Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Page 19
umræða 19Helgarblað 2. júní 2017 Lífsgildishugmyndir Bjarts Fyrir þá sem telja þvermóðsku, stífni og lífsgildishugmyndir Bjarts í Sumarhúsum til fyrirmyndar er rétt að minna á að frá því hann byrj­ ar sitt sjálfstæða hokur í upphafi bókar og þar til henni lýkur tapar hann nokkurn veginn öllu sem hann hefur eignast. Báðar eigin­ konur hans hafa dáið þar heima, dáið á ömurlegan hátt eftir von­ brigði og mikla kvöl. Flest af börn­ um hans hafa dáið, við vitum ekki hve mörg, en oft hefur hann far­ ið með litlar kistur niður í kirkju­ garð. Einn sonur hans, sem kemst á legg, sturlast og fyrirfer sér, dóttirin hefur hrakist burt; einn sonurinn hefur sloppið því hann kemst til Ameríku; við fáum vísbendingar um að honum hafi farnast vel. Eini sonurinn sem verður eftir hjá Bjarti er sveitarathlægi. Um þetta þarf í rauninni ekki að hafa mörg orð, en það er hins vegar einn túlkunarflötur á sögunni sem ég aðhyllist, en hef þó ekki séð formúleraðan í ritum bókmenntafólks eða fræðimanna, og mig langar til að ræða hér: varpa fram sem mjög sennilegri tilgátu, og þetta snertir tengsl að­ alpersóna þessarar mögnuðu bók­ ar, þeirra Bjarts og „dótturinnar“ Ástu Sóllilju. „Dóttirin“ Ég hef dótturina í gæsalöppum því að þó að Ásta sé auðvitað dóttir Bjarts í vissum skilningi þá eru þau ekki blóðskyld, og það er bæði honum og öllum öðrum kunn­ ugt frá upphafi; konunni Rósu er prakkað inn á hann óléttri eftir að Ingólfur Arnarson Jónsson, sonurinn á Útirauðsmýri, hefur barnað hana. Þegar Rósa deyr en tíkin bjargar barninu til lífs þá fer Bjartur að Útirauðsmýri og vill fá að tala við hreppstjórahjónin, og þá halda þau bæði að hann ætli að fara að tala um að hann eigi ekki þetta barn. En það er öðru nær. Bjartur tekur stúlkunni fagn­ andi, skírir hana þessu ástsamlega nafni, Ásta Sóllilja, og hún verður hans uppáhaldsbarn. Þó held ég, og þetta er mjög mikilvægt til að skilja Bjart í Sumarhúsum, að til­ finningar hans gagnvart stúlkunni hafi aldrei verið eins og ást föður til dóttur. Hann veit að þetta er barn Rauðsmýrarfólksins, sem hann hefur verið þræll hjá, ríka fólksins í sveitinni, og þetta lífsblóm hans er þá jafnframt einhvers konar her­ fang; hann bíður eftir að hún verði fullorðin og þá á hún að verða kon­ an í hans húsi. Þannig held ég að verði líka að skilja atvikið þegar þau gista saman í vertshúsinu niðri á Firði og hann snertir hana. Og þannig er einnig rétt að skilja hvernig hann horfir á hana í laumi á kvöldin þegar hún þvær sér fyrir svefninn í baðstofunni, og er að verða fullvaxta. Afbrýðisemi Bjarts Þegar Bjartur fer burt á miðjum vetri, eftir að hafa misst drjúgan hluta síns fjárstofns, til þess að fara í launavinnu niðri á Firði þá kveður hann Ástu Sóllilju eina, með hlýj­ um orðum og segir að þegar hann komi aftur ætli hann að byggja fyr­ ir hana hús. Og felur henni um leið búsforráð þar heima í fyrsta sinn; hún á að vera húsfreyjan á heim­ ilinu í hans fjarveru, og svo áfram að því er ætla má. Hann sendir í stað sjálfs sín þangað heim mann til að uppfræða börnin, en um hann er talað á einum stað sem: „illræmdan mannaumingja, ann­ álaðan drykkjurút og tugthús­ lim, sem þaraðauki er hrepps­ ómagi með fullt hús af krökkum og ofaní kaupið hættulega berkla­ veikur“ (bls. 402). Þannig að þegar sá drykkfelldi mannræfill sem hann sendir í sinni fjarveru til að kenna Ástu Sóllilju og bræðrum hennar flekar stúlkuna, eða hrein­ lega nauðgar henni, barnar hana og smitar af berklum að auki, þá er hann að leggjast með húsfreyjunni á heimili Bjarts. Og þarna kemur lykilatriðið, um það hvernig hann bregst við þegar hann fær að vita að hún sé ólétt, í þeim kafla bókarinnar sem er senni­ lega tragískastur af öllum. Hann bregst ekki við eins og elskandi faðir sem fær að vita að það hafi verið brot­ ið gegn dóttur hans, að hún hafi ratað í mikla ógæfu. Því að þótt Bjartur sé þverhaus, þá hefði hann átt að sjá að glæpur gegn dóttur hans var auðvit­ að líka glæpur gegn honum sjálfum, og hann hefði líka átt að sjá sök sína í málinu. En það gerir hann ekki, held­ ur bregst hann við eins og kokkálaður maður hefði gert – hann slær hana og rekur hana á braut. Fullur afbrýðis­ heiftar, hann hefur verið svikinn, það hefur verið haldið framhjá honum. Samt slitnar aldrei strengurinn á milli þeirra, þótt hvorugt segist vilja sjá að heyra eða vita af hinu. Hún skírir barnið sem hún eignast Björt, og hann lætur tvisvar bera til hennar ljóðmæli eftir sjálfan sig, og seinna kvæðið ærið fallegt og endar svo: „Afturámóti var annað stríð í einum grjótkletti forðum tíð, og það var allt útaf einni jurt, sem óx í skjóli og var slitin burt. Því er mér síðan svo stirt um stef, stæri mig lítt af því sem hef, því hvað er auður og afl og hús ef eingin jurt vex í þinni krús?“ (bls. 479) „Þó held ég, og þetta er mjög mikilvægt til að skilja Bjart í Sumarhúsum, að tilfinningar hans gagn- vart stúlkunni hafi aldrei verið eins og ást föður til dóttur. Baltasar Kormákur Hyggst vinna kvikmynd og sjónvarpsþætti upp úr bókinni. MynD Sigtryggur Ari www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 Gómsætir veislubakkar, sem lífga upp á öll tilefni. Er kannski heilsuátak framundan? Ávextir í áskrift kosta um 550 kr. á mann á viku og fyrirhöfn fyrirtækisins er engin. Ávaxtaðu betur Út og og niðurupp suður H ö n n u n : I n g va r Ví ki n g ss o n

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.