Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Blaðsíða 24
24 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Helgarblað 12.–15. maí 2017 Borgarstjórn rankar við sér B orgarstjórnarmeirihlutinn hefur með allnokkrum rétti verið sakaður um að vera í herferð gegn einkabílnum. Ríkur vilji virðist vera hjá borgarfulltrúum meirihlutans til að hafa vit fyrir fólki þegar kemur að ferðamáta. Þannig er talið mun æski- legra að fólk fari í strætó eða vippi sér á reiðhjól þurfi það að fara ferða sinna en að það setjist upp í sinn eigin bíl. Þessi áhersla borgarmeirihlutans mætir ekki sérstökum skilningi borg- arbúa sem harðneita að láta sér segj- ast. Þeim til afsökunar má segja að vindasamt og erfitt sé að hjóla í ís- lensku borgarumhverfi og strætó er ekki valkostur í huga margra ein- faldlega vegna þess að of langur tími líður á milli ferða. Það er þægilegur kostur að velja einkabílinn, sem er fyrsta val flestra. Það virðist ekki ætla að breytast hvort sem meirihluta borgarstjórnar líkar betur eða verr. Meðan bíleigendur eiga í hinu mesta basli við að finna hentug bíla- stæði í borginni hafa rútur fullar af ferðamönnum ekið um þröngar götur miðbæjarins svo að segja á hvaða tíma sólarhrings sem er og lagt þar sem bílar hins almenna borgara fá aldrei að leggja. Vegfarendur eiga iðulega fótum sínum fjör að launa þegar þessi fyrirferðarmiklu farar- tæki koma æðandi í öllu sínu veldi. Það er greinilegt hver krefst þess að eiga forgang. Íslendingar vilja telja sig gestrisna þjóð þótt hin mikla fjölgun ferða- manna hafi orðið til þess að græðg- ishugsun hafi eflst og dafnað hjá of mörgum sem starfa í ferðamanna- iðnaðinum. Erlendur ferðamaður virðist í hugum ýmissa þjónustuað- ila fyrst og fremst vera einstakling- ur sem hægt er að græða á. Það þýð- ir samt ekki að ómögulegt sé að gera vel við hann. Til dæmis varð til sá undarlegi siður að keyra erlenda ferðamenn upp að dyrum þeirra gistastaða sem þeir hafa valið sér. Ís- lendingar vildu örugglega sjálfir búa við slíkan lúxus þegar þeir ferðast er- lendis, en upp á það er sjaldan eða aldrei boðið. Menn skulu bara gjöra svo vel og bjarga sér – og gera það yf- irleitt möglunarlaust. Borgarstjórn hefur að ákveðnu marki brugðist við þessum vanda og setti á sínum tíma reglur sem heftu umferð risastórra hópbifreiða um miðbæinn, en það leysti ekki nema hluta vandans. Nú munu ganga í gildi nýjar reglur til að draga úr um- ferð hópbifreiða, óháð stærð þeirra. Bannsvæði er stækkað en safnstæð- um fyrir hópbifreiðar verður fjölg- að. Þessar reglur munu gilda í sumar og verða síðan endurskoðaðar í ljósi reynslunnar. Þetta er viturleg ráð- stöfun og löngu tímabær. Það er mun gáfulegra að setja takmörk á þenn- an fyrirferðarmikla og ónauðsynlega akstur, sem mengar og skapar hættu, fremur en að líta það hornauga að fjölskyldur noti einkabíl sinn. n Jónas gengur af trúnni Jónas Kristjánsson, fyrrverandi ritstjóri, lætur sér fátt óviðkom- andi. Nýlega birti hann færslu þar sem fram kemur að hann hafi ekki trú á Sósíalistaflokki Gunnars Smára Egilssonar. Jónas virðist þannig gengin af trúnni því þar til fyrir skemmstu var hann virkur á Facebook-síðu Sósíalistaflokksins. En sem sagt, Jónas telur að nafngiftin verði flokknum fjötur um fót og bend- ir á að Viðreisn hafi þannig haft vit á að kalla sig Viðreisn, en ekki Nýfrjálshyggjuflokkinn. Ekki kemur fram hvað Jónas tel- ur að væri affarasælast að nefna sósíalistaflokk en það má benda á að Jafnaðarmannaflokkur Ís- lands hefur þegar verið not- að, og ekki gekk það nú fallega. Jónas hefur jafnframt litla trú á að Gunnar Smári sé heppileg- ur leiðtogi, skipreka í viðskipt- um og blaðamennsku sem Jónas telur hann vera. Það sé á pari við að Jakob Bjarnar Grétars- son, blaðamaður á Vísi, stofnaði kvennalista. Kærleiksheimilið Þeir hafa verið margir, núnings- fletirnir, sem hafa orðið ljós- ir milli ríkisstjórnarflokkanna frá ársbyrjun. Þó kærleikar hafi þótt miklir milli Viðreisnar og Bjartrar framtíðar virðist sem einhverjir brestir séu að koma í sambandið. Þannig lýsti Nichole Leigh Mosty, þingkona Bjartrar framtíðar og varaformaður alls- herjar- og menntamálanefnd- ar, því í viðtali á dögunum að hún væri „alveg til í“ að fresta afgreiðslu jafnlaunafrumvarps Þorsteins Víglundssonar jafn- réttismálaráðherra fram á haust. Þingmenn Viðreisnar munu hafa orðið hinir reiðustu vegna þessarar framgöngu Nichole og látið hana vita af því. Kannski hjónasvipurinn milli flokkanna tveggja sé farinn að fölna. Í sama viðtali segir Nichole að mjög mörg verkefni liggi fyrir allsherjar- og menntamálanefnd þingsins því það séu „svo mörg ríkisstjórnarmál að koma upp til okkar núna“. Fyrir nefndinni liggja nú 19 mál en aðeins tvö mál sem vísað hefur verið til hennar hafa verið afgreidd frá Alþingi. Það má kannski efast um skipulagshæfileika þeirra sem leiða nefndina í því ljósi að fjögur mál sem var vísað til hennar í febrúar eru óafgreidd og sjö mál frá því í mars einnig. Af þeim hefur nefndaráliti bara verið skilað í einu máli, hin tíu eru enn til umræðu inn- an nefndarinnar. Kannski það þurfi að fara að taka eitthvað til í vinnulaginu en ekki bara kvarta í fjölmiðlum. Þá erum við að leita að pókemon Vigfús sakaður um að elta fyrrverandi bocchia-liðsmenn á Lödu Sport. – DV Í kirkjum úti allan heim er beðið fyrir Salómon og Mikael Svava María Ómarsdóttir og Gunnar eiga tvö langveik börn. – DV Þessar sveðjur myndu gera líf mitt litríkara Brynjúlfur tekinn með fimm sveðjur í Leifsstöð. – DV Aldraðir í heimahúsum: Lausn eða syndaaflausn? U m aldamótin var fyrir alvöru farið að tala fyrir því að í stað þess að aldraðir flyttu- st á stofnanir þegar heilsan gæfi sig, skyldi róið að því öllum árum að þeir yrðu sem lengst heima. Það væri öllum fyrir bestu, hagkvæmari lausn fyrir hið opinbera og hagfelldari fyrir einstaklingana. Þetta tókum við flest sem gott og gilt, enda hver vill ekki vera heima hjá sér eins lengi og kostur er? Ekki sama lausn fyrir alla Að sjálfsögðu er þetta ekki ein- hlítt. Íbúar á bóndabæ í afskekktri sveit eru líklegri til að njóta lakari heimaþjónustu en íbúar í þéttbýli. Og fjöldi fólks býr við einmanaleika og aðrir þrá margmennið og félags- skapinn á stofnunum. En síðan eru það öll hin sem best kunna við sig á sínu gamla heimili. En til þess að dæmið gangi upp hlaut góð heima- þjónusta að sjálfsögðu að vera óað- skiljanlegur hluti þessarar stefnu. Ef þarna yrði ekki stökkbreyting fram á við myndi þessi stefna aldrei verða annað en í skötulíki. Eitt í orði, annað á borði En hvað gerist svo? Stofnanaúrræð- um er hlutfallslega fækkað og í sam- ræmi við það dregið úr fjárveiting- um til stofnana, enda eigi nú allir að vera heima. Samfara þessu er fólki sagt, alla vega á hátíðarstundum, að nú verði aldeilis gerð að því gang- skör að veita öldruðu fólki, sem heldur sig við heimili sitt, aðstoð svo um muni til að reka heimili sitt og sinna líkamlegum og félagslegum þörfum heima við. Frábært starfsfólk en álagið of mikið! Inn í heimahjúkrun og heimaað- hlynningu sækja að jafnaði kröftugir starfsmenn, einstaklingar sem treysta sér til að starfa sjálfstætt og sýnir reynslan að þeir eru einmitt traustsins verðir. Hins vegar er svo naumt skammtað fénu til þessa málaflokks að alltof mörg verkefni hvíla á öxlum alltof fámennrar sveit- ar starfmanna. Varla eru þeir bún- ir að sinna einu verkefni þegar þeir eru kallaðir í næsta. Og ef veikindi koma upp í starfsmannahópnum, að ekki sé minnst á sumarleyfistímann eða jól og páska, þegar viðbótar þörf er á afleysingum, þá kemur í ljós að ókunnandi og óvant fólk er ekki fært um að sinna þessu mjög svo vanda- sama verkefni. Og niðurstaðan er … Niðurstaðan er því sú að á meðan ekki er fjölgað verulega í þeim hópi sem þessu sinnir, mun það bitna á skjólstæðingum þjónustunnar með skertri þjónustu og einnig á starfs- fólkinu með óbærilegu álagi. Hið opinbera, ríki og sveitarfé- lög, þegja þunnu hljóði um þetta ófremdarástand. Í orði kveðnu er búið að „leysa vandann“ með nýrri stefnu – allir áfram heima. Það á að vera lausnin og í leiðinni væntan- lega syndaaflausn fyrir fjárveitingar- valdið sem skammtar öldrunarstofn- unum úr hnefa eins og raun ber vitni. Bað einu sinni í viku! Á sama tíma er ósjálfbjarga fólki á gamals aldri í heimahúsum sagt að því miður fái það ekki aðstoð við þvotta og böð nema einu sinni í viku! Og nú spyr ég um þessa annars ágætu stefnu, aldraðir heima, er þetta raunveruleg lausn eða er þetta syndaaflausn fyrir aðhaldssamt fjár- veitingarvald? n „Hið opinbera, ríki og sveitarfélög, þegja þunnu hljóði um þetta ófremdarástand. Ögmundur Jónasson fyrrverandi heilbrigðisráðherra Kjallari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Vegfarendur eiga iðulega fótum sín- um fjör að launa þegar þessi fyrirferðarmiklu farartæki koma æðandi í öllu sínu veldi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.