA langt umfram það
sem áður hefur þekkst, gangi nú yfir
heimsálfuna. Hér á landi hafa slíkar
töflur verið að láta á sér kræla sam-
kvæmt styrkleikamælingum á efnum
sem reynt hefur verið að smygla til
landsins. Samkvæmt upplýsingum
frá Tollstjóra var lagt hald á „umtals-
vert magn“ af e-töflum og dufti á síð-
asta ári, en árið 2015 lögðu tollverðir
hald á tæplega 210 þúsund e-töflur.
Helmingi sterkari í dag en í
gamla daga
Útbreiðsla sífellt sterkari e-taflna
kom fram í skýrslu Eftirlitsmiðstöðv-
ar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn
(EMCDDA) í fyrra, sem bar yfirskrift-
ina „Nýlegar breytingar á MDMA/
ecstasy markaði Evrópu“ (e. Recent
changes in Europe‘s MDMA/ecsta-
sy market) Þar kom fram að e-töfl-
ur hafi hægt og sígandi verið að
verða sterkari frá tíunda áratug síð-
ustu aldar þegar þær komu fyrst
fram á sjónarsviðið. Frá árinu 2010
hafi hins vegar mátt merkja veru-
lega aukningu í hreinleika MDMA í
þeim. Á tíunda áratugnum innihélt
hver hefðbundin pressuð e-pilla að
meðaltali um 50–80 mg af MDMA,
en pillurnar í dag eru að meðaltali
helmingi sterkari, innihaldi um 125
mg af MDMA.
Ofursterkar e-töflur í umferð
Hinar svokölluðu ofur-ecstasy-pill-
ur, sem finna hafi mátt á einstaka
mörkuðum í Evrópu, sprengi hins
vegar flesta áður þekkta skala í þess-
um efnum, að því er fram kom í
skýrslu EMCDDA. Dæmi eru um
styrkleikagildi upp á 270–340 mg af
MDMA í hverri töflu.
Í skýrslunni er nefnt sem dæmi
að í Hollandi, þar sem 10 þúsund
styrkleikaprófanir eru gerðar árlega,
hafi upprisa vinsælda MDMA-efna
ekki aðeins verið staðfest heldur
hafi 53% allra e-taflna sem mæld-
ar voru árið 2015 innihaldið 140 mg
af MDMA að meðaltali samanborið
við aðeins 3% árið 2009.
Skammtastærðir að stækka
Annað áhyggjuefni sem minnst er
á er að töflurnar virðast einnig vera
að stækka. Í Frakklandi mældust
þær að meðaltali 204 mg árið 2009,
en voru orðnar 325 mg árið 2014.
EMCDDA og Europol gáfu í mars
2014 út viðvörun vegna ofursterkra
MDMA-taflna sem haldlagðar
höfðu verið í Hollandi, Belgíu, Sviss
og Bretlandi.
Í grein á vef Global Drug Survey,
skrifar læknirinn og sérfræðingur-
inn Adam R. Winstock, að eins öfug-
snúið og það hljómi þá þýði hreinni
fíkniefni ekki endilega að þau séu
öruggari fyrir notendur, sérstaklega
ef það veit ekki hvað það er að taka.
Slíkt eykur möguleikann á lífshættu-
legri ofskömmtun fyrir bæði reynda
og óreynda fíkniefnaneytendur.
Hætt er við að þeir sem hafi reynslu
af vægari e-pillum eða MDMA-efn-
um hvers konar noti sama magn af
sterkara efni ef hann veit ekki að
það sé helmingi öflugra.
Dæmi um mjög sterkar töflur hér
Valþór Ásgrímsson, verkefnisstjóri
hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eitur-
efnafræði við Háskóla Íslands, segir
að þau efni sem berist inn á borð þar
séu yfirleitt bara úr innflutningsmál-
um þar sem efni hafa verið haldlögð
í smygltilraunum. Tilfinningin sé að
MDMA-styrkur sé á uppleið.
„Af þeim sýnum sem okkur ber-
ast til rannsóknar þá eru meðalgildi
síðustu ár nokkuð stöðug. En eins-
taka sinnum sjáum við töflusýni
með mjög háum styrk af MDMA.“
Valþór er staddur í Svíþjóð á
ráðstefnu með kollegum sínum
í Evrópu þar sem þessi mál eru
einmitt til umræðu. Hann segir í
samtali við DV að hann hafi rætt
þessi mál við hollenska kollega sína
sem hafi haft svipaða sögu að segja.
En innflutningur á fíkniefnum seg-
ir aðeins hluta sögunnar því ljóst
er að umtalsvert magn þeirra eru
einnig framleidd hér á landi. Íslensk
kannabisræktun er þekkt stærð og
umfangsmikil en dæmi eru einnig
um og vísbendingar að framleiðsla
á amfetamíni og metamfetamíni fari
hér einnig fram.
Pillur pressaðar innanlands
Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlög-
regluþjónn hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu, segir aðspurður
að hér á landi sé líklega ekki verið
að framleiða e-töflur og MDMA-efni
sem slík. „En það er verið að pressa
efni í töflur hér. Þetta er flutt inn í
duftformi eða kristöllum og pressað
í töflur.“
Hann segir enga
ástæðu til að draga í efa
að þróunin hafi verið í þá
átt að efnin séu að verða öflugri.
„Við vitum að kannabisefnin eru sí-
fellt að verða sterkari, með tilliti til
hlutfalls THC í þeim, væntanlega
hefur þróunin verið þannig með hin
efnin líka.“
Varhugaverð blanda
Ljóst er að þegar allir þessir þætt-
ir eru lagðir saman er þróunin
varhugaverð. Innihaldsefni e-taflna,
Mollý, eða hvers kyns MDMA-
tengdra efna eru að verða sterk-
MDMA og e-töflur Þessi dópsali er
að selja græn epli og MDMA-hylki í margs kon-
ar skammtastærðum á Facebook. MynD FAcebOOk
Litríkar en lífshættulegar Ofursterkar
e-pillur hafa verið að skjóta upp kollinum
í mörgum Evrópulöndum að undanförnu.
Ísland er þar engin undantekning. MynD ePA
„Ósnert MDMA“ Með skírskotun í hreinleika efnisins
og að það sé enn í kristalformi, er þessi fíkniefnasali að
auglýsa MDMA til sölu á Facebook á 18 þúsund krónur
grammið. MynD FAcebOOk
Sigurður Mikael Jónsson
mikael@dv.is