Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Blaðsíða 46
26 sakamál Helgarblað 2. júní 2017 Afbrýðisemi dAuðAns n Stutt ástarævintýr á Krít árið 2006 olli harmleik tveimur árum síðar M ál þýsku konunnar Christine Schürrer bar hátt í Svíþjóð árið 2008. Christina fæddist í Hannover árið 1976 og segir ekki mikið af æsku hennar. Þó er vitað að faðir hennar sagði skil­ ið við fjölskylduna fyrir fullt og allt þegar Christine var ellefu ára. Christine fór í skiptinám til Bandaríkjanna og bjó þá hjá ætt­ ingjum á Manhattan. Þegar hún sneri heim til Þýskalands settist hún að í Göttingen og lagði stund á nám í sögu í sex ár. Um eins árs skeið dvaldi hún í Grikklandi, flutti síðan heim á ný en fór síðan, árið 2006, aftur til Grikklands, Krítar nánar tiltekið. Á Krít hitti Christine Svía nokkurn, Torgny Hellgren, og áttu þau rómantískt samband, samband sem rann sitt skeið en varð kveikjan að voðaverkum í Sví­ þjóð árið 2008. Þriðja sjálfsvígstilraunin Sumarið 2007 kom Christine til Svíþjóðar og bjó fyrst um sinn í Södermalm, í miðborg Stokk­ hólms, en fluttist síðar í úthverfið Skarpnäck. Á þessum tíma reyndi Christine að fyrirfara sér í þriðja skipti. Fyrri tvö skiptin áttu sér stað eftir að upp úr slitnaði hjá henni og Torgny, en Christine mun hafa fundist hún illa svikin, þrátt fyrir að um hefði verið að ræða aðeins tveggja vikna ástar­ ævintýri. Þessi þriðja sjálfsvígstilraun tókst ekki frekar en hinar tvær fyrri og á sjúkrahúsi var gert að smá­ vægilegum skurðum á handleggj­ um hennar og hún síðan útskrifuð. En þess var skammt að bíða að drægi til tíðinda. Sjúklega afbrýðisöm Í smáborginni Arboga í Västman­ land í Mið­Svíþjóð bjó Emma Jangestig, 23 ára, tveggja barna móðir, ásamt sambýlismanni sín­ um og stjúpföður barnanna, áður­ nefndum Torgny Hellgren. Vitað er að Christine hafði gert sér ferð til Arboga í tvígang, 12. og 14. mars 2008, sennilega í könnunarskyni. Hún kom í þriðja skipti til Arboga síðdegis 17. mars, fór heim til Emmu og bankaði upp á. Grunlaus opnaði Emma dyrnar og án frekari kynningar ruddist Christine inn í húsið. Síðan lét hún hamar vaða í höfuð Emmu, fimmtán sinnum alls. Að því loknu sneri Christine sér að börnum Emmu, Max, þriggja ára, og Sögu, eins árs, og veitti þeim banvæna höfuðáverka. Ástæða ódæðisins var talin sjúkleg af­ brýðisemi í garð Emmu vegna sam­ bands hennar og Torgny. Fór til Þýskalands Emma lifði árásina af, en var ekki til frásagnar, enda í dái. En lögreglan var snögg til og handtók Nicklas Jangestig, föður barnanna, en hon­ um var sleppt daginn eftir þegar ljóst var að hann hafði hvergi kom­ ið nærri. Christine Schürrer hafði hins vegar yfirgefið Svíþjóð og farið til Þýskalands strax daginn eftir, 18. mars. Hún var handtekin í Þýska­ landi 22. mars, en sleppt samdægurs vegna skorts á sönnunargögnum. Christine handtekin Þýska lögreglan sendi lífsýni úr Christine til kollega sinna í Svíþjóð, þann 24. mars. Þá var Emma að koma til sjálfrar sín og gat gefið lýsingu á árásarmanninum sem smellpass­ aði við Christine. Upptökur úr eftirlitsmyndavélum sýndu að Christine hafði verið í Arboga þegar börn Emmu voru myrt og rekja mátti skófar á vettvangi til hennar. Þýska lögreglan handtók Christine 30. mars og hún var síðar send til Svíþjóðar þar sem réttað var yfir henni. Árangurslaus áfrýjun Undir lok ágúst 2008 var Christine sakfelld fyrir morðin á börnunum og morðtilraun gagnvart móður þeirra. Christine undirgekkst geð­ mat en var svo ósamvinnuþýð að ekki reyndist unnt að komast að niðurstöðu varðandi geðheilbrigði hennar. Þann 14. október, 2008, fékk hún lífstíðardóm sem hún áfrýjaði síðar. Áfrýjunin breytti engu og fyrri dómurinn var staðfestur 16. febrúar 2012. Christine var flutt til Þýskalands í mars 2012 og mun ljúka afplánun sinni í kvennafang­ elsinu í Vechta í Neðra­Saxlandi. n Christine Schürrer Hugsaði sambýliskonu fyrrverandi ástmanns síns þegjandi þörfina. „Síðan lét hún hamar vaða í höfuð Emmu, fimmtán sinnum alls.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.