Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 60
40 menning Helgarblað 12.–15. maí 2017 V ið þurfum að reyna að skilja fagurfræði þeirrar upplýs- ingabyltingar sem er að eiga sér stað. Ef við líkjum þessu við atómöldina þá var kjarn- orkan farin að hafa rosaleg áhrif þegar hún var enn bara fræðileg kenning, hugmynd eðlisfræðinga, en almenn- ingur fór ekki að átta sig á þessu fyr- ir en hann sá myndirnar af sveppa- skýinu. Þetta varð stóra sögnin á 20. öldinni. Táknin og sögurnar skipta svo miklu máli. Við erum hins vegar ekki enn komin að sveppaskýi upp- lýsingaaldarinnar – en helst myndum við náttúrlega vilja sjá það áður en það leiðir til einhverrar tortímingar,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, sem gaf á dögunum út bókina Stofuhiti – ritgerð um samtímann, þar sem hann veltir fyrir sér þeim breytingum á hugsun, samfélagi og menningu sem aðgangur að sítengingu og næstum því óendanlegu stafrænu rými hefur í för með sér í samfélögum nútímans. Blaðamaður DV hitti Berg Ebba í Kringlunni og spjallaði við hann um gagnamagn, samrými og mikilvægi fagurfræðinnar til að skilja samtímann. Nánd í stafrænu rými Nýja bókin þín virðist vera unnin út frá þeirri grunnhugmynd að aðgang- ur að sítengingu og næstum því óend- anlegu stafrænu rými sé að breyta því hvernig við hugsum og lifum, breyta samfélaginu okkar og menn- ingu. Getur þú nefnt dæmi um slíkar breytingar? „Já, ég hef fyrst og fremst verið að skoða þetta út frá einstaklingn- um. Ein stóra þversögnin í nútíman- um er að þessi sítengingar- og sam- félagsmiðlakúltúr blæs upp og leggur sérstaklega mikla áherslu á einstak- linginn. Þú ert með þitt pláss, þinn prófíl, þínar skoðanir, þína rödd og það er þín persónulega upplifun og reynsla sem er álitin trompa allt. En á sama tíma máir þessi kúltúr einstak- linginn út að ákveðnu leyti. Við erum byrjuð að úthýsa svo mikið af hugs- unum okkar og sjálfsmynd. Með því á ég við að ef við kaupum okkur eitt- hvað nýtt, skiptum um hárgreiðslu eða eitthvað álíka þá verðum við ekki fullkomlega sátt við okkur fyrr en við erum búin að taka mynd, pósta á netið og fjöldinn er búinn að sam- þykkja það. Kannski virkar þetta hálf- glatað, algjör hégómi og narsissismi, en ég tel að í þessu geti líka falist ákveðin hógværð. Mér finnst ég sjá al- veg jafn mikla samhygð og „empatíu“ í þessum kúltúr. Það er ákveðin feg- urð í því að við séum hópsálir. Það að upphefja einstaklinginn er ekkert endilega það besta sem mannkynið getur gert og ekkert endilega leiðin að frelsinu. Því fylgir líka mikið álag.“ Eitt af því sem þú ert að fjalla um í bókinni er hvernig það þegar svo til allir eru tengdir stöðugt inn í sama stafræna rýmið skapi einhvers kon- ar nýja nánd. Þegar ég las þetta varð mér stundum hugsað til þess hvernig „sam-tíminn“ varð til á 19. öldinni. Gufulestirnar komu fram og þá gat fólk í fyrsta skipti ferðast langar leið- ir á tiltölulega stuttum tíma. Í kjöl- farið varð nauðsynlegt að samræma og samstilla klukkur í mismunandi bæjum í Bretlandi. Þá varð til algjör- lega nýtt ástand þar sem líf fólks var skipulagt eftir nákvæmum og sam- eiginlegum tíma. Það sem þú virðist vera að lýsa er upphaf einhvers konar „sam-rýmis“, þar sem lifandi einstak- lingar á mismunandi stöðum og raunar allar upplýsingar netsins frá mismunandi tímum, lifa og hrærast í sama stafræna rýminu. „Já, þetta er góð leið til að ramma þetta inn. Það er mjög áhugavert að fylgjast með því þegar heimurinn í heild upplifir einhvern viðburð í sam- einingu. Dæmið sem ég tek í bókinni er af því þegar poppstjörnur deyja á netinu. Við getum hugsað um Steve Jobs – sem var eiginlega eins og Mes- sías fyrir ákveðinn hóp – eða kannski enn frekar Michael Jackson. Í tilviki Jacksons voru gerð upp mjög erf- ið siðferðileg mál á ótrúlega stutt- um tíma, svolítið eins og þegar mik- ill patríark í fjölskyldu deyr. Þegar poppstjarna deyr blandast líka saman persónuleg reynsla einstaklinga, allir eru að taka þátt í sama samtalinu en með sínu persónulega „touch-i“, fólk deilir uppáhaldslaginu sínu með tón- listarmanninum og tekur þannig þátt í samtalinu. Þessi nánd og samrými finnst mér mjög heillandi þó það geti líka verið svolítið ógnvænlegt, enda vill maður líka að heimurinn sé svo- lítið leyndardómsfullur. Það er auðvitað vel þess virði að pæla í þessu en þetta er samt ekk- ert nýtt. Menn eru búnir að vera að hugsa um þetta í meira en hálfa öld, Marshall McLuhan kallaði þetta til dæmis heimsþorpið þegar hann var að fjalla um sjónvarpið. Hann sá svo nánast fyrir internetið og velti fyrir sér hvort einstaklingurinn og friðhelgi hans myndi hverfa. Menn hafa verið að spá fyrir um þetta – en oftast hefur þetta verið svolítið dystópísk sýn. Nú erum við komin á þennan stað og þá hefur þetta bara sína kosti og galla.“ Í leit að sveppa- skýi samtímans Bergur Ebbi veltir samtímanum fyrir sér í bókinni Stofuhiti sem kom út á dögunum Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is „Ég held að við þurfum að hugsa fyrirgefninguna upp á nýtt, núna þegar það er hægt að grafa allt upp. Þoka frekar en upplýsingahaf segir Bergur Ebbi gagnlegra að hugsa ástand sítengingar og gagnasöfnunar sem einhvers konar gufu eða þoku. Myndin er af þokuverki japanska lista- mannsins Fujiko Nakaya fyrir utan Tate-nútímalistasafnið í London. sa m sE t t m y N d d v Metsölulisti Eymundsson 4.– 10. maí 2017 Allar bækur 1 Sagan af barninu sem hvarf Elena Ferrante 2 StofuhitiBergur Ebbi Benediktsson 3 Litla bakaríið við Strandgötu Jenny Colgan 4 Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta Jón Yngvi Jóhannesson 5 Ég man þigYrsa Sigurðardóttir 6 Þrjár mínúturRoslund og Hellström 7 Iceland flying highÝmsir höfundar 8 Í skugga valdsins Viveca Sten 9 Leyndarmál eiginmannsins Liane Moriarty 10 Komdu útBrynhildur Björnsdóttir/ Kristín Eva Þórhallsdóttir Handbækur / Fræði- bækur / Ævisögur 1 StofuhitiBergur Ebbi Benediktsson 2 Hjálp, barnið mitt er grænmetisæta Jón Yngvi Jóhannesson 3 Sterkari í seinni hálfleik Árelía Eydís Guðmundsdóttir 4 171 Ísland áfanga-staðir í alfaraleið Páll Ásgeir Ásgeirsson 5 Garðrækt í sátt við umhverfið Bella Linde/Lena Granfelt/Halla Kjartansdóttir 6 Stóra garðabókinÁgúst H. Bjarnason 7 Undur MývatnsUnnur Þóra Jökulsdóttir 8 Leitin að svarta víkingnum Bergsveinn Birgisson 9 Dagbók barnsinsYvonne Perrin 10 Volcano SudokuÝmsir höfundar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.