Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir 65 prósent telja efnahags- ástandið gott Rúm 65 prósent Íslendinga telja efnahagsstöðuna á Íslandi í dag vera góða en 35 prósent telja að hún sé slæm. Hærra hlutfall karla en kvenna telur efnahagsstöðuna á Íslandi í dag vera góða. Þetta sýnir nýleg könnun MMR. Af körlum sögðust 10 pró- sent telja efnahagsstöðuna vera mjög góða samanborið við 5 pró- sent kvenna. Aldurshópurinn 18–29 ára reyndist líklegri en aðrir aldurs- hópar til að segja efnahagsstöð- una slæma en þar töldu 47 pró- sent að efnahagsstaðan væri slæm, þar af töldu 16 prósent að efnahagsstaðan væri mjög slæm. Hins vegar er aldurshópurinn 68 ára og eldri líklegri en aðrir til að telja efnahagsstöðuna vera mjög góða, eða 16 prósent. Íslendingar í sérfræðistörfum voru líklegri en aðrir til að telja efnahagsstöðuna góða en náms- menn voru líklegastir til að telja hana slæma. Stuðningsfólk Sjálf- stæðisflokks og Viðreisnar var töluvert líklegra en stuðningsfólk annarra flokka til að telja efna- hagsstöðuna góða. Af stuðnings- fólki Pírata töldu 25 prósent að efnahagsstaðan væri mjög slæm. Þá töldu tæp 57 prósent svar- enda að efnahagsstaðan á Íslandi myndi verða svipuð og í dag eftir 6 mánuði. Rúm 16 prósent töldu að efnhagsstaðan yrði betri eftir 6 mánuði en 27 prósent að hún yrði verri. Konur reyndust ívið líklegri en karlar til að telja að efnahagsstað- an muni versna næstu 6 mánuði. Af körlum töldu 19 prósent að efnahagsástandið myndi batna, samanborið við 14 prósent kvenna. Af stuðningsfólki Viðreisnar töldu 44 prósent að efnahagsstað- an eftir 6 mánuði verði svipuð og í dag, samanborið við 63 prósent stuðningsfólks Samfylkingar og 62 prósent Sjálfstæðismanna. Hlutfall kvenna stendur í stað Í lok árs 2016 voru konur tæp- lega 26 prósent stjórnarmanna fyrirtækja sem greiða laun og skráð eru í hlutafélagaskrá. Hlut- fall kvenna í stjórnum fyrirtækja stendur í stað milli ára. Fram kemur á vef Hagstof- unnar að hlutfall kvenna í stjórn- um fyrirtækja hafi verið á bilinu 21,3 prósent til 22,3 prósent á ár- unum 1999 til 2006, fór svo hækk- andi upp í 25,9 prósent árið 2015, en stendur nú í stað milli ára. Árið 2016 voru konur 32,3 pró- sent stjórnarmanna í fyrirtækjum með 50 launþega eða fleiri, en voru 32,7 prósent árið 2015. Til samanburðar var hlutfall þeirra í stjórnum stórra fyrirtækja 12,7 prósent árið 2007 og 9,5 prósent árið 1999. Hlutfall kvenna í stöðu fram- kvæmdastjóra hækkaði lítillega frá fyrra ári, úr 21,9 prósent í 22,1 prósent, sem heldur áfram hæg- fara aukningu sem sjá má allt frá 1999, eða allan þann tíma sem gögn liggja fyrir. Hlutfall kvenna í stöðu stjórnarformanna var 23,9 prósent í lok árs 2016, sem er svipað og árið 2015. Kóngarnir á Kjalarnesi kaupa fyrrum eignir Brúneggja Feðgarnir kaupa eignirnar í gegnum fjölskyldufélögin Stjörnugrís hf. og Stjörnuegg hf. F yrirtækin Stjörnugrís hf. og Stjörnuegg hf., sem eru í eigu sömu fjölskyldu, hafa undir- ritað kaupsamning um að kaupa allar fasteignir Gjá- holts ehf. Kaupin eru með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlits- ins og er niðurstöðu að vænta í lok mánaðarins. Um er að ræða eignir sem voru áður í eigu Brúneggja ehf. Eins og al- þjóð veit hvarf rekstrargrundvöllur félagsins eins og dögg fyrir sólu eft- ir umfjöllun Kastljóss í nóvemberlok 2016. Þar kom fram að félagið hefði um árabil blekkt neytendur með sölu á vistvænum eggjum sem voru 40% dýrari en önnur egg. Í ljós kom að aðbúnaður fuglanna var skelfilegur og Matvælastofnun hafði gert fjöl- margar athugasemdir við reksturinn í gegnum árin. Viðskipti Brúneggja ehf. stöðv- ust nánast á einni nóttu og gjald- þrot blasti við. Skömmu fyrir form- legt gjaldþrot félagsins í byrjun mars voru eignir félagsins seldar yfir í Gjáholt ehf. Félagið var áður í eigu forsvarsmanna Brúneggja en núver- andi eigendur eru sagðir vera kröfuhafar félagsins en ekki er vitað hver á það félag. Sjónvarpskonan Rikka á hlut Stjörnugrís hf. og Stjörnuegg hf. eru fjölskyldufyrirtæki. Geir Gunn- ar Geirsson yngri á 50% hlut í báð- um fyrirtækjunum. Móðir hans, Hjör- dís Gissurardóttir, á 50% hlut á móti syni sínum í Stjörnueggjum hf. en hún er einnig skráð fyrir 20% hlut í Stjörnugrís hf. Aðr- ir hluthafar þar er ættfaðir- inn Geir Gunnar Geirsson eldri með 10% hlut og dæt- ur hans, Hallfríður Kristín og sjónvarpskonan Frið- rika Hjördís Geirsdóttir með 10% hlut hvor. Samkvæmt heim- ildum DV mun Stjörnuegg kaupa tvær fasteignir. Annars vegar um 2.600 fermetra ali- fuglabú að Braut- arholti 5 en hina fasteignina, sem ekki liggur fyr- ir hver er, hyggst félagið selja frá sér. Afganginn af eignum Gjáholts mun Stjörnu- grís hf. kaupa sam- kvæmt heim- ild- um DV. Fasteignir Gjáholts eru með- al annars lítið einbýlishús við Braut- arholt 3 sem og nokkrar fasteign- ir, hlaða, einbýlishús og tvö svínahús á jörðinni Stafholtsveggir II í Staf- holtstungnahreppi. Stjórnarformaður Gjáholts, Sigurð- ur Berntsson, staðfestir að fasteign- ir félagsins hafi verið seldar en lætur ekkert uppi um kaupandann að sinni. „Það verður tilkynnt þegar Samkeppniseftirlitið hefur veitt bless- un sína. Ég er bjartsýnn á að þetta gangi í gegn,“ segir Sigurður. Þjóðin kjamsar á Brúneggjum Fuglastofn Brúneggja er núna í eigu Gjáholts og eru eggin seld í margs konar iðnað. „Þau fara ekki á neyt- endamarkað heldur eru þau brotin og seld í margs konar framleiðslu, meðal annars til bakaría. Við tókum við rekstrinum þann 1. mars 2017 og þá voru aðeins um tveggja daga birgðir í félaginu. Ég veit ekki hvað varð um eggin fyrir þann tíma,“ segir Sigurður og allar líkur á að fjölmargir sem ákváðu meðvitað að sneyða hjá eggjum sem kæmu úr hænum í húsum að Brautarholti hafi neytt þeirra. Að hans sögn voru tveir möguleik- ar í stöðunni þegar Gjáholt tók við, að slátra hænunum eða að reyna að búa til einhver verðmæti. „Hænurnar sem við erum með eru 45 vikna gamlar og eiga því eftir að verpa í um 25 vikur í viðbót. Þetta eru unghænur sem áttu að koma inn í stækkun Brúneggja á sínum tíma. Það er ekkert að þessum hænum eða að- búnaði þeirra. Matvælastofnun heim- sækir okkur að lágmarki einu sinni í mánuði og því eru þessar hænur lík- lega undir strangasta eftirliti landsins,“ segir Sigurður. n Hænur Gjáholt hefur frá 1. mars selt egg undan hænum úr Brúneggjastofni í margs konar iðnað. Stjórn- arformaður Gjáholts segir að hænurnar séu undir ströngu eftirliti Mat- vælastofnunar og aðstæður þeirra séu góðar. Mynd SigtRygguR ARi geir gunnar og Hjördís Hjónin eru umsvifamikil á eggja- og svínakjötsmarkaði. Friðrika Hjördís Sjónvarpskonan vinsæla er skráð fyrir 10% hlut í Stjörnugrís hf. Mynd SigtRygguR ARi Brautarholt 5 Stjörnuegg hf. hefur í hyggju að nýta húsið undir starfsemi sína. Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.