Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Page 52

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Page 52
32 lífsstíll Helgarblað 2. júní 2017 Félagsleg fullkomnunarárátta Sóley Dröfn er höfundur bókarinnar Náðu tökum á félagskvíða S óley Dröfn Davíðsdóttir, sál- fræðingur og forstjóri Kvíða- meðferðarstöðvarinnar, er höfundur bókarinnar Náðu tökum á félagskvíða. Hún er fyrst spurð um hvað ein- kenni þann sem þjáist af félagskvíða. „Það sem fólk hræðist mest af öllu er að sýna kvíða eða koma þannig fyrir að aðrir dæmi mann. Vissulega blundar þetta í okkur flestum en það eru 10–12 prósent fólks sem þjást af félagsfælni. Einkennin eru óhóflegur ótti við það að koma illa fyrir, vera dæmdur af öðrum og þar af leiðandi mikill kvíði í félagslegum aðstæðum. Þetta geta verið aðstæður þar sem þarf að eiga samskipti við aðra, til dæmis spjall í veislu, kynnast öðrum eða aðstæður þar sem þarf að gera eitthvað fyrir framan aðra, til dæm- is tjá sig í hópi fólks eða leika á tón- leikum. Oftast verður þetta ekki að vandamáli fyrr en á unglingsárum eða seinna,“ segir Sóley. „Félagsfælni verður mjög hamlandi fyrir þá sem þjást af henni. Þetta er einangrandi vandi og vítahringurinn er tiltölu- lega skýr. Vítahringurinn er á þá leið að fólk óttast að vera dæmt af öðrum og gerir þar af leiðandi eitthvað til að verja sig, beitir svokölluðum öryggis- ráðstöfunum. Þessar öryggisráðstaf- anir gera vandann í raun verri og viðhalda vandanum. Einstaklingurinn óttast að aðr- ir muni dæma hann og gerir þá eitthvað til að verja sig, forðast til dæmis að tjá sig við fólk eða halda fyrirlestur. Fyrir vikið ná aðrir ekki að kynnast honum eða hann nær ekki leikni í að halda erindi, hefði kannski orðið afbragðs fyrirlesari. Maður sér hæfileikaríkt fólk, til dæmis tónlist- arfólk sem höndlar ekki að leika á tónleikum af ótta við viðtökur. Fyrir fólk sem þjáist af félagsfælni getur það orðið meiriháttar mál að kynn- ast fólki og eignast vini, halda sam- bandi við þá, jafnvel að hringja í aðra. Félagsfælnir eru að meðaltali með lægri laun og ná minni framgöngu í starfi vegna þess að þeir skorast und- an hlutum eins og að vera með kynn- ingar eða taka að sér aukna ábyrgð.“ Öryggisráðstafanir sem gera illt verra Hverjar eru afleiðingarnar fyrir þann félagsfælna? „Félagsfælni getur leitt til þess að fólk flosni upp úr skóla og vinnu. Sumir fara jafnvel að misnota áfengi, lyf og vímuefni vegna þess að þeim finnst þeir njóta sín betur undir áhrifum. Félagsfælni getur einnig leitt til þunglyndis. Þetta getur því verið alvarlegur vandi og í sumum tilfellum leitt til örorku. Þær öryggisráðstafanir sem félags fælinn einstaklingur grípur til til að vernda sig gera stundum illt verra. Hann forðast kannski að tala af ótta við að virðast vitlaus eða snýr sér undan til að fela handskjálfta. Hann hefur ekki samband af ótta við að trufla eða forðast augnsamband í samtali og virðist þar af leiðandi vera áhugalaus. Þetta elur á einangrun hans og hann kemst ekki að því að því að þessar öryggisráðstafanir gera illt verra og að honum hefði verið vel tekið án þeirra. Margir félagsfælnir óttast að virð- ast kvíðnir, vitlausir, skrýtnir eða leiðinlegir. Sá sem óttast að virðast leiðinlegur gæti til dæmis klætt sig þannig að hann falli inn í veggina, forðast augnsamband og svarað í eins atkvæðis orðum ef hann er spurður að einhverju. Þegar aðrir fá lítil viðbrögð draga þeir sig oft í hlé. Þá hugsar viðkomandi að þetta sanni hve leiðinlegur hann sé, en í raun voru það öryggisráðstafanirnar sem skemmdu fyrir honum.“ Er fólk duglegt við að leita sér hjálpar í þessum aðstæðum? „Að meðaltali leitar fólk sér að- stoðar tuttugu árum eftir að vandinn kom í ljós og er þá búið að berjast við hann í öll þessi ár. Nú er fólk farið að leita sér aðstoðar fyrr en áður sem er ánægjulegt. Nú gefst fólki færi á að vinna á vandanum sjálft með að- stoð þessarar bókar. Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að gera þessa meðferð aðgengilega öllum.“ Prófa félagsleg mistök Hvernig er hægt að leysa vanda eins og þennan? „Það jákvæða er að það er hægt að ná árangri á skömmum tíma og er farið yfir það í bókinni skref fyrir skref hvernig megi ná tökum á vand- anum. Einnig er farið yfir hvernig megi efla sjálfstraust og færni í sam- skiptum, eignast félaga og aðstoða félagskvíðin börn. Það er sérgrein okkar að meðhöndla félagsfælni á Kvíðameðferðarstöðinni. Þar ná um 80 prósent fólks bata eftir tíu skipti, sem er með því betra sem gerist í sál- fræðilegri meðferð. Við teiknum upp vítahringinn með hverjum og einum og aðstoðum fólk við að átta sig á því hverju þarf að breyta. Þegar einstaklingur verður óöruggur verður hann ótrúlega sjálf- meðvitaður og upptekinn af því hvernig hann kemur fyrir. Hann á þar af leiðandi erfitt með að taka eftir því sem er að gerast í kringum hann, hvað aðrir segja og hvernig aðrir bregðast við honum. Hann tekur enn betur eftir eigin vandræðagangi og stressast meira og meira upp. Í bókinni er lesendum kennt að beina athyglinni frá sér þannig að það nái betur að slaka á og gleyma sér. Þeir læra að skoða umhverfi sitt, hlusta af athygli á aðra og spá minna í sig. Líkt og væru þeir blaðamenn, sem eiga að draga fram það besta í fari viðmælandans, en ekki leika á als oddi sjálfir. Við það að beina athygl- inni frá sér minnkar kvíðinn töluvert. Það má segja að félagsfælni sé fé- lagsleg fullkomnunarárátta þar sem fólk lítur félagsleg mistök mjög alvar- legum augum. Mikilvægt er að prófa að gera svolítið af félagslegum mis- tökum og sjá hvað gerist, til dæmis mismæla sig og senda tölvupóst með villum. Það kemur fólki skemmti- lega á óvart hvað því leyfist meira en það heldur félagslega. Í raun gerist afskaplega lítið þótt við komum illa fyrir við og við, fólk er lítið að velta sér upp úr mistökum annarra og hef- ur nóg með sig.“ n Sóley Dröfn „Það er sérgrein okkar að meðhöndla félags- fælni á Kvíðameð- ferðarstöðinni.“ MynD Sigtryggur Ari „Að meðaltali leit- ar fólk sér aðstoð- ar tuttugu árum eftir að vandinn kom í ljós og er þá búið að berjast við hann í öll þessi ár. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.