Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Qupperneq 56

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.2017, Qupperneq 56
36 menning Helgarblað 2. júní 2017 Samtal þrennra tíma Ljósmyndarinn Einar Falur fetar í fótspor hins danska Johannesar Larsen L andsýn – Í fótspor Johannesar Larsen er yfirskrift sýningar Einars Fals Ingólfssonar ljós- myndara í Hafnarborg. Sýn- ingin stendur til 20. ágúst. „Á sýningunni eru annars vegar ljósmyndir sem ég hef tekið síð- ustu þrjú árin í stóru samstarfsverk- efni við danskan listamann sem hét Johannes Larsen, sem fæddist 1867 og dó 1961. Hann var einn þekkt- asti og vinsælasti listamaður Dana á sínum tíma, gríðarlega vinsæll fyrir landslagsmálverk og ekki síst mál- verk og myndir af fuglum, kallaður Fuglamálarinn,“ segir Einar Falur sem segir frekari deili á Larsen. „Árið 1927 var Larsen fenginn til þess af þeim meisturum, Nóbels- verðlaunaskáldinu Johannes V. Jensen og Gunnari Gunnarssyni, að halda til Íslands til að teikna mynd- ir fyrir nýja útgáfu Gyldendal af Ís- lendingasögunum sem átti að koma út í stóru broti. Hann féllst á að taka þetta að sér, var að verða sextugur, og hafði aldrei lesið Íslendingasögurn- ar. Hann las þær á leiðinni og ætlaði á einu sumri að teikna myndir í þessi þrjú bindi. Það reyndist mun meira verk en hann hafði grunað. Bæði var Ísland erfitt yfirferðar árið 1927 og þetta var mikil nákvæmnisvinna. Hann byrjaði að teikna og fór Suður- og Vesturland með aðstoðarmanni sínum. Tíu vikum seinna, þegar hann kom til Stykkishólms, biðu hans þær fréttir að kona hans lægi fyrir dauð- anum. Þá sneri hann heim en hún dó meðan hann var á leiðinni. Þau voru mjög náin og hann treysti sér ekki til að halda verkinu áfram strax, en kom aftur til Íslands þremur árum seinna. Árið 1930 var hann á landinu í tólf vikur, ferðaðist um söguslóðir Íslendingasagna og endaði við Mý- vatn, þar sem hann sá nóg af fuglum, 1. september 1930. Hann skapaði 308 ótrúlega fínar teikningar og tveir þriðju þeirra enduðu í frábærlega fal- legri útgáfu af Íslendingasögunum sem Gyldendal gaf út 1930–32.“ Ferðaðist með Íslendinga- sögurnar Einar Falur ákvað að feta í fótspor Larsen og ljósmynda á stöðunum þar sem hann hafði teiknað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann fetar slóð- ir látins listamanns. „Fyrir nokkrum árum eyddi ég fjórum árum í ljós- myndaverkefni sem ég vann upp úr vatnslitamyndum sem breski mynd- listarmaðurinn W.G. Collingwood málaði á slóðum Íslendingasagna árið 1897. Úr því verkefni varð stór sýning í Þjóðminjasafninu sem flakkaði síðan til ýmissa staða innan- lands og utan og gefin var út bók um það verkefni. Ég ætlaði aldrei að gera neitt þessu líkt aftur. Þetta var svo erfið vinna. Samt endaði það á því að ég fór að skoða Larsen og fylltist forvitni og fannst ég verða að skoða hann betur. Sú vinna tók þrjú ár. Ég undirbjó mig vandlega, las mér til um staðina og var búinn að lesa þær sögur sem gerast á hverjum stað, hvort sem það var Víga-Glúms saga eða Egils saga. Ég var líka búinn að lesa dagbækur Larsen og vissi hvað hann hefði upplifað á þessum slóðum. Í fyrra var ég á ferðinni í tólf vikur, sömu tólf vikur og Larsen árið 1930, og fór á staðina þar sem hann hafði unnið að sínum nákvæmu teikning- um. Ég var með stóra spýtumynda- vél þar sem maður er með dúkinn yfir hausinn þegar maður myndar. Þetta er gamla aðferðin sem gefur ótrúlega skarpa mynd í gríðarlega mikilli upplausn. Ég tók ljósmyndir af þeim stöðum sem Larsen hafði teiknað, stundum sömu sjónarhorn og hjá honum, en líka mín eigin. Ég ferðaðist með Íslendingasögurnar, bæði danska og íslenska útgáfu, og las á þessum stöðum, lá í tjaldi eða svaf í bílnum. Mér fannst alltaf eins og Larsen væri með mér, drekkandi sinn snaps, reykjandi sína pípu og með Íslendingasögurnar.“ „Mér fannst alltaf eins og Larsen væri með mér, drekkandi sinn snaps, reykjandi sína pípu og með Íslendinga- sögurnar. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.