Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Síða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Síða 72
Helgarblað 12.–15. maí 2017 34. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 785 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Baldurs- bræla? AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND ALGJÖR LEGA GRILLUÐ VERÐ Á GRILL UM HVAÐA LAG ER NÆSTBEST? Leikur á facebook.com/byko.is VIÐ GERUM BARA GOTT ÚR ÞESSU! EUROVISIONPARTÍ MONARCH 320 gasgrill, yfirbreiðsla, grillaukahlutasett og 10kg gaskútur. Drögum út á laugardaginn fyrir lokakeppnina! Heildarandvirði vinnings er 89.980kr. KAUPAUKI FYLGIR ÖLLUM SELDUM GRILLUM Í DAG OG Á MORGUN LAUGARDAG 4x2l. PEPSI eða PEPSI MAX, Cool American og Nacho Cheese DORITOS ásamt HARIBO hlauppoka. RATTAN sófasett í garðinn, sófi (157 x 82 x 86cm), borð (116 x 61 x 42 cm / 5mm gler) og tveir stólar (74 x 82 x 86 cm). Pullur í stóla og sófa fylg ja. Svart plast og ál. 99.995kr. 41615995 Almennt verð: 125.995kr.T il b o ð sv e r ð AÐEINS TIL Í VERSLUN BREIDD OG VEFVERSLUN 10,6 kw 3 br en na rar ROGUE R425 79.995kr. 506600036 Almennt verð: 99.995kr. Tilboðsverð TRAVELQ PRO 285X 44.995kr. 506600020 Almennt verð: 59.995 kr. Tilboðsverð 4,1kw 2 br en na rar Tilboðsverð GEM 320 34.995kr. 50657521 Almennt verð: 42.895kr. 3 br en na rar 6,9 kw Q3200 69.995kr. 50650021 FRÁBÆRT VERÐ! 2 br en na rar 6,35 kw SPRING 300 34.995kr. 50686930/1 Almennt verð: 49.995kr. 3 br en na rar 11,4 kw Tilboðsverð FRÁBÆRT VERÐ! Q2200 49.995kr. 50650003 1 br en na ri (h rin g) 3,51 kw Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Tilboð gilda út 17. maí. Ásmundur í „skítabrælu“ n Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, lenti í talsverðri brælu þegar hann var á leið frá Vestmanneyjum til fastalandsins á fimmtudag. „Það er skítabræla milli lands og Eyja en lending í Landeyjahöfn ótrú- lega mjúk og góð. Mikil sjóveiki var um borð í Baldri á leiðinni sem tók klukkutíma í stað 35 mín,“ sagði Ásmundur í færslu á Facebook sem endaði á þessum orðum: „En allir komu þeir aftur og enginn þeirra dó.“ Ásmundur ætti að vera flestu vanur þegar sjómennska er annars vegar enda stundaði hann hana sem ungur mað- ur. Þá starfaði hann sem verkstjóri hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja og sjálfstætt í fiskvinnslu um margra ára skeið áður en hann var kjörinn á þing. Sjálfsritskoðun aðstoðarmanns n Margt getur breyst í lífi fólks þegar það fer út í stjórnmál og tekur við opinberum störfum. Þetta er að renna upp fyrir Guð- mundi Kristjáni Jónssyni, að- stoðarmanni Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann lítur svo á að vegna starfs síns sem hægri hönd ráð- herra neyðist hann til að stunda sjálfsritskoðun á samfélagsmiðl- um, sem því miður komi niður á gæðum tísta hans á Twitter. . „Ég myndi segja að atvinna mín komi í veg fyrir birtingu u.þ.b. 85% þeirra tísta sem mér dettur í hug og eru líkleg til að njóta vin- sælda,“ skrif- ar aðstoðar- maðurinn á Twitter. N íu örbrugghús eru í rekstri á landinu og auk þess styttist í að tvo til viðbótar hefji rekstur. Algjör sprenging hefur orðið í örbrugghúsum frá því að Bruggsmiðjan á Árskógssandi, sem framleiðir bjór undir merki Kalda, var sett á laggirnar árið 2006, fyrst örbrugghúsa hér á landi. Ásamt Bruggsmiðjunni eru í rekstri Ölvisholt í Flóahreppi, Gæðingur í Skagafirði, Steðji í Borgarfirði og Segull á Siglufirði. Öll þessi örbrugghús brugga og selja bjór í Vínbúðunum, auk þess að selja bjór til veitingahúsa. Þá rekur veitingastaðurinn og hostelið Kex sitt eigið örbrugghús og hið sama má segja um Bryggjuna brugghús. The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum framleiðir bjór sem seldur er á veitingahúsum í Vestmannaeyjum og á höfuðborgarsvæðinu. Þá er ótalið Bjórsetrið á Hólum en þar brugga rekstraraðilar sinn eigin bjór. Auk þessara níu aðila framleiðir Borg brugghús bjóra sem fallið gætu undir skilgreininguna um örbjóra. Borg er hins vegar í eigu Ölgerðar Egils Skallagrímssonar og vilja helstu sérfræðingar líta svo á að Borg sé í raun bara partur af Ölgerðinni en ekki sjálfstætt örbrugghús. Tvö örbrugghús eru síðan í startholunum, bæði á Austurlandi. Austri á Héraði og Beljandi á Breiðdalsvík stefna bæði á að hefja sölu á bjór nú í sumar, með megináherslu á bjór af krana en þó er mögulegt að einnig verði seldur átappaður bjór. Stefán Pálsson, Bjórskólakennari og annar höfundur Bjórbókarinnar, hefur fylgst vel með þróun örbrugghúsa hér á landi. Að sögn Stefáns er ærið misjafnt hvernig rekstur þeirra hefur gengið í gegnum tíðina. Þannig er til að mynda Steðji að grunni til reistur á rekstri brugghússins Mjaðar sem rekinn var í Stykkishólmi en lagði upp laupana fyrir nokkrum árum. Þá hefur Gæðingur dregið úr sínum umsvifum í framleiðslu á átöppuðum bjór. Stefán segist þeirrar skoðunar að næsta kynslóð örbrugghúsa verði að mestu tengd öðrum rekstri. „Það verða þá aðilar sem brugga sinn bjór í tengslum við annan veitinga- eða skemmtistaðarekstur, eða ferðaþjónustu. Menn verði ekki í þessari framleiðslu til sölu í Vínbúðunum, nema þá að hluta. Við sjáum þess merki nú þegar. Svona örbrugghúsarekstur getur einmitt aukið aðdráttarafl í ferðaþjónustu og það sjáum við til að mynda á Siglufirði og það verður væntanlega einnig raunin með brugghúsin á Austurlandi.“ n freyr@dv.is ÖrbrugghúS Spretta upp eiNS og gorkúlur n Styttist í opnun tveggja á Austurlandi n Bjórfræðingur telur að ný brugghús muni tengjast öðrum rekstri Gerjun Bruggsmiðjan, sem framleiðir Kalda bjór, á þann íslenska flöskubjór sem er söluhæstur í Vínbúðunum. Mynd RúnAR ÞóR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.