Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 47
fólk - viðtal 27Helgarblað 12.–15. maí 2017 J óhannes, sem er fæddur árið 1955, er uppalinn á Ingjalds- sandi í Önundarfirði. Þegar hann var sex ára lenti hann á sjúkrahúsi, á Þingeyri, eftir að hafa skorist illa á stóru glerbroti á gamlársdag 1961. Sjúkrahúsvistin og endurhæfingin eftir slysið, tóku sinn tíma en vegna snjóa og ófærðar fór Jóhannes ekki aftur heim á Ingjalds- sand fyrr en um páska. Í millitíðinni brallaði hann þó heilmikið á Þing- eyri, sem í minningunni er eins og stórborg á borð við London og Par- ís. „Þegar ég var orðinn rólfær fór ég niður í beitningaskúra, sagði körlun- um sögur og hermdi eftir fólkinu þarna í kring. Þeir voru mjög hrifnir og borguðu mér peninga fyrir. Þegar ég fór niður á bryggju kepptust þeir um að fá mig um borð. Mennirnir létu mig segja sögur og hlógu eins og vitleysingar að mér. Mér fannst koli gríðarlega góður. Þegar það spurðist út vildu þeir ólmir bjóða mér í mat fyrir sögur. Ég var meira en sáttur við það.“ Næmur á fólk Jóhannes átti það líka til að leika eft- ir hljóðum í hinum ýmsu tækjum og skepnum í sveitinni. Þá var hann snemma farinn að taka eftir alls kon- ar sérkennum fólks sem enginn ann- ar hugsaði út í. „Tónlist sé ég til dæm- is í lit inni í höfðinu á mér. Litirnir eru alltaf á hreyfingu. Svoleiðis hef- ur það alltaf verið. Til dæmis þegar ég hlusta á lög með Bítlunum þá sé ég rauðfjólubláa og bláa liti. Þetta er skemmtilegt en ég áttaði mig ekki á því strax að fólk upplifði þetta ekki með sama hætti og ég. Það er samt fullt af fólki þarna úti sem flokkar tóna eftir litum, en ábyggilega tölu- vert færri sjá fólk í lit.“ Þá segir Jóhannes að hann hafi alltaf átt auðvelt með að skynja líð- an fólks. „Ég er mjög næmur á fólk. Á tímabili fannst mér það óþægilegt. Ég sá hvernig fólk var þenkjandi. Þegar það var ekki nógu vel þenkj- andi þá leið mér hálf illa. Sem betur fer hef ég náð meiri stjórn á því í dag.“ Þegar Jóhannes hermir eftir fólki finnur hann persónu viðkomandi koma yfir sig. „Ég æfi mig ekki upp- hátt heldur sé einstaklinginn fyrir mér í litum. Þegar ég er farinn að sjá manneskjuna í lit þá veit ég að ég get farið að herma eftir henni. Stund- um tekur það stuttan tíma og stund- um töluvert lengri. Allt upp í 20 ár. Ég þarf að sjá viðkomandi tala, skoða hvernig hann hreyfir sig, ná fasi og orðfæri. Það er það mikilvægasta svo allt sé klárt.“ Þrátt fyrir að hafa verið, meira og minna, viðloðinn skemmtanabrans- ann allt sitt líf segir Jóhannes að það að vera fyndinn komi alls ekki eft- ir pöntun. Stundum þegar Jóhann- es er að vinna prógramm á hann í mestu erfiðleikum með að semja nýtt eftir það. „Þegar mér finnst ég alveg tómur fer ég út að ganga eða jafnvel í sturtu. Það er svo róandi að hugsa í sturtu. Svo koma hugmynd- irnar á öllum tímum sólarhringsins. Ég hef oft vaknað um miðja nótt eða eldsnemma um morgun og rokið beint í pennann þar sem ég hef feng- ið hugmynd á milli svefns og vöku. Alltaf gaman í vinnunni Prógrammið sem hann notar hverju sinni vinnur hann mestmegnis upp úr því sem er að gerast í þjóðfé- laginu hverju sinni. „Ég styðst mikið við söguna og hvað er í umræðunni. Auðvitað er alltaf eitthvað gamalt sem slæðist með. Það fer líka mikið eftir því hvernig hópurinn sem ég er að skemmta er samsettur.“ Í vetur hefur Jóhannes skemmt ásamt Guðna Ágústssyni, fyrrver- andi þingmanni og ráðherra. Þeir slógu saman í dúett og fara með sýn- inguna „Eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa“. Þegar hafa ver- ið sýningar víða um land og í haust halda þeir áfram með sýninguna þar sem hún hefur verið mjög vin- sæl. „Þetta eru tveggja klukkustunda sýningar og það hefur gengið svo vel að það er engin ástæða til að hætta strax,“ segir Jóhannes, sem bíður spenntur eftir að stíga aftur á svið með Guðna. Í 41 ár hefur Jóhannes nánast alfarið lifað á því að skemmta Ís- lendingum. Verkefnin, sem hlaupa nú á þúsundum, eru aldrei eins. „Ég hef fengið leiða á þessu í eina viku. Það var að hausti til. Síðan þá hef- ur mér alltaf þótt gaman að mæta í vinnuna. Þetta hefur gengið vel. Hef lítið þurft að auglýsa mig og mark- aðssetja. Samt er alltaf nóg að gera. Enda vanda ég mig og gef allt í þetta.“ Þessi misserin er Jóhannes mest bókaður á árshátíðir og aðra lokaða viðburði á vegum fyrirtækja. Þá er hann oft fenginn í brúðkaup. Einu sinni hefur hann verið beðinn um að skemmta í skilnaði. „Hann hefur þó dregist og er enn ekki genginn í gegn. Mér skilst að þau ætli að klára að ala börnin upp saman. Þau heyra svo bara í mér þegar að því kemur. Þá verður skilnaðarpartí. Ég get líka sagt þér að öll hjónaböndin sem ég hef skemmt í endast. Engin hjón sem ég hef skemmt í brúðkaupi hjá eru skilin.“ Yngra fólk með aldursfordóma En hver er helsti munurinn á Jóhann- esi og skemmtikröftum af þúsaldar- kynslóðinni? „Mér finnst talsmát- inn stundum leiðinlegur. Allt þetta „fokk“. Þá skiptir það miklu máli í dag að vera „þekkt andlit“. Mér finnst við eiga fullt af upprennandi og fyndn- um skemmtikröftum. Þó svo að ég fylgist kannski ekkert allt of mikið með þá fer ég af og til á uppistand og skemmti mér vel.“ Jóhannes hefur einnig tekið eft- ir því að yngra fólk sé stundum með svolitla aldursfordóma í sinn garð. „Þau halda að ég sé ekki fyrir sig en svo þegar þau hafa heyrt það sem ég hef upp á að bjóða þá snýst þeim nú yfirleitt hugur,“ segir Jóhannes og skellihlær. Þrátt fyrir að vera þaulvanur því að standa fyrir framan hóp fólks þá finnur Jóhannes oft fyrir fiðringi áður en hann stígur á svið. „Það má alveg kalla þetta frammistöðukvíða. Ég er líka þannig að ef ein setning er ekki nógu góð hjá mér þá situr hún í mér alla vikuna. Ég er samt ekkert með fullkomnunaráráttu. Maður vill bara alltaf gera betur og það er hollt.“ Aðspurður hvort hann sé ekki stundum búinn á því andlega eftir að hafa skemmt hundruðum, jafn- vel þúsundum, sömu helgi svarar Jóhannes: „Það fer gríðarlega mik- il orka í að standa uppi á sviði. Ég reyni að skammta orkuna í hverja skemmtun. Áður fyrr var svo mikið að gera hjá mér að ég kannski skreið heim eftir síðustu skemmtun helgar- innar og var fram á miðvikudag að jafna mig. Svo tók önnur löng helg- artörn við. Svona gekk þetta í 20 ár. Ég keyrði mig alveg út. En sem betur fer er þetta ekki alveg svona í dag. Ég passa mig að bóka ekki of mörg verk- efni sama daginn.“ Slakar á í náttúrunni Jóhannes á jörð fyrir vestan og þang- að fer hann mikið á sumrin en dag- lega mætir hann í ræktina þar sem hann hleður batteríin fyrir daginn. Þegar Jóhannes er í vinnutörn fer hann einnig oft út fyrir borgarmörk- in til að slaka á. „Það þarf ekki alltaf að vera langt. Heldur bara að kom- ast á stað þar sem maður finnur fyr- ir náttúrunni. Sjá snjóinn í grasinu. Hest á beit. Þegar ég kemst út í nátt- úruna þá klippi ég á allt.“ Ólíkt þeim sem dreymir um að geta verið í fríi frá vinnu á kvöldin og um helgar þá finnst Jóhannesi hálf ógnvekjandi að hugsa til þess að fólk sé fast í vinnu frá klukkan 9 á morgnana til klukkan 17, alla virka daga. „Þar sem ég vinn svona óhefð- bundinn vinnudag finnst mér ég oft sitja á stól og horfa á þjóðfélagið utan frá. Það er skemmtilegt og maður fær sjálfsagt aðra sýn á tilveruna.“ Þær persónur sem Jóhannes er hvað þekktastur fyrir að herma eft- ir eru menn á borð við Ólaf Ragn- ar Grímsson og Guðna Ágústsson. Nýjasta eftirherma Jóhannesar er Benedikt Jóhannesson fjármálaráð- herra. „Ég er farinn að ná honum þokkalega. Þetta er skemmtilegur karakter.“ Enn hefur Jóhannes ekki náð tökum á að herma eftir forseta lýðveldisins, Guðna Th. Jóhannes- syni. „Ég er enn að bíða eftir því að Guðni festi sig í sessi. Að hann geri eitthvað af sér. Hann er með svo stabílan karakter og það er mismun- andi hvað ég þarf að bíða lengi eftir fólki. En hann síast inn að lokum, hjá þjóðinni og mér.“ Fúla fólkið á þinginu Jóhannes, sem er stjórnmála- fræðingur að mennt, kveðst sakna þess úr íslenskum stjórnmálum að fólk komi sínum málum á framfæri með húmor og gleði. „Það er bara stutt síðan að fólk notaði húmor til að koma sínum málstað að. Það þekkist ekki lengur, því miður. Ef einhver reynir það þá er hann/hún bara fótum troðin/n strax.“ Af hverju heldur þú að það sé? „Ég veit það ekki. Kannski af því að gáfurnar eru að bera þetta fólk of- urliði. Það kom upp eitthvað sterkt afl með fúlu fólki. Það komst upp og því er hampað mikið í fjölmiðlum. Þetta fólk skýtur í kaf ef einhver segir eitthvað fyndið og jákvætt. Þú kem- ur miklu meira að með gleði heldur en skipunum og leiðindum. Það er bara staðreynd.“ „Það er alvara í lífinu, ég gleymi henni ekki. Ég reyni hins vegar að komast gegnum lífið á léttan máta. Kristín Clausen kristin@dv.is Hjarta Jóhannesar gafst upp árið 2009 Fékk nýtt hjarta sama ár og hefur ekki kennt sér meins síðan. MYNd Úr eiNKASAFNi Líður best úti í náttúrunni Segir að eina meðalið gegn streitu séu fjallgöngur og útivist Líður best úti í náttúrunni. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.