Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Síða 36
Nýlega opnaði Einar Falur Ingólfsson sýninguna „Land-
sýn – Í fótspor Johannesar Larsen“ í aðalsal Hafnar-
borgar. Sýningin samanstendur af ljósmyndum Einars
og teikningum Johannesar Larsen.
Meginstef sýningarinnar er tíminn sjálfur, tími landsins og mannanna. Ljósmyndir
Einars fjalla fyrst og fremst um sam
tímann þó að samtímis kallist þær á við
tíma Íslendingasagna og tíma Larsen
á Íslandi. Ljósmyndaverk Einars geta
vissulega staðið stök og sjálfstæð en
undirstaða sýningarinnar er þó samtal
Einars við teikningar Larsen.
Margir góðir gestir mættu við opn
un sýningarinnar, en hún stendur yfir
til 20. ágúst.
Góðir Gestir Ættingjar og vinir mættu og fögnuðu opnun með Einari. Gunnlaug,
tengdamóðir Einars Fals, mætti með falleg sumarblóm.
Landsýn í
fótsporum
Jóhannesar
Einar Falur Ingólfsson opnar sýningu í Hafnarborg
tenGda-
mamma leit
við Gunnlaug
Eggertsdóttir,
tengdamóðir
Einars Fals, og
Salvör Nordal,
framkvæmdastjóri
Siðfræðistofnunar
Háskóla Íslands.
ljósmyndarakvartett Ljósmyndararnir Spessi Hall-
björnsson, Ívar Brynjólfsson, Guðmundur Ingólfsson og Bragi
Þór Jósepsson.
ÁhuGasöm
um menninGu
Hrefna Haraldsdótt-
ir framkvæmdastjóri
Miðstöðvar ís-
lenskra bókmennta,
og ljósmyndarinn
sjálfur, Einar Falur.
menninGarþrenna Margrét
Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og
myndlistarmennirnir Helgi Þorgils
Friðjóns son og Steingrímur Eyfjörð.
menninGarmæðGur Listakonan
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir og dóttir
hennar, Andrea Magdalena Jónsdóttir, voru ánægðar með sýninguna.
saman í listum Eiginkonan Ingibjörg
Jóhannsdóttir, skólastjóri Landakotsskóla og
myndlistarkona, var ánægð með sýninguna.
Þau hjónin eru bæði listræn.