Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 32
Ég tók einn bardaga á einu kvöldi og vann and-stæðinginn í fyrstu lotu, tók hann niður með júdó-bragði,“ segir Björn. „Fyrir sjálfan mig þá var ég meira að taka þátt til að prófa sportið áður en atvinnuferillinn byrjar. Áhugamannabardagar fara ekki inn á „recordið“ manns, hvorki tap né sigur. Næstu helgi keppi ég á Mjölni open sem er glímumót, svo er stefnan að keppa fljótlega í næsta MMA-bardaga, hann er samt ekki kominn á dagskrá. Okkur Mjöln- ismönnum gengur illa að fá andstæðinga, við erum komnir með svo gott orðspor. Mað- urinn sem ég endaði á móti í bardaganum núna í Færeyjum var til dæmis sá fjórði í röðinni.“ „Þetta er ekki mót, heldur bardagi. Þetta er þannig að mað- ur skráir sig á móti einstaklingi og keppir við hann. Og reynir að hafa andstæðing sem er nokkuð jafn manni að reynslu. Það er samt ekki heilagt, til dæmis eins og Diego, sem keppti með 2 bardaga að baki á móti öðrum sem var með 90 bar- daga að baki.“ Færeyingar héldu með Íslendingunum, hvöttu þá áfram og tóku víkingaklappið. „Þegar Tobbi og Diego tóku síðustu bardagana þá stóðu allir upp og fögnuðu og þeir áttu erfitt með að komast í búningsklefana þar sem allir vildu myndir með þeim. Það var vel staðið að þessum bardaga hjá Færeyingum og flott „show“ og það má sjá alla bardagana á Youtube.“ Júdóið stoppaði stríðnina Björn Lúkas byrjaði sex ára að æfa júdó, var búinn að prófa flestar íþróttir sem í boði voru í heima- bænum Grindavík, en fann það að júdóið átti best við hann. „Ég man að það var smá stríðnisvanda- mál þegar ég var yngri, þegar ég prófaði júdó þá hætti hún. Auk þess var júdóið það skemmtilegasta í Grindavík,“ segir Björn. „Ég fann mig í júdóinu, svo hef ég ekki hætt síðan.“ Þrettán ára byrjaði hann að æfa tai-kwando, síðan brasilískt jiu-jitzu og fyrir tveimur árum, tvítugur, byrjaði hann í hnefaleikum og keppti í einum bardaga. „Ég man þegar við vorum að fara í keppnisferð í tai-kwando norður, þá var einhver að horfa á UFC bardaga í rútunni og þar sá ég bardaga sem var blandað- ur af júdó og tai-kwando þannig að ég hugsaði að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert.“ Björn Lúkas hefur unnið fjölda titla á mótum og ekkert látið það stoppa sig þó að æfingaað- staðan hafi ekki verið góð. „Þegar ég byrjaði í júdó í Grindavík vorum við í anddyrinu á íþróttahúsinu, það er vel steypt undir með þessum ágætu dýnum. Við vorum með drasl púsldýnur þannig að við gátum ekki kastað neinum almennilega þar. Þú ert bara búinn eftir nokkur köst. Þegar voru körfuboltaleikir þá þurfti að aflýsa æfingu eða fara í enn lélegri aðstöðu undir sundlauginni. Í dag er búið að bæta verulega aðstöðu til íþróttaiðkunar í Grindavík, en júdóið er samt enn frekar út undan þó aðstaðan sé betri. Fara æfingar fram í samkomusalnum í nýja íþróttahúsinu, meiri friður, en það kemur fyrir þegar eru samkomur að það þurfi að aflýsa æfingunni eða rifja upp æfingaaðstöðuna í gamla anddyrinu.“ Björn Lúkas segir að þessi lélega aðstaða hafi þó orðið til þess að grunnurinn varð annar og í dag mun betri fyrir MMA. „Þegar þetta er skoðað svona á endanum kom þetta mun betur út,“ segir hann. „Maður gat ekki mikið verið að kasta, þannig að þá sneri ég mér bara að hinni hliðinni í júdó sem er gólfglíman, svæfingatök og læsingar. Svo fer ég í brasilíska ji-jitusið sem er meira þannig, þannig að ég er strax orðinn mjög góður í gólfinu miðað við júdómenn. Það vita það kannski ekki allir, en ég á við vandamál að stríða, reyndar fleiri en eitt, sem er bara ósköp eðlilegt þegar kona er að nálgast miðjan aldur. Ef kona á ekki við nein vandamál að stríða fyrir 46 ára aldurinn, þá get ég sko lofað ykkur að þau hrúgast öll inn í einu á afmælisdaginn! En það vandamál sem kannski háir mér hvað mest, hefur háð mér hvað lengst og hefur mest áhrif á aðra, er að ég er stödd á ein- hverju allt öðru tímabelti en allir samferðamenn mínir. Vandamál sem í daglegu tali er kallað óstundvísi. Orsakir þessa vandamáls geta verið og eru líklega nokkrar. Til dæmis sú staðreynd að þrátt fyrir að vera ágætlega gáfum gædd, þá var ég orðin tíu ára þegar ég lærði loksins á klukku. Þegar sá hamingjudagur datt í hús, þá gat ég lagt pappírsúrinu, sem pabbi hafði teiknað af stakri snilld og klippt úr pappa, þar sem tvær eldspýtur voru vísar, og fékk mitt fyrsta alvöru úr. Orsökin getur líka verið sú að ég held einfaldlega að ég sé alltaf fljótari að græja mig en ég er, ég er til dæmis hálfnuð að setja á mig maskarann, þegar kemur ding á Facebook sem ég og athyglisbresturinn verðum að tékka á og fyrr en ég veit af er ég búin að like-a status frá Justin Bieber, kommenta hjá tólf vinum, senda kökuuppskrift til vinkonu og pota í þrjá karlmenn. Það hefur oft virkað vel að segja fólki bara strax að ég sé tímatýnd og óstundvísi sé galli hjá mér, sem ég vonandi bæti upp með kostum mínum. Vinir mínir nokkrir hafa síðan brugðið á það snilldarráð að sækja mig bara þegar við erum að fara eitthvað, þá er ég tilbúin þegar ég er sótt í stað þess að mæta ein á staðinn allt of seint. Besta lausnin að mínu mati er auðvitað klárlega sú að samferðamenn mínir myndu allir færa sig á mitt tímabelti, bara win-win fyrir alla. En það er nú kannski til frekar mikils mælst, og að öllu gríni slepptu þá er líklega besta lausnin sú að horfast í augu við eigin galla og laga helvítið. Byrja mun fyrr að hafa mig til en ég geri í dag, leggja mun fyrr af stað en ég geri í dag og svo framvegis, þá líklega næ ég á endanum að mæta á tilsettum tíma eða fyrir hann, en ekki alltaf langsíðust. En svo er kannski spurning hvort lausnin felist í mottóinu hennar Berglindar vinkonu: Betra er að vera sein og sæt en fljót og ljót? Tíminn flýgur, höfum gaman. Kær kveðja, Ragna ragna@dv.is ÉG Á VIÐ (VANDA) MÁL AÐ STRÍÐA Björn Lúkas (22) stefnir á atvinnumennsku í MMA: KEYRIR „ÁSTRÍÐAN MIG ÁFRAM“ Björn Lúkas Haraldsson sigraði sinn fyrsta MMA-bardaga nýlega í Færeyjum. Hann er rétt tvítugur, en hefur margra ára keppnisreynslu að baki úr júdó, taekwondo og jiu-jitsu, hefur keppt með undanþágu á móti mun eldri og reynslumeiri andstæðingum og sigrað og titlarnir eru það margir að hann hefur ekki tölu á þeim. MMA á hug hans allan og hann stefnir á að vera orðinn atvinnumaður innan fimm ára. SIGRI FAGNAÐ: Björn Lúkas sáttur með sigurinn. Mynd SóLLiLja BaLtaSardóttir M yn d Si g tr yg g u r ar i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.