Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 12.–15. maí 2017 34. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Baldurs- bræla? AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND ALGJÖR LEGA GRILLUÐ VERÐ Á GRILL UM HVAÐA LAG ER NÆSTBEST? Leikur á facebook.com/byko.is VIÐ GERUM BARA GOTT ÚR ÞESSU! EUROVISIONPARTÍ MONARCH 320 gasgrill, yfirbreiðsla, grillaukahlutasett og 10kg gaskútur. Drögum út á laugardaginn fyrir lokakeppnina! Heildarandvirði vinnings er 89.980kr. KAUPAUKI FYLGIR ÖLLUM SELDUM GRILLUM Í DAG OG Á MORGUN LAUGARDAG 4x2l. PEPSI eða PEPSI MAX, Cool American og Nacho Cheese DORITOS ásamt HARIBO hlauppoka. RATTAN sófasett í garðinn, sófi (157 x 82 x 86cm), borð (116 x 61 x 42 cm / 5mm gler) og tveir stólar (74 x 82 x 86 cm). Pullur í stóla og sófa fylg ja. Svart plast og ál. 99.995kr. 41615995 Almennt verð: 125.995kr.T il b o ð sv e r ð AÐEINS TIL Í VERSLUN BREIDD OG VEFVERSLUN 10,6 kw 3 br en na rar ROGUE R425 79.995kr. 506600036 Almennt verð: 99.995kr. Tilboðsverð TRAVELQ PRO 285X 44.995kr. 506600020 Almennt verð: 59.995 kr. Tilboðsverð 4,1kw 2 br en na rar Tilboðsverð GEM 320 34.995kr. 50657521 Almennt verð: 42.895kr. 3 br en na rar 6,9 kw Q3200 69.995kr. 50650021 FRÁBÆRT VERÐ! 2 br en na rar 6,35 kw SPRING 300 34.995kr. 50686930/1 Almennt verð: 49.995kr. 3 br en na rar 11,4 kw Tilboðsverð FRÁBÆRT VERÐ! Q2200 49.995kr. 50650003 1 br en na ri (h rin g) 3,51 kw Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda út 17. maí. Ásmundur í „skítabrælu“ n Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, lenti í talsverðri brælu þegar hann var á leið frá Vestmanneyjum til fastalandsins á fimmtudag. „Það er skítabræla milli lands og Eyja en lending í Landeyjahöfn ótrú- lega mjúk og góð. Mikil sjóveiki var um borð í Baldri á leiðinni sem tók klukkutíma í stað 35 mín,“ sagði Ásmundur í færslu á Facebook sem endaði á þessum orðum: „En allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó.“ Ásmundur ætti að vera flestu vanur þegar sjómennska er annars vegar enda stundaði hann hana sem ungur mað- ur. Þá starfaði hann sem verkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja og sjálfstætt í fiskvinnslu um margra ára skeið áður en hann var kjörinn á þing. Sjálfsritskoðun aðstoðarmanns n Margt getur breyst í lífi fólks þegar það fer út í stjórnmál og tekur við opinberum störfum. Þetta er að renna upp fyrir Guð- mundi Kristjáni Jónssyni, að- stoðarmanni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann lítur svo á að vegna starfs síns sem hægri hönd ráð- herra neyðist hann til að stunda sjálfsritskoðun á samfélagsmiðl- um, sem því miður komi niður á gæðum tísta hans á Twitter. . „Ég myndi segja að atvinna mín komi í veg fyrir birtingu u.þ.b. 85% þeirra tísta sem mér dettur í hug og eru líkleg til að njóta vin- sælda,“ skrif- ar aðstoðar- maðurinn á Twitter. N íu örbrugghús eru í rekstri á landinu og auk þess styttist í að tvo til viðbótar hefji rekstur. Algjör sprenging hefur orðið í örbrugghúsum frá því að Bruggsmiðjan á Árskógssandi, sem framleiðir bjór undir merki Kalda, var sett á laggirnar árið 2006, fyrst örbrugghúsa hér á landi. Ásamt Bruggsmiðjunni eru í rekstri Ölvisholt í Flóahreppi, Gæðingur í Skagafirði, Steðji í Borgarfirði og Segull á Siglufirði. Öll þessi örbrugghús brugga og selja bjór í Vínbúðunum, auk þess að selja bjór til veitingahúsa. Þá rekur veitingastaðurinn og hostelið Kex sitt eigið örbrugghús og hið sama má segja um Bryggjuna brugghús. The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum framleiðir bjór sem seldur er á veitingahúsum í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ótalið Bjórsetrið á Hólum en þar brugga rekstraraðilar sinn eigin bjór. Auk þessara níu aðila framleiðir Borg brugghús bjóra sem fallið gætu undir skilgreininguna um örbjóra. Borg er hins vegar í eigu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og vilja helstu sérfræðingar líta svo á að Borg sé í raun bara partur af Ölgerðinni en ekki sjálfstætt örbrugghús. Tvö örbrugghús eru síðan í startholunum, bæði á Austurlandi. Austri á Héraði og Beljandi á Breiðdalsvík stefna bæði á að hefja sölu á bjór nú í sumar, með megináherslu á bjór af krana en þó er mögulegt að einnig verði seldur átappaður bjór. Stefán Pálsson, Bjórskólakennari og annar höfundur Bjórbókarinnar, hefur fylgst vel með þróun örbrugghúsa hér á landi. Að sögn Stefáns er ærið misjafnt hvernig rekstur þeirra hefur gengið í gegnum tíðina. Þannig er til að mynda Steðji að grunni til reistur á rekstri brugghússins Mjaðar sem rekinn var í Stykkishólmi en lagði upp laupana fyrir nokkrum árum. Þá hefur Gæðingur dregið úr sínum umsvifum í framleiðslu á átöppuðum bjór. Stefán segist þeirrar skoðunar að næsta kynslóð örbrugghúsa verði að mestu tengd öðrum rekstri. „Það verða þá aðilar sem brugga sinn bjór í tengslum við annan veitinga- eða skemmtistaðarekstur, eða ferðaþjónustu. Menn verði ekki í þessari framleiðslu til sölu í Vínbúðunum, nema þá að hluta. Við sjáum þess merki nú þegar. Svona örbrugghúsarekstur getur einmitt aukið aðdráttarafl í ferðaþjónustu og það sjáum við til að mynda á Siglufirði og það verður væntanlega einnig raunin með brugghúsin á Austurlandi.“ n freyr@dv.is ÖrbrugghúS Spretta upp eiNS og gorkúlur n Styttist í opnun tveggja á Austurlandi n Bjórfræðingur telur að ný brugghús muni tengjast öðrum rekstri Gerjun Bruggsmiðjan, sem framleiðir Kalda bjór, á þann íslenska flöskubjór sem er söluhæstur í Vínbúðunum. Mynd RúnAR ÞóR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.