Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 48
28 fólk - viðtal Helgarblað 12.–15. maí 2017 Á þeim áratugum sem liðnir eru frá því að Jóhannes byrjaði að skemmta hefur einn maður gert athugasemd við eftirhermu hans. „Annars hefur enginn orðið sár út í mig eða reiður.“ Ástæðuna segir Jóhannes þá að hann taki ekki fólk í gegn með niðrandi hætti. „Það skilar engu. Sumir halda að ef þeir skíta einhvern út þá virki það vel. Það skilar engu. Ég var bara krakki þegar ég lærði það að ef þú ætl- ar að gera grín að manneskju þá er æskilegt að upphefja hana fyrst.“ Jóhannesi þykir mun skemmti- legra að tala við fólk á jákvæðan og hlægilegan hátt. „Það er algjör óþarfi að koma öllu þessu klámi að. Fólk hlær af því að það losar um spennu. Ekki af því að það er fyndið. Þetta er eins og þegar fólk klappaði fyrir Hitler. Það langaði ekkert að klappa en þorði ekki öðru svo það yrði ekki drepið.“ Ekki pólitískur á sviði Aðspurður hvort hann sé pólitískur svarar Jóhannes að hann sé ekki með flokkspólitíska stefnu í sínu prógrammi. „Að vera með eigin póli- tík á sviði eða í sjónvarpinu er að mínu mati alveg galið. Þá tel ég að listamenn hafi ekki eins mikil áhrif á þjóðfélagið og búið er að berja inn í hausinn á okkur. Ég trúi því alls ekki.“ Stundum er sagt að gamanleikarar séu alvörugefið fólk, jafnvel þunglynt. Á það við um þig?„Ég er alvörugefinn en ekki þunglyndur. Það er alvara í lífinu, ég gleymi henni ekki. Ég reyni hins vegar að komast gegnum lífið á léttan máta. Þá reyni ég frekar að vera glaður en hress. Það er samt þannig með þetta starf að þú gefur rosalega mikið af þér. Þá er auðvelt að verða tómur. Einhvers staðar þarf mað- ur að fá nýja orku. Að mínu mati er eina töfralausnin sú að ganga á fjöll eða fara í langa göngutúra. Þá fram- leiðir líkaminn svo mikið endorfín að hann læknar sig. Það er alveg dýrlegt að reyna á sig.“ Það að vera þekktur á Íslandi fer ekki mikið fyrir brjóstið á Jóhannesi. Það eina sem fer í taugarnar á hon- um, í þessu samhengi, er drukkið fólk. „Ég reyni að taka jákvæðnina á þetta. En drukkið fólk þarf að segja mér svo margt. Þess vegna læt ég fáa ná í mig áður en ég byrja að skemmta. En ég hef alltaf mikinn áhuga á að tala við fólk. Síst þó þegar það er drukkið. Vín og annað dóp firrar okkur heilu viti.“ Enginn púls í þrjár vikur Árið 1999 fékk Jóhannes kransæða- stíflu en þá skemmdist hluti af hjart- anu. Á sjómannadaginn árið 2009 gafst hjartað endanlega upp en þá fékk Jóhannes tvö hjartastopp sama dag. Hjarta hans var svo skaddað á eft- ir að hann þurfti að fá nýtt hjarta grætt í sig. Hjartaskiptaaðgerðin varð gerð á Sahlgrenska-sjúkrahúsinu í Gauta- borg í lok ágúst 2009. Í viðtali við DV árið 2009 kveðst Jóhannes lítið muna frá því að hann hné niður og þar til hann vaknaði í Gautaborg þrem- ur vikum síðar þar sem setja átti upp dælu. „Mér var sagt að hjartað hefði ekki átt nema um tvo klukkutíma eftir og það er fjögurra tíma flug út. Það var því ekki nema upp á von og óvon. En ég dugði alla leið inn á sjúkrahús og þar var sett inn í magann á mér þessi dæla sem tengd er við hjartað. Dælan sá um að næra líkama Jóhannesar með blóði næstu tvo mánuðina á meðan hann beið eftir nýju hjarta. Hann segir það hafa verið svolítið skrítið að vera með dæluna því hún sprauti blóðinu stöðugt sem þýðir að hann var ekki með neinn púls þær vikur sem gamla hjartað var á „stand by“ inni í honum og dælan í maganum sá um vinnuna. Eftir að dælan var farin að gera sitt gagn var Jóhannes sendur aftur til Ís- lands. Á meðan Jóhannes beið eftir hjartanu dvaldi hann á Landspítalan- um við Hringbraut. „Það kom aldrei til greina að ég myndi deyja. Enginn talaði þannig og ég trúði því ekki í sekúndu að þetta væri búið. Kannski gerði ég mér ekki fyllilega grein fyrir því hversu veikur ég var. Þessir læknar sem sáu um mig voru svo miklir snill- ingar að þeir náðu að halda mér alveg rólegum.“ Óttaðist aldrei um líf sitt Nokkrum mánuðum síðar kom kall- ið. Búið var að finna hjarta fyrir Jó- hannes. Tæpri klukkustund eftir að hann var búinn að fá að vita að búið væri að finna nýtt hjarta voru Jó- hannes og eiginkona hans komin í rúmlega 25 þúsund feta hæð á leið til Svíþjóðar. „Margt fór um huga Jó- hannesar í þessari flugferð. „Ég man að ég horfði upp í loftið á þessari litlu Cessna-vél og hugsaði: „Hvað er að gerast? Er ég eða eru allir aðr- ir geggjaðir? Ég er nýbúinn að vera lítill drengur á Ingjaldssandi og svo er ég allt í einu að fara út í heim í svona lítilli vél til að skipta um hjarta í mér. Það er ekkert vit í þessu.“ En svo hlakkaði ég alltaf meira og meira til að fara í aðgerðina, bara eins og barn um jólin, af því að ég var svo al- gerlega öruggur um að læknunum myndi takast þetta. Ég var búinn að heyra að þessir menn sem eru þarna séu þeir bestu í heiminum í svona aðgerðum og því var enginn efi hjá mér.“ Aðgerðin og allt bataferlið gekk vonum framar. Jóhannes fékk hjarta úr tvítugum einstaklingi og hef- ur varla kennt sér meins síðan. „Ég breyttist í jafn kraftmikinn mann og þegar ég var um tvítugt. Þess vegna ætla ég að skemmta í 40 ár til viðbót- ar, hið minnsta, til að byrja með.“ n „Það er bara stutt síðan að fólk not- aði húmor til að koma sínum málstað að. Það þekkist ekki lengur, því miður. Ef einhver reynir það þá er hann/hún bara fótum troðin/n strax. Jóhannes hefur í vetur skemmt ásamt Guðna Ágústssyni Saman fara þeir með sýninguna „Eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa.“ Mynd SiGtryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.