Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir Í fyrra smituðust tæplega 90 manns af lekanda og ríflega 30 af sýfilis, eða sárasótt. Þetta er mikil aukning miðað við síðustu ár og nærri tvisvar sinnum fleiri smit en árið 2015. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni hjá emb- ætti landlæknis og ábyrgðarmanni Farsóttafrétta, má rekja þessa aukn- ingu nær alfarið til samkynhneigðra karlmanna. Miðað við fjölda smita á fyrstu mánuðum þessa árs er því spáð að álíka margir eða fleiri muni smitast í ár. Helga Baldvinsdóttir Bjargardótt- ir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir það mjög alvarlegt að svo margir samkynhneigðir karlmenn séu að smitast af kynsjúkdómunum. „Við erum enn þá að tala um hóp sem er jaðarsettur og er að upplifa mikla skömm. Við sem samfélag ber- um ábyrgð á því að fólki líði vel með sína kynhneigð og með hverjum það velur að sofa hjá vegna þess að ef það er að upplifa smán og fordóma þá eru minni líkur á að fólk sé að passa upp á sig og heilsuna,“ segir hún. Starfshópur skipaður Þórólfur segir það alþjóðlega þró- un í seinni tíð að samkynhneigðir menn smitist í auknum mæli af sára- sótt og lekanda. „Þetta eru aðallega karlmenn sem hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er þróun sem sést í öðrum löndum, bæði Evrópu og Am- eríku. Þessi sama aukning er þar hjá þessum hópi. Maður veit það ekki fyrir víst en þetta hlýtur að tengjast því að menn séu orðnir værukær- ari í kynlífi og nota sennilega minna af verjum eins og smokkum,“ segir Þórólfur. Hann segir líklegt að faraldur- inn muni breiðast út fyrir þennan afmarkaða hóp. „Þegar maður er að sjá þessa aukningu hjá þessum hópi þá getur maður búist við því að það fari að sjást aukning í öðrum hópum, eins og til dæmis gagnkynhneigðum líka. Ég yrði ekki hissa á því,“ segir Þórólfur. Hann segir að landlæknir hafi nú þegar hafið vinnu við að stemma stigu við kynsjúkdómafaraldrinum. „Við höfum vakið athygli ráðherra á þessu og það hefur verið skipað- ur starfshópur til að koma með til- lögur að aðgerðum. Við höfum líka rætt þetta við Samtökin 78 og bent á þetta. Við höfum beðið þau um að koma með skilaboð til sinna með- lima,“ segir Þórólfur. Stórhættulegir sjúkdómar Bæði lekandi og sárasótt geta haft alvarlegar afleiðingar sé ekki brugð- ist rétt við smiti. Lekandi getur valdið ófrjósemi og sýkingu í liðum, augum, eggjaleiðurum og kviðarholi. Sýkla- lyf eru notuð gegn lekanda en margir stofnar bakteríunnar eru ónæmir gegn ýmsum sýklalyfjum. Sýfilis, eða sárasótt, getur valdið alvarlegum hjarta-, heila- og tauga- sjúkdómum síðar á ævinni sé ekki fullnægjandi meðferð gefin á allra fyrstu stigum sjúkdómsins. Einkenni hennar eru sár á þeim stað þar sem bakterían komst í snertingu. Þau eru ekki alltaf sýnileg þar sem svæð- ið getur bæði verið inni í endaþarmi eða munni. HIV-smitum fjölgaði talsvert í fyrra líka en að sögn Þórólfs eru hlut- föll á sýkingum eftir kynhneigð jafn- ari þar. Alls smituðust tæplega 30 einstaklingar af HIV í fyrra. Þórólfur segir að það megi skipta þeim í þrjá meginhópa: samkynhneigða, gagn- kynhneigða og sprautufíkla. Sennilega of værukærir Helga tekur undir með Þórólfi og seg- ir líklegt að hommar séu sennilega of værukærir. „Það er ekki þannig að þú getir tekið pillu við öllu. Það er fólk sem svarar ekki lyfjameðferð. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Við höfum sofnað á verðin- um hvað varðar fyrirbyggjandi að- gerðir. Við hjá Samtökunum reynum alltaf að hafa ókeypis smokka í boði, svo það sé ekki hindrun fyrir fólk,“ segir Helga. Hún segir mikilvægt að auka að- gengi að smokkum á Íslandi. „Það ættu að vera smokkasjálfsalar á skemmtistöðum og annars stað- ar þar sem líklegt er að kynlíf sé í uppsiglingu. Við erum enn þá með skömm tengda því að kaupa smokka. Þeir sem muna eftir HIV-faraldrin- um þá er himinn og haf á milli þess að fólk sé að pæla í þessu núna mið- að við þá. Það er engin umræða um það,“ segir Helga. n SýfiliSfaraldur meðal íSlenSkra homma n Ráðherra gert viðvart og starfshópur skipaður n Auka þarf aðgengi að smokkum „Við erum ennþá að tala um hóp sem er jaðar- settur og er að upp- lifa mikla skömm. Hjálmar Friðriksson hjalmar@dv.is Er öldruðum sinnt sem skyldi? Efnt verður til fundar í Iðnó á laugardag um stöðu aldraðra sem búa heima en þurfa engu að síður á aðstoð að halda. Yfir- skrift fundarins er: Er öldruðum í heimahúsum sinnt sem skyldi? Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur fjallar um aldraða og kerfið og spyr: Að búa sem lengst heima … er það val- kostur? Anna Þrúður Þorkelsdóttir, þjóðfræðingur og fyrrverandi for- maður Rauða kross Íslands, svar- ar eftirfarandi spurningu: Hafa breyttar áherslur í þjónustu skil- að öldruðum betra lífi? Þórunn S. Einarsdóttir félagsráðgjafi veltir eftirfarandi upp: Hvernig höldum við reisn okkar á gamals aldri? Fundarstjóri er Ögmundur Jón- asson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Allir eru velkomnir á fundinn, sem hefst klukkan 12 og stendur í rúman klukkutíma. „Þú ert dauður“ Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fang- elsi fyrir brot gegn valdstjórn- inni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, sunnudaginn 23. ágúst 2015 við Ægisgötu í Reykjavík, hótað lögreglumanni sem var við skyldustörf lífláti. Sagði maðurinn við lögreglu- þjóninn: „Þú ert dauður“ og „næst þegar ég sé þig þá ætla ég að drepa þig, helvítis fíflið þitt.“ Maðurinn mætti ekki þegar mál- ið var þingfest og var hann því dæmdur á grundvelli fyrirliggj- andi gagna. Dómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Sigtryggur bæjarlista- maður Margrét Örnólfsdóttir er heiðurs- listamaður Kópavogs í ár og Sig- tryggur Baldursson er bæjarlista- maður. Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menning- arráðs, tilkynnti þetta við hátíð- lega athöfn á Bókasafni Kópa- vogs á fimmtudag. Margrét og Sigtryggur búa í Kópavogi og hafa um árabil látið mjög að sér kveða í íslensku lista- og menningarlífi. Í tilkynningu frá Kópavogs- bæ kemur fram að Sigtryggur muni sem bæjarlistamaður vinna að því með lista- og menning- arráði og starfsmönnum Menn- ingarhúsa Kópavogsbæjar að styðja við og efla unga tónlistar- menn í Kópavogi. Texti úr bókum Margrétar verður í Lestrargöngu Bókasafns Kópavogs sem sett verður upp á gönguleiðum í ná- grenni Menningarhúsa bæjarins í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.