Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 54
34 sport Helgarblað 12.–15. maí 2017 Heitir Volgir Kaldir n Staða liðanna í Pepsi-deild karla er skoðuð n Búið að reka fyrsta þjálfarann B oltinn í Pepsi deild karla er byrjaður að rúlla af fullum krafti og er í fjörið í deildinni mikið í fyrstu umferðun- um. Eftir tvær umferðir er hægt að skoða stöðu liðanna í dag en mótið er stutt og að misstíga sig í byrjun getur reynst dýrkeypt. Búið er að reka fyrsta þjálfarann en Arn- ar Grétarsson var rekinn frá Breiða- bliki í vikunni. Þriðja umferðin fer fram um helgina og þar eru margir stórleikir. Hér að neðan skoðum við stöðu lið- anna í dag og fara þau í þrjá flokka. Kaldir, volgir og heitir. n Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is 3. umferð Pepsi- deildar karla Sunnudagur 14. maí 17.00 KR - ÍA 17.00 ÍBV - Víkingur 18.00 Grindavík - Víkingur Ó. 18.00 KA - Fjölnir 20.00 Breiðablik - Stjarnan Mánudagur 15. maí 20.00 Valur - FH Sjóðheitir KA-menn hafa byrjað tímabilið vel. Liðið gæti vel blandað sér í baráttu efstu liða. Kaldir volgir heitir Breiðablik Breiðablik ákvað að reka Arnar Grétarsson, þjálfara sinn, eftir aðeins tvær umferðir, það er því krísa í Kópavogi og hún er mikil. Liðið hefur ekki unnið Pepsi-deildar lið í keppnisleik frá því í september á síðasta ári í venjulegum leiktíma. Varnarleikur liðsins er ekki jafn sterkur og hann hefur oft verið og sóknarleikur liðsins er geldur; liðið keypti þrjá öfluga sóknarmenn í vetur en enginn hefur fundið taktinn í Kópavogi. Breiðablik ætlar sér stóra hluti en í dag er erfitt að sjá liðið koma sér í toppbaráttu. ÍBv Kristján Guðmundsson virðist eiga langt sumar fyrir höndum í Eyjum. Það eru vandræði í sóknarleik liðsins og varnarleik. Varnarleikurinn hefur verið styrkleiki Eyjamanna en liðið lak inn fimm mörkum í síðasta leik gegn Stjörnunni. Andleysi og vöntun á öflugum sóknarmönnum virðist vera helsti veikleiki Eyjamanna. Kristján hefur sjálfur átt í vandræðum sem þjálfari síðustu ár og þau vandræði gætu haldið áfram í sumar. víkingur Ólafsvík Það væri svo sem ekkert sem kæmi á óvart ef Ólafsvík myndi falla úr deildinni, en liðið langar að spila á meðal þeirra bestu. Erfiðar aðstæður yfir vetrartímann og mikið breyttur leikmannahópur er að hrjá Ólafsvík í upphafi sumars. Ejub Purisevic, þjálfari liðsins, vinnur við slæmar aðstæður en hefur náð að vinna kraftaverk úr þeim, getur hann það enn á ný? Tæplega. Ía Skagamenn þurftu að styrkja liðið sitt í vetur og sóttu styrkinn erlendis frá. Sá liðsauki virðist ekki gefa Skagamönnum mikið. Erlendu leikmennirnir virka slakari en þeir lykilmenn sem Skagamenn hafa misst út, mestu munar um Ármann Smára Björnsson sem var kletturinn í vörn liðsins. Hann lagði skóna á hilluna í vetur og munar um minna, sumarið gæti orðið langt og erfitt fyrir Skagamenn. Þessi knattspyrnubær vill eiga lið í fremstu röð en hættan er að liðið leiki í 1. deild að ári. Gunnlaugur Jónsson, þjálfari liðsins, hefur unnið kraftaverk síðustu ár og þarf sitt stærsta kraftaverk í sumar svo það fari ekki illa. Fh Íslandsmeistarar FH eru með fjögur stig eftir tvo leiki sem er ágætis uppskera, nýtt leikkerfi FH virkar ágætlega en varnarleikur liðsins á eftir að styrkjast. FH vann sannfærandi sigur á ÍA í fyrstu umferð en var svo í vandræðum þegar liðið gerði jafntefli gegn KA. Það jákvæða fyrir FH er hversu öflugur sóknarleikur liðsins er. Steven Lennon virðist vera í frábæru formi og hefur skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjunum og Kristján Flóki Finnbogason hefur skorað tvö mörk. FH-ingar fara í stórt próf á sunnudag er liðið heimsækir heitasta lið landsins, Val. Stjarnan Í Garðabænum gera menn kröfur enda miklu til kostað og allar aðstæður eins og best verður á kosið, frábær 5-0 sigur á ÍBV í síðustu umferð gefur liðinu mikinn kraft og ætti liðið að berjast á toppi deildarinnar í sumar. Örlítil pressa er á Rúnari Páli Sigmundssyni, þjálfara liðsins, að ná árangri í sumar eftir tvö síðustu sumur. Stjarnan er komin með það hugarfar að allt annað en barátta um titilinn eru vonbrigði. Eru á fínu skriði og til alls líklegir. víkingur r Eftir frábæra byrjun á mótinu gegn KR á útivelli, þar sem liðið vann góðan sigur, kom smá áfall þegar liðið tapaði gegn Grindavík á heimavelli. Þetta hefur að einhverju leyti verið saga Víkings undanfarið, liðið er mjög öflugt þegar það er að berjast við lið sem eiga að vera sterkari en þeir. Þegar þeir berjast hins vegar við lið sem eru svipuð af styrkleika eða jafnvel slakari lendir það í vandræðum. Þrjú stig eftir tvo leiki er aftur á móti ágætis uppskera og Víkingar geta vel við unað. Kr KR-ingar eru eflaust svekktir að vera með þrjú stig eftir tvo leiki en eftir tapið í fyrstu umferð gegn Víkingi Reykjavík var mikilvægt fyrir liðið að svara fyrir sig á útivelli gegn Ólafsvík. Með herkjum tókst KR að vinna leikinn og svona baráttusigur gæti gefið KR mikið. Willum Þór Þórsson virðist vera á réttri leið með KR og gæti barist um þann stóra fram eftir sumri. valur Valsmenn eru eina lið deildarinnar sem hefur unnið báða leikina sína á þessu tímabili, Valsarar hafa ekki verið svona bjartsýnir síðan liðið varð Íslandsmeistari árið 2007. Valsmenn hafa unnið bikarinn síðustu tvö ár en á Hlíðarenda eru menn orðnir þyrstir í þann stóra. Valsmenn eru með gríðarlega vel mannað lið og liðið hefur á marga strengi að spila í sóknarleik sínum. grindavík Menn voru ekki vissir um að Grindavík væri með nógu sterkt lið í Pepsi-deild karla, þrátt fyrir að aðeins tvær umferðir séu búnar má sjá í leik Grindavíkur hluti sem gætu farið langt með að halda liðinu uppi. Nýliðar sem þekkja sín takmörk eru oft líklegir til árangurs, með öflugt þjálfarateymi sem spilar á styrkleika liðsins. Jafntefli gegn Stjörnunni og sigur á útivelli gegn Víkingi Reykjavík er frábær byrjun. Ka Nýliðar KA koma með trukk og dýfu inn í deild þeirra bestu. Það var vitað að KA væri með öflugt lið sem væri klárt í Pepsi-deildina. Sannfærandi sigur gegn Breiðabliki á útivelli og jafntefli gegn FH á útivelli í leik þar sem þeir voru jafnvel sterkari aðilinn er samt vonum framar. Mjög skipulagt lið með mjög góða einstaklinga fram á við, KA getur vel blandað sér í baráttu um Evrópusæti ef fram heldur sem horfir. Fyrsti heimaleikurinn er um helgina og eftir langa fjarveru úr deild þeirra bestu er gríðarleg spenna á Akrueyri fyrir leiknum. Fjölnir Ágúst Gylfason, þjálfari Fjölnis, er ótrúlegt eintak, hann missir sína bestu leikmenn á hverju ári og þarf að byggja upp nýtt lið. Honum virðist enn á ný vera að takast að búa til öflugt lið, Fjölnir er eina liðið í deildinni sem hefur ekki fengið á sig mark og fjögur stig eru komin í pokann sem Gústi og Fjölnir er að safna í. Fara líklega ekki í neina baráttu um Evrópusæti en sigla líklega um miðja deild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.