Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Page 18
18 umræða Helgarblað 2. júní 2017 É g skrifaði fyrir fáum vikum grein á þessum vettvangi um skáldsöguna frægu Sjálfstætt fólk eftir Halldór Laxness, aðallega þá í tilefni nýendur­ flutts útvarpsþáttar um staðfræði Sumarhúsa og sveitarinnar þar í kring. Greinin vakti nokkra athygli og fékk umtal, og spilaði þar inn í að skömmu eftir að hún birtist var greint frá því að Ríkisútvarpið og leikstjórinn Baltasar Kormákur væru að hrinda af stokkunum því verkefni að vinna kvikmynd og sjónvarpsþætti upp úr bókinni, og vísaði leikstjórinn í sjónvarpsvið­ tali af því tilefni meðal annars til nýbirtrar greinar minnar. Og fleiri lögðu orð í belg, ekki síst í bloggi og á samfélagsmiðlum, og meðal annars uppvaknaði umræða um mismunandi túlkun á þessari mögnuðu sögu Halldórs Laxness, en sumir vilja semsé sjá einhvers konar hetju í aðalpersónunni Bjarti í Sumarhúsum; sjálfstæðis­ hetju eiginlega – menn sem vilja fá að ráða einir fyrir sínum málum hæla sér jafnvel af skyldleikanum við þverhausinn Bjart, og rifjað var upp að í umræðunni um alþjóða­ samvinnu Íslendinga og hugsan­ lega aðild að fjölþjóðlegum banda­ lögum hafa sumir gripið til þeirrar röksemdar að við eigum að vera sjálfstæð og engum háð – eins og Bjartur í Sumarhúsum, sem á þá að vera okkur andleg fyrirmynd. Enda lagði einn helsti baráttu maður gegn hugsanlegri aðild Íslands að ESB líka orð í belg núna um daginn, Páll Vilhjálmsson, sem mér er sagt að sé á launum við að níða niður bandalagið, og sagði þegar kunn­ gjört hafði verið um væntanlegt sjónvarps­ og kvikmyndaverkefni Baltasars eftirfarandi orð á bloggi sínu: „Tvær meginútgáfur eru til af Bjarti í Sumarhúsum, höfuð- persónu Sjálfstæðs fólks. Sú yngri, sem vinstrimenn halda upp á, er Aumingja-Bjartur; ógeðfelldur þrælahaldari, fávís um tilgangsleysi brauðstritsins og steypir öllum ná- lægt sér í glötun. Eldri útgáfan af Bjarti endur- speglar bókarhluta Sjálfstæðs fólks: Landnámsmaður Íslands, Skuld- laust bú, Erfiðir tímar og Veltiár. Bjartur er í þeirri útgáfu raunsann- ur fulltrúi margra kynslóða íslenska sveitasamfélagsins sem áttu sér það sameiginlega markmið að fara fyr- ir búi – verða bændur og húsfreyjur. Átti maður ekki bú var lífshlaupið misheppnað. Nánast var jafnaðar- merki á milli þess að eiga bú og eiga fjölskyldu. Búskussi þótti meiri mað- ur en duglegt hjú. Búið skildi á milli manndóms og fjötra vinnu- mennsku. Baltasar er reykvískur kvik- myndagerðarmaður. Um þann hóp segir Óttar Guðmundsson geðlæknir: Á undanförnum árum hafa ungir kvikmyndagerðarmenn sýnt nokkrar keimlíkar bíómyndir um lífið í litlu þorpi úti á landi. Ung- ur Reykvíkingur fer í heimsókn til ættingja í afskekktum firði. Þar verður hann vitni að gegndarlausu fylleríi, kynsvalli og venjulega einni jarðarför. […] Þorpsbúar eru einfalt og barnalegt fólk sem verður að hella í sig áfengi til að geta afborið fábreytileikann. Meiri líkur en minni eru að við fáum Aumingja-Bjart í meðförum Baltasar. Vangefið landsbyggðar- fólk er betri söluvara á mölinni en trúverðug lýsing á mannlífi íslensku sveitarinnar forðum daga.“ (Páll Vilhjálmsson 16. maí 2017) „Innanum gorkúlur um hádegisbil“ Það er í rauninni ekki til annað svar við svona bulli en að vísa til sjálfrar bókarinnar. Á einum stað þegar langt er á hana liðið segir: „Eyðileik­ inn er með sínum hætti eingu síður en glaumurinn, margbreytilegur og sögulegur hvar sem lífstóra krokir í heimi, og þessi börn, sem af dular­ fullum ástæðum voru ekki dáin hér í heiðinni, þau höfðu lifað mörg söguleg tilbrigði hans, ekki aðeins á hátíðum, heldur einnig milli há­ tíða. Það er mjög fróðlegt að missa móður sína í fyrsta þerriblökrinu á sumrinu, og þegar pabbi fer burt uppúr hvarfi elsta bróðurins, í miðj­ um hátíðum, þá er það einnig sér­ kennileg reynsla, eyðileiki nýrrar tegundar, /…/ og þannig kem­ ur móðurleysið einsog skattkrefj­ andi uppúr minníngunni við burt­ för föðurins, fár sem faðir, einginn sem móðir, og um hávetur stend­ ur dreingjunum fyrir hugskotssjón­ um þessi dagur í fyrrasumar, þegar mamma þeirra var lögð á börur útí lambhúsi innanum gorkúlur um hádegisbil, og samt hélt sólin áfram að skína.“ (Bls. 337) Og hvernig á að skilja bókina um þau? Bjartur og Ásta Sóllilja Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja Laxness „Meðal annars uppvaktist umræða um mismunandi túlkun á þessari mögnuðu sögu Halldórs Laxness.“ Sjálfstætt fólk Hefur mörgum sinnum verið sett á svið við miklar vinsældir. Mynd EddI@IntErnEt.IS „Fyrir þá sem telja þvermóðsku, stífni og lífsgildis- hugmyndir Bjarts í Sumarhúsum til fyrirmyndar er rétt að minna á að frá því hann byrjar sitt sjálfstæða hokur í upphafi bókar og þar til henni lýkur tapar hann nokkurn veginn öllu sem hann hefur eignast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.