Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2017, Side 4
4 Helgarblað 23. júní 2017fréttir
Þ
að var sárt að sjá íbúðina
auglýsta til sölu. Tjón mitt
hljóp á milljónum og ég vil
því vara aðra við. Ég myndi
ekki óska versta óvini mínum að
lenda í þessu,“ segir Eva Björk
Pétursdóttir í samtali við DV. Hún
keypti íbúð á Akranesi árið 2014
sem reyndist síðar óíbúðarhæf
vegna myglu og sat uppi með um-
talsvert fjárhagstjón. Íbúðalána-
sjóður tók íbúðina yfir og auglýsir
hana nú til sölu. Ekki er minnst
einu orði á myglu í auglýsingunni
en væntanlegum kaupanda er
ráðlagt að kynna sér skýrslu sem
Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
vann um ástand íbúðarinnar. „Það
er talað um smá rakaskemmdir en
ekki tekið fram hversu alvarlegt
ástandið er. Ég er með mun ítar-
legri skýrslu frá viðurkenndu fyrir-
tæki,“ segir Eva Björk.
„Hann vildi bara klára söluna
og fá sína þóknun“
Eva Björk keypti íbúðina við
Heiðarbraut árið 2014 og flutti inn
um sumarið sama ár. „Ég skoðaði
íbúðina einu sinni en var ekkert
að færa til húsgögn eða neitt slíkt.
Fasteignasali og seljandi stað-
festu að enginn raki væri til staðar
þegar ég spurði út í það. Þá
fékk ég þær upplýsingar að
sýnilegir blettir væru þurr-
ir og af þessu þyrfti engar
áhyggjur að hafa. Fast-
eignasalar eiga að gæta
hagsmuna bæði kaupenda
og seljenda en það var ekki
svo í þessu tilviki. Hann vildi
bara klára söluna og fá sína
þóknun,“ segir hún. Kaupin
gengu í gegn þannig
að Eva Björk tók yfir
áhvílandi skuld-
ir frá Íbúðalánasjóði
og því gat hún ekki
haldið eftir greiðslum
eins og þekkist þegar
um leyndan galla er
að ræða. Þegar hún
loks fékk íbúðina af-
henta þá brá henni
illa í brún. Þar sem
áður höfðu staðið
húsgögn blöstu við
rakaskemmdir og á
sumum stöðum hrikaleg mygla.
„ Rakaskemmdirnar voru fald-
ar vísvitandi,“ segir Eva Björk
sem hafði enga reynslu af því að
glíma við myglusvepp og freist-
aði þess að gera íbúðina upp. „Ég
eyddi háum fjárhæðum í skoðanir,
mælingar og mat. Pabbi minn og
ég lögðum mikið á okkur til þess
að gera heimilið huggulegt en
ástandið var verra en við áttuðum
okkur á. Ég gat ekki boðið dóttur
minni upp á þessar aðstæður
enda var hún farin að glíma við
óþægindi í öndunarfærum og út-
brot á líkama,“ segir Eva Björk en
hún flutti út árið 2015.
Vonar að reynsla hennar verði
lærdómur fyrir aðra
Eva Björk ráðfærði sig við lög-
fræðinga til þess að fá kaupunum
rift en það reyndist ógjörningur.
„Seljendurnir höfnuðu öllum
kröfum um að salan gengi til baka
og neituðu alfarið að ræða málið.
Tilboð mitt hljóðaði upp á að þau
tækju aftur við íbúðinni og lánun-
um og ég tæki á mig kostnaðinn
við endurbætur og skoðanir. Það
taldi ég vel boðið en það gekk ekki
upp af fyrrgreindum ástæðum,“
segir Eva Björk.
Hún hafi verið í erfiðri stöðu og
því tekið ákvörðun um að hætta
að borga af lánunum. „Ég gat ekki
lengur greitt af íbúð sem ég gat
ekki búið í. Þá þurfti ég að skilja all-
ar eignir okkar eftir, allt var ónýtt.
Þetta var mikið tjón fyrir mig,“ segir
Eva Björk. Hún passaði sig á að
greiða opinber gjöld en sleppti af-
borgunum af láninu og að lokum
tók Íbúðalánasjóður íbúðina yfir.
„Ég er brennd eftir þessa
reynslu, en ég get lítið gert úr því
sem komið er. Hins vegar getur
reynsla mín vonandi orðið til þess
að aðrir sleppi við slíkt tjón,“ segir
Eva Björk. n
Eldbakaðar pizzur
hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni
salur
fyrir
hópa
sími 557 1007
hamborgarar,
salöt, pasta,
kjúklingavængir
og flEira
„Gat ekki boðið dóttur minni
upp á þessar aðstæður“
n Flúði myglaða íbúð á Akranesi n Íbúðalánasjóður freistar þess að selja eignina
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Földu gallana Eva Björk segir að fasteignasal
i og seljandi hafi gert lítið úr
blettum sem voru sýnilegir.
Óíbúðarhæf Dóttir Ev
u Bjarkar var
farin að glíma við ýms
a kvilla út af
myglunni.
Heiðarbraut Umrædd íbúð er í
kjallara hússins. Íbúðalánasjóður
auglýsir nú íbúðina til sölu.
Mygla
Eva Björk eyddi háum fjárhæðum í að meta
ástandið og
freista þess að gera endurbætur á húsinu. H
ún neyddist
til að gefast upp þegar bera fór á heilsukvil
lum hjá
dóttur hennar.