Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Side 29
við sendum keppendur út sem við höfum trú á.“ Allir dagar eru eins Þær segja alla daga eins, og dagana snúast um og raðast í kringum æfingar, sem oftast eru tvisvar á dag. Tanja Rún mætir þrisvar í viku á æfingu með Konna þjálfara. Inga Hrönn er hins vegar í fjarþjálfun hjá honum og fer á eigin tíma. „Það hentar mér betur, frekar en að vera með niðurnegldan tíma, ég mæti yfirleitt bara klukkan sex á morgnana, þá er þetta búið og það venst að vakna á þessum tíma,“ segir Inga Hrönn. „Konni sníður pró grammið í kringum það sem við erum að leggja áherslu á hverju sinni, hann fylgist náið með manni, mælingar og eftirfylgni einu sinni í mánuði, svo er hann alltaf hér þannig að við getum spurt hann ef eitthvað er. Hann fer einnig stundum út með okkur á mót og það var frábært að hafa hann með núna á Evrópumótið,“ segir Tanja Rún. „Lífið er rosalega niðurneglt,“ segir Inga Hrönn, sem er farin að sofa um klukkan tíu öll kvöld. Samhliða vinnu, heimili og æfingum tók hún mastersnám í vetur og útskrifaðist í febrúar. „Ég hélt bara að þessi önn yrði mín síðasta. Dagarnir byrjuðu klukk- an sex og voru til miðnættis, þetta var ótrúlega erfitt og krefjandi, en á sama tíma mjög skemmtilegt. Þetta er eins og með sportið sem við erum í, fólk fer í það til að skora á sjálft sig,“ segir Inga Hrönn. „Ég vakna, fer í skólann, í ræktina, heim að elda fyrir vikuna eða læra, svo að sofa, svo vakna ég klukkan fimm og næsti dagur tekur við,“ segir Tanja Rún. „Það eru allir dagar eins og ekkert pláss fyrir önnur áhuga- mál.“ Verður sportið alltaf hluti af lífsstílnum? „Á meðan mér líður vel þá held ég áfram að æfa,“ segir Inga Hrönn. „Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri,“ segir Tanja Rún, „og ég er til í að gera þetta bara vel. Svo er þetta kannski tímabundinn áhugi, en alla- vega núna er hann gríðarlegur.“ Þær segja sportið hins vegar ekki fyrir alla og það krefjist fórna. Margir séu þó áhugasamir og þær fái oft fyrirspurnir um hvað þær borði, hversu oft þær æfi og slíkt. „Krökkunum í skólanum finnst alveg sérstakt þegar ég tek upp egg í tíma, en margir hafa áhuga og spyrja mig, bæði í eigin persónu og á Instagram,“ segir Tanja Rún. „Það krefst fórna að ná langt í þessu sporti,“ segir Inga Hrönn, „sem dæmi má nefna að ég hitti vinkonur mínar á Eurovision núna í maí og hafði þá ekki hitt þær síðan í desember, mað- ur þarf að gefa sig allan í þetta á meðan tímabilið er,“ segir Inga Hrönn. „Ég fer ekki út á föstudagskvöldi með vinkonunum að djamma, af því ég þarf að vakna snemma til að fara í morgunbrennslu,“ segir Tanja Rún. „Sumir fara og fá sér bjór, við förum á æfingu.“ „Þetta eru aðrar áhersl- ur,“ segir Inga Hrönn. EvrópumEistaramótið Er annað af tvEimur stErkustu áhugamannamót- um í fitnEss og vaxtarrækt í hEim- inum í dag mEð um 1.500 kEppEndur frá 44 þjóðlöndum. mótið Er haldið í santa susanna á spáni. ung og upp- rEnnandi Tanja Rún stillir sér upp fyrir myndatöku á Evrópumótinu. Hún á bjarta framtíð fyrir sér í sportinu. nýbyrjuð í sportinu Tanja Rún hefur æft og keppt í innan við ár. Mynd MuMMi Lú fyrsta sæti hEima og úti Inga Hrönn hefur unnið til fyrstu verðlauna bæði hér heima og í Noregi. Mynd MuMMi Lú í fanta- formi Inga Hrönn á Evrópumótinu á Spáni, hún er í fanta- formi og ákveður nú á hvaða móti hún ætlar að keppa næst.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.